Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 16

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is TOYOTA YARIS TERRA 06/2012, ekinn 46 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 1.990.000. Raðnr.252991 áwww.BILO.is M.BENZ E 280 ELEGANCE STATION 02/2001, ekinn 273 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.290.000. SPRENGITILBOÐ 590.000 Raðnr.252348 á www.BILO.is M.BENZ E 280 CDI 4MATIC 08/2007, ekinn 370 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, fjórhjóladrif. Toppástand! Gott verð 2.990.000. Raðnr.252678 á www.BILO.is HONDA JAZZ ELEGANCE 06/2013, ekinn 43 Þ.km, sjálfskiptur. Rosasætur! Verð 2.580.000. Raðnr.285447 áwww.BILO.is HONDA CR-V LIFESTYLE 12/2011, ekinn aðeins 49 Þ.km, sjálfskiptur. Virkilega flott eintak!Verð 4.290.000. Raðnr.282860 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í fundargerðum bankaráðs Eng- landsbanka frá árinu 2008, sem birt- ar voru í ársbyrjun, kemur fram að bresk fjármálayfirvöld litu hug- myndir um Ísland sem mögulega fjármálamiðstöð hornauga. Þetta var á meðal þess sem kom fram á há- degisfundi Félags stjórnmálafræð- inga og Rannsóknaseturs um ný- sköpun og hagvöxt, þar sem þeir Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði, greindu frá nýjum heim- ildum sem þeir hafa kannað í erlend- um skjalasöfnum um fall íslensku bankanna haustið 2008, sem og hvaða ályktanir væri hægt að draga af þeim. Skjölin nánast svört í gegn „Þröngt mega sáttir sitja“ hefðu getað verið einkunnarorð fundarins, þar sem ljóst var að áhugi fólks á fundarefninu var meiri en húsrýmið sem fyrirlestrasalurinn á Háskóla- torgi veitti. Stóð því fólk meðfram veggjum. Guðni hóf erindi sitt á því að fjalla um þau vandkvæði sem fylgdu því að sækja gögn til erlendra skjalasafna, sér í lagi þegar þau tækju til atburða sem væru nýliðnir. Sýndi Guðni í því skyni nokkrar ljósmyndir af þeim skjölum sem hann hafði aflað sér frá breska þjóð- skjalasafninu í krafti upplýsingalaga og voru sum þeirra nánast svört í gegn, þar sem búið var að strika yfir nánast allt meginefni þeirra. Þá fylgdu því einnig vandamál hvernig ætti að túlka það sem þó mætti lesa úr gögnunum, þar sem hafa yrði ýmsa þætti í huga, eins og til dæmis það hver hefði verið tilgangur þess sem ritaði heimildina. Sagði Guðni að miðað við sínar heimildir væru nokkrir hlutir ljósir. Til dæmis nefndi hann að frægt við- tal í Kastljósi við Davíð Oddsson, þá- verandi seðlabankastjóra og núver- andi ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem hann lýsti því yfir að ríkið myndi ekki ganga í ábyrgð fyrir skuldir „óreiðumanna“, hefði ekki haft nein áhrif meðal þeirra bresku embættismanna sem sáu um sam- skiptin við Ísland. Þá væri einnig ljóst af tiltækum heimildum að fréttatilkynning Seðlabanka Íslands um tilvonandi lán frá Rússlandi hefði ekki orðið til þess að fæla stjórnvöld í Moskvu frá því að veita lánið, líkt og haldið hefði verið fram í umræðu hér heima, heldur hefði lánið verið raunhæfur möguleiki. Í máli Guðna kom einnig fram að sú leið sem íslensk stjórnvöld hefðu ætlað sér að fara, þar sem erlendar skuldir yrðu skildar eftir, en ríkið tæki yfir innlendar skuldbindingar, hefði verið dæmd til að mistakast. Skipti þar ekki síst máli að innan breska stjórnkerfisins hafði fjár- málaráðuneytið undir forystu Alist- airs Darling allt forræði á hendi en utanríkisráðuneytið hafði verið skil- ið eftir í kuldanum. Sagði Guðni það óheppilegt, því að innan utanrík- isráðuneytisins hefði verið meiri þekking á málefnum Íslands, auk þess sem menn sem þar störfuðu væru eðli málsins samkvæmt lík- legri til þess að leita „friðsamlegri“ lausna heldur en starfsfólk fjár- málaráðuneytisins. Guðni tók fram að hann sæi ekki neitt sem styddi við svonefnda „um- sáturskenningu“, en samkvæmt henni hefðu erlend ríki tekið hönd- um saman um að knésetja Íslend- inga. Benti Guðni á í lok erindis síns, að enn væri margt sem ekki væri vitað, og að í raun væru sagnfræðingar og aðrir enn í þónokkru myrkri um það sem hefði gerst. Það væri þó jákvætt að nokkur ljósbirta væri farin að skína og að hún yrði einungis meiri eftir því sem á liði. Glasið brotnar ekki af sjálfu sér Hannes Hólmsteinn tók næstur til máls. Fór hann nokkrum orðum um orsakir bankahrunsins og benti á að lýsing á atburðum mætti ekki staldra við að segja að glas væri brothætt, til þess að það brotnaði yrði að fleygja því. Sömuleiðis hefði bankahrunið ekki orðið vegna þess að ástandið hefði verið viðkvæmt, heldur vegna ákvarðana sem menn hefðu tekið. Nefndi Hannes sérstaklega þrjár ákvarðanir, sem að hans mati skiptu sköpum. Í fyrsta lagi þegar seðla- banki Bandaríkjanna hefði neitað Ís- lendingum um gjaldeyrislán, í öðru lagi þegar ríkisstjórn Bretlands hefði neitað að aðstoða bresku bank- ana KSF og Heritable á sama hátt og aðra breska banka og í þriðja lagi þegar hryðjuverkalög voru sett á ís- lenska ríkið ásamt Landsbankanum. Bar Hannes saman aðstæður ís- lensku bankanna við erlenda banka og benti á að aðstæður þeirra hefðu hvorki verið verri né betri en ann- arra banka sem lentu í erfiðleikum. Munurinn væri sá að íslensku bönk- unum hefði ekki verið bjargað. Hannes velti meðal annars fyrir sér ástæðum þess að sumar erlendar þjóðir virtust sýna Íslendingum hreinan fjandskap á þessum dögum. Nefndi hann meðal annars óánægju með þá samkeppni sem Íslendingar hefðu veitt erlendis. Þá nefndi Hannes einnig sem möguleika að sjálfstæðismál Skota hefði getað verið þáttur, þar sem Verkamanna- flokkurinn hefði viljað sýna þeim hvað sjálfstæði gæti kostað þá. Að loknum erindum þeirra Guðna og Hannesar fjallaði Eiríkur Berg- mann Eiríksson, fundarstjóri, um erindin og dró saman. Sagði Eiríkur ljóst af eigin rannsóknum að breskir embættismenn í fjármálaráðuneyt- inu hefðu talið sig hafa fengið loforð um að Íslendingar myndu taka á sig skuldbindingar bankanna. Hins veg- ar væri óljóst hver hefði átt að gefa slíkt loforð. Litu Íslendinga hornauga  Rætt um ný gögn um efnahagshrunið í erlendum skjalasöfnum  Fyrirhugað lán frá Rússum var raunhæfur möguleiki  Breska fjármálaráðuneytið réð för í samskiptum við Íslendinga Morgunblaðið/Eggert Gögnin ritskoðuð Guðni Th. Jóhannesson sýndi nokkur skjalanna sem hann hafði fengið, en flest voru þau með stórum svörtum rákum eftir ritskoðarann. Morgunblaðið/Eggert Þétt setinn bekkurinn Húsfyllir var á fundinum og var gerður góður róm- ur að efni fyrirlesaranna. Að framsögu lokinni tóku við stuttar umræður. Í erindi sínu fjallaði Hannes Hólmsteinn nokkuð um „Rússalánið“ svonefnda og tók undir fyrri orð Guðna um að það hefði verið raunhæfur möguleiki. Raunar hefði það verið komið svo vel á veg, að sendiherra Rússlands hefði hringt í Tryggva Þór Herberts- son, efnahagsráðgjafa rík- isstjórnarinnar, og sagt að ekki dygði minna en vodka- kassi til að fagna tíðindunum. Staðfesti Tryggvi Þór frásögn Hannesar í umræðum eftir er- indin. Sögðu þeir Tryggvi og Hann- es báðir að einn tilgangur þess að leita til Rússa hefði verið geópólitískur. Nefndi Hannes að hugsanlega hefðu Bandaríkjamenn stokkið til til þess að forða því að Íslend- ingar fengju lánið hjá Rússum. Hefði það gengið eftir hefði niðurstaðan orðið sú sama og með láni frá Rússum, ekki hefði komið til falls bankanna. Rússar fréttu hins vegar að þreifingar væru um að Íslend- ingar hygðust leita til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og styggð- ust við það að sögn Hannesar. Vildi fá kassa af vodka RÚSSALÁNIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.