Reykjalundur - 01.06.1947, Page 36

Reykjalundur - 01.06.1947, Page 36
GUÐMUNDUR DANIELSSON: Atthagalj óð Mín græna sveit, hve yfirlætislaust var ljóð þitt allt, — og aðeins hvísl þín raust. Á meðan hinir æptu um foss og fjöll þú fólst í holti og mýri blóm þín öll. Og meðan einn var hafinn hátt við ský og hverju auga beint að djásni því, í grasi þínu, græna sveitin mín, lá grafið landsins pund — og fegurð þín. í gljúpri moldu lengi fólstu flest þau fræ, er seinna munu vaxa bezt á akri lands í nýrra sumra sól. því sjá, þitt kot mun verða höfuðból! Og hann, sem ungur yfirgaf þig fyr, mun aftur knýja á þínar grænu dyr í leit að blómi, er lifir aðeins þar, sem lífsins fyrsta ganga hafin var. /

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.