Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 45

Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 45
Lækningamáttur jurtaíæðunnar Svissneski læknirinn, dr. Bircher-Brenn- er, er víðkunnur sem aðalbrautrySjandi hinna svonefndu náttúrulækniriga í Evrópu, á sama hátt og ameríski læknirinn dr. J. H. Kellogg ruddi þessari stefnu braut vestan- hafs. Báðir þessir læknar, sem eru nýlega látnir í hárri elli, höfnuðu að mestu leyti venju- legum lyf- og skurðlækningaaðferðum, en lögðu megináherzluna á það, að efla og að- stoða lækningamátt líkamans sjálfs með við- eigandi mataræði, ávaxta- eða jurtadrykkj- um, föstum, böðum o. s. frv. Jafnhliða því, sem líkaminn styrkist með réttu og heil- næmu mataræði og lifnaðarháttum, hverfa sjúkdómarnir af sjálfu sér smátt og smátt, án þess að grípa þurfi til sterkra lyfja eða annarra róttækra ráða. Báðir settu þeir upp heilsuhæli, og var heilsuhæli Kelloggs í Battle Creek lengi stærsta heilsuhæli í heimi. Heilsuhæli Bircher-Brenners í zúrich er nú rekið af sonum hans, sem einnig eru lærðir læknar. Segir annar þeirra sögu þá, sem hér fer á eftir. Hún er tekin úr safni sams konar frásagna, sem þeir bræður hafa gefið út, til þess að sýna með dæmum árang- urinn af þessum lækningaaðferðum. Dr. FRANKLIN BIRCHER: SAGAN AF HANNÍ Hanní litla var 15 ára gömul, þegar ég var fyrst sóttur til hennar 28. marz 1927. Hún var þannig á sig komin, að erfitt er að lýsa því með orðum, og venjuleg læknisfræðileg sjúkdómslýsing, hversu nákvæm sem hún væri, mundi ekki gefa rétta hugmynd um þau áhrif, sem ég varð fyrir, er ég rannsak- aði hana í fyrsta sinn. Hún var ekki annað en skinnið og beinin, fíngerð húðin var hvít og gagnsæ og litli líkaminn fiðurléttur. And- litið var angistin uppmáluð og fullt af sárs- aukadráttum, “og úr augunum mátti lesa hljóða bæn um hjálp. Röddin var blíðleg og vingjarnleg en vart heyranleg. Fallegt hárið lá í stórum fléttum beggja megin við litla andlitið. Eg tók ofan af henni sængina til þess að skoða hana, og brá mér ekki lítið í brún. Kviðurinn var útblásinn og stór eins og tunna, en fótleggirnir mjóir eins og eld- spýtur. Eg bankaði og hlustaði sjúklinginn og fann, að hægra megin í brjóstholinu var mikið vatn, sem þrengdi svo mjög að lung- anu, að það hafði aðeins hálfa stærð. í kviðarholinu var og mikið vatn, og á því flutu garnalykkjurnar, sem voru hálflam- aðar og fylltar með lofti. Hver minnsta hreyfing olli sjúklingnum óþolandi sárs- auka, og sama varð uppi á teningnum, ef hún reyndi að nærast. Meðul komu ekki að neinu gagni, og eina von móðurinnar var nú sú, að mér mætti eitthvað verða ágengt. Það reyndi orðið mjög á hjarta sjúklings- ins, en samt var æðaslátturinn afar veikur. Blóðrásin í lungunum var orðin mjög hæg, eins og greinilega kom fram í því, að annar tónn lokunnar í lungnaslagæðinni var auk- inn. Síðustu dagana hafði líkamshitinn verið of lágur, og mátti af því ráða, að sjúklingur- inn væri að örmagnast. Það var augljóst, að Hanní litla var með innvortis berkla. En auk þess hafði berkla- bakterían hreiðrað um sig víða í liðamótum, t. d. í litla fingri hægri handar, í miðhandar- beini sömu handar og síðar í hægra sköfl- ungi. Þessi sýklahreiður hafa orðið til með þeim hætti, að bakterían hefur borizt þang- að með blóðrásinni. — Ef viðnámsþróttur líkamans er eins og vera ber, ræður blóðið niðurlögum allra sýkla. Líkami Hanní litlu Reykjalundur 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.