Reykjalundur - 01.06.1947, Qupperneq 47
Á saumastofunni.
legar.) Frá þriðju vikunni að telja, lifði
sjúklingurinn eingöngu á hrámeti, og það
var ekki fyrr en að 8 vikum liðnum, sem ég
leyfði henni að fara að borða gróft brauð,
kartöflur og soðið grænmeti, en lét hana þó
þorða eingöngu hrámeti tvo daga í viku.
Hanní var farið að þykja allur þessi matur
svo góður, að öll fjölskyldan gat ekki stilit
sig um að reyna hann, og það endaði m.eð
því, að kjöt eða fiskur sást þar yfirleitt ekki
á borðum. Um þetta leyti var bróðir Hanní-
ar í menntaskóla, og heyrði þá hjá kennara
sínum í lífeðlisfræði, að grænmeti og ávextir
hefðu ekkert næringargildi, vegna þess að
í því væri lítið annað en vatn, en fullgilda
eggjahvítu væri aðeins að fá í kjöti. Með
hálfum huga bað hann um orðið og skýrði
með svo miklum sannfæringarkrafti frá
reynslu sinni heima, að kennarinn stóð uppi
rammvilltur út af þessum árekstri milh vís-
inda og reynslu. (
Hinn 17. júní, eða eftir 11 vikur, varlhægt
að fara með Hanní út í garð í legustól. í lok
mánaðarins fór ég með hana í bifreið minni
til sjúkrahússins til þess að taka röntgen-
myndir af hinum sjúku hðamótum. Áður en
8 vikur voru liðnar, höfðu bólgurnar á hend-
inni opnazt, svo að gröfturinn vall út. Við
það linuðust þrautirnar í hendinni, og það
var hægt að gera sér vbnir um, að hinir
sýktu hlutar beinsins mundu losna frá og
ganga út. Og röntgenmyndirnar sýndu, að
beinflísar voru einmitt byrjaðar að losna
frá. Mestar áhyggjur hafði ég út af berkla-
hreiðri með bólgu á hægra fæti. Ég setti
gipsumbúðir um fótinn. tók þær af eftir
mánuð, og hann læknaðist að fuhu, án þess
að bólgan opnaðist.
Hendurnar reyndu meira á þolinmæðina.
Sjúklingurinn hélt áfram sama mataræðinu
og notaði sól- og ljósböð. Henni fór stöðugt
fram. Ég sá hana einu sinni í mánuði. For-
eldrar hennar spurðu mig, hvort þau ættu
að dvelja með hana í háfjallalofti um tíma,
en ég svaraði þeim því, að mataræðið hefði
meiri þýðingu en háfjallaloftið. Og næsta
sumar, í júlímánuði, gat Hanní svo farið í
sumarfrí með bræðrum sínum. Ári sxðar,
sumarið 1929, tók hún þátt í margra klukku-
tíma fjallgöngum í Alpafjöllunum.
Árið 1935 er Hanní mjög heilsugóð, iðkar
fjallgöngur og er líkamlega sterkari en
jafnöldrur hennar, sem lifa á kjöti.
(Björn L. Jónsson þýddi.)
Reykjalundur
29