Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 80
80 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
0 KR. ÚTBORGUN
AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu AVIS
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
LANGTÍMALEIGA
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur
kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll,
engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen
við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. Leggðu þitt af mörkum og
vertu óhræddur við að mæta hinum á miðri
leið.
20. apríl - 20. maí
Naut Fjárhagslegt mat þitt á undir högg að
sækja í dag. Dragðu þig í hlé og andaðu djúpt
ef það er eina lausnin til að bjarga geðheils-
unni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst einhvern veginn eins og
þú sért að missa tökin á hlutunum. Léttúð er
lykillinn að árangri ef þú kannt að beita
henni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú meðtekur orku þess sem er helst í
fréttum. Innsæið hjálpar manni við að leysa
vandamálin og krefst ekki allt of mikillar
áreynslu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mistök fortíðarinnar voru víst lexíur.
Rifjaðu upp hvers þú óskaðir þér fyrir tíu ár-
um. Skoðaðu málin og vittu hvort þú þarft
ekki að breyta einhverju.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Styrkur þinn er sköpunarmátturinn.
Tryggðu þér sæti í fremstu röð, þar sem
menn veita þér og þínum málum nægilega
athygli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er góður tími til að taka upp nýjan
þráð og bæta fjölskyldusamskiptin. Vertu
viss um að viðleitni þín sé ekki byggð á mis-
skilningi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sparsemi er dyggð en níska
ekki. Finndu þér eitthvert áhugamál því þá er
möguleiki á að kynnast nýju fólki og allt verð-
ur einfaldara.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fyrst þú ert að nálgast það sem
þú vilt er kominn tími til þess að hugsa
lengra. Keyptu eitthvað fallegt fyrir heimilið
eða fjölskylduna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert að hressa upp á heiminn
þinn, eitt umhverfi í einu. Kannski kemur fjöl-
skyldumeðlimur þér á óvart. Sláðu á létta
strengi til að laga andrúmsloftið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur reynst varasamt að
tengja sig um of við einstaka hluti. Reyndu
að draga þig í hlé í smástund og njóta þess
að vera í einrúmi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í dag er heillandi dagur. Sýndu þolin-
mæði og þá mun allt leysast farsællega.
Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðiá Leirinn á mánudaginn að
hún sæti uppi með mikla afganga
að loknum hátíðum – „sem betur
fór var ekki vandi að koma þeim í
lóg“:
Feita ketið fáir meta, feikna rest.
Heldur betur gleður gest
af græðgi éta dýrin flest.
Himins fugla fæðið ruglar, fituríkt.
Kroppað, þruglað, kvakað, skríkt,
af kjöti ugglaust meira sníkt.
Sætar kökur, brauð og bökur, býsnin
öll
upp á þök og út á völl
útdeilt stöku skipti í mjöll.
Í lofti þytur, hringahnitur, hrafn á ferð.
Að völdum situr vargamergð,
veröld bitur þannig gerð.
Krílin doka, krummi vokar, krunkar
hátt,
Flýr að lokum liðið smátt
ljótar rokur og vængjaslátt.
Skírnir Garðarsson sagðist sjálf-
ur hafa verið að gefa krumma af-
ganga í gær – „sendi páfanum
tölvupóst um þetta en hann hefur
ekki svarað“.
Vatíkanið virðist ekki vísu svara,
vond er tíðin, vesæll krummi,
von er að hann Píus hummi.
Það er gaman að því að nafn
Píusar páfa skuli lifa í tækifæris-
vísum nýjum og gömlum og kemur
þá hin alkunna vísa Starra í Garði
upp í hugann, sem hann orti eftir
að Pétur hafði farið til Rómar í til-
efni af sextugsafmæli sínu og ekki
erindisleysu:
Í Vatíkani að Kristi ég gái
og kvittun synda þar eftir bíð. –
„Sæll og blessaður, Píus páfi,
ég er Pétur Jónsson í Reynihlíð!“
Bragarhátturinn á vísum Sigur-
línar kallast valhenda og sker sig
frá braghendu með því að rímorðin
eru stúfur í staðinn fyrir tvílið.
Í Bragfræði séra Helga
Sigurðarsonar er þetta dæmi úr
Esterar rímum:
Aman drakk með öðling frægum ágætt
vín,
hótar Júðum heljar pín,
en hugsar gott til ráða sín.
Sveinbjörn Beinteinsson yrkir:
Jörðin grær og líka lifna ljóð í hug.
Vetrartíðin vék á bug.
Vonarhaukar þreyta flug.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af vargfugli, páfa
og valhendu
Í klípu
„ÞEGAR SPURT ER UM VERÐ, VILJUM VIÐ
ALLTAF VERA AÐ SLÁST VIÐ KEPPINAUTA
OKKAR. ÞAR KEMUR ÞITT STARF INN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HEF ÞAÐ AÐ REGLU AÐ LÁNA ALDREI
PENING TIL FÓLKS SEM FÆR AÐ LÁNI!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera ekki með
lesgleraugun á stefnu-
mótinu ykkar.
HVERNIG ER MÍN
KRÚTTÍ-MÚTTÍ, SÆTA-
SKVÍSA LÍSA?
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
SMELL
HVAÐ SEGIR LITTLA
ÁSTARALDINIÐ MITT?
AFSAKAÐU
MIG AÐEINS
HEIMSKA
FJARSTÝRING
HELGA!
HVAÐ ERT
ÞÚ
AÐ GERA
HÉRNA?
ÞEIR SEGJA AÐ ÞÚ
MUNIR VERÐA HÉRNA Í
DÁGÓÐA STUND, ÞANNIG
AÐ ÉG VAR AÐ SPÁ Í AÐ
SELJA BÁTINN ÞINN!
Nú er tíð ljóss og friðar lokið, ogtíð slabbs og hálku hafin. Vík-
verji hefur reyndar sloppið merki-
lega vel við allt slíkt, en lenti þó í því
um daginn að festa bíl sinn á hér um
bil versta stað sem hægt var að
hugsa sér, við innkeyrslu sem liggur
að fjórum mismunandi húsum.
x x x
Ekki stóð þó á náungakærleik-anum, og fyrr en varði var Vík-
verji kominn með aðstoð frá fjórum
aðilum, þar á meðal móður sinni og
bróður, en einnig tveimur ein-
staklingum sem Víkverji veit engin
deili á. Bíllinn spólaði og spólaði og
dekkin spýttu og spýttu snjó á
björgunarsveitina, en loksins
hreyfðist hann og Víkverji komst
leiðar sinnar, sæll, en kannski ekki
svo glaður.
x x x
Víkverji verður nefnilega að játaað honum þykir það alltaf frekar
vandræðalegt þegar ókunnugt fólk
hjálpar honum úr aðstæðum sem
þessum, því að þegar búið er að ýta
bíl upp úr hjólförum getur verið
mikilvægt að stöðva ekki bifreiðina
að óþörfu, heldur bruna áfram og
nýta skriðþungann til þess að kom-
ast í gegnum snjóruðningana. Nið-
urstaðan varð því sú að um leið og
fólkið hafði ýtt Víkverja af stað að
var hann horfinn á braut og gat ekki
einu sinni vinkað til þess að sýna
þakklæti sitt, því aðstæðurnar
leyfðu það ekki.
x x x
Víkverji horfði gáttaður á íþrótta-fréttirnar um daginn, þar sem
formaður knattspyrnudeildar FH
mætti í viðtal og mótmælti hástöfum
ráðstöfunum KSÍ vegna úrslitaleiks-
ins í Íslandsmótinu síðasta haust.
Hann vildi nefnilega meina að ekki
hefði átt að setja leikmann félagsins
í fjögurra leikja leikbann fyrir að
hafa reynt að gera aðsúg að dóm-
aranum, því að hann hefði verið
stoppaður af áður en hann komst á
leiðarenda. Það væri því engin leið
að fullyrða það að aumingja mað-
urinn hefði ætlað sér í dómarann.
Undir tali formannsins birtust síðan
sjónvarpsmyndir af umræddu atviki.
Styrktu þær ekki vondan málstað.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því
að hann hefur vitjað lýðs síns og búið
honum lausn. (Lúkasarguðspjall 1:68)