Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 40

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 40
þá daga ekki fúsir til þess að skjóta skjóls- húsi yfir þá, sem komu af Vífilsstaðahæl- inu. Menn voru hræddir við alla, sem þar höfðu verið og veikzt höfðu. Þetta fólk, sem ekkert heimili átti, því var nauðugur einn kostur að taka þeirri vinnu, sem bauðst. I þá daga var ekki hægt að velja um vinnu, og það var lítið um létta vinnu. Sumir, og eiginlega allir, sem komu af heilsuhælinu, höfðu ekki unnið mánuð- um eða jafnvel árum saman. Þetta fólk átti svo allt í einu að vinna fulla vinnu, vinnu, sem sumum þótti allerfið, þótt þeir teldust heilbrigðir og hefðu alltaf haft góða heilsu. Vinnan var mörgum um megn. Afleið- ingin varð sú, að margir veiktust aftur. Sama sagan endurtók sig. Það var á ný háð hörð barátta, veikin hafði magnazt, kraftar og mótstaða sjúklingsins þorrið. Og aftur og aftur lagði hvíti dauðinn marga að velli, sem ef til vill hefðu sigrað í baráttunni, ef skil- yrði hefðu verið við heilsu og hæfi sjúkl- ingsins. Ég man eftir ungri stúlku, sem fór af hæl- inu um svipað leyti og ég. Læknirinn ráð- lagði henni létta vinnu. En það var ekki unnt að fá létta vinnu. Hún varð að ráða sig í vist. Hún skúraði gólf, bónaði gólf, bar út mottur, gólfdregla og teppi og barði rykið úr þessu. Þetta var ekki létt vist og ekki holl henni. Meðan hún var á hælinu, fekk hún blóðspýting, og oft sást rautt í hráka. Smitlaus var hún og orðin það hraust, að læknirinn gaf henni heimfararleyfi. Því mið- ur var hún í tölu þeirra, sem ekki áttu nema tvo kosti um að velja, að sæta þeirri vinnu, sem bauðst, eða leggjast fyrir og deyja drottni sínum. Þessi stúlka kom oft til mín. Hún var ákaflega glöð, léttlynd og seig. Þar sem kjör hennar voru svo erfið, var skapgerð hennar henni hreinn fjársjóður. Oft sagði hún bros- andi við mig. „Ég sá rautt í hráka í dag.“ Þá varð ég alvarleg og sagði: „Þú þolir ekki þessa vinnu.“ „Það er engin leið önnur,“ svaraði hún. Ég vissi að hún hafði rétt að mæla. Það var engin leið önnur. Og það voru ekki margar leiðir opnar þeim, sem komu af Vífilsstaðahælinu. Þetta endaði eins og það hlaut að enda. Stúlkan fekk blóðspýting dag nokkurn, er hún var að þvo gólfið. En hún var leyst frá þeirri þjáning, að heyja að nýju langa baráttu. Hún andaðist skömmu síðar. Ég minnist líka miðaldrakonu, sem ég var samtíða á hælinu. Hún var eitthvað brjóst- veik, en hafði aldrei smit. Rúmliggjandi var hún sjaldan, en þó ekki fær til vinnu. — Og óvinnufær var hún, er hún kom af hælinu. Þaðan kom hún hálfu ári á eftir mér. — Það vildi svo til að hún kom í húsið, sem ég bjó í. Ekki til langvarandi dvalar. En hún þekkti aldraða konu, sem var þjónustu- stúlka í húsinu. I herbergi þessarar kunn- ingjakonu sinnar fekk hún að sofa, þar til högum hennar væri skipað. Hún varð að finna lækni, sá læknir varð að gefa skýrslu um það, að konan væri ekki fær um að vinna eða sjá fyrir sér. Þetta átti að ganga gegnum borgarstjoraskrifstofuna. Svo skildist mér, sem þeir hjá bænum ættu að sjá konunni fyrir dvalarstað og lífsviður- væri. Hún var eignalaus og átti enga að. Kona þessi fór til Matthíasar Einarssonar læknis, og ekki stóð á vottorðinu hjá Matt- híasi. Kona þessi hafði áður leitað til hans og var honum því kunnugt hvernig heilsu hennar og högum var háttað. En hvernig sem því vék nú við, þá var þessu engu sinnt. Konuauminginn lifði hvern dag með áhyggj- ur og kvíða í brjósti. Hún átti enga peninga og ekkert til viðurværis. Konurnar í húsinu gáfu henni máltíð og máltíð. Það var allt, sem hún fekk. Hún gekk margar ferðir ofan á bæjarskrifstofu, en ekki fekk hún neitt svar, né neina peninga. Eftir þrjár vikur var hún orðin svo þreytt og mædd á þessu, að þrek hennar þraut. Hún lagðist í rúmið og hafði háan hita. Þá gerði hún mér boð að finna sig. Erindið var að biðja mig að tala við Matt- hías Einarsson og segja honum hvernig komið væri. Ég man að hún sagði að síð- 22 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.