Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Staða yfirhjúkrunarfræðings við heilsugæsluna á Akureyri er laus til umsóknar. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. febrúar 2015 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er til 5 ára í senn. Menntunar- og hæfnikröfur: • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun • Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda eða stjórnunar er æskileg • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun er æskileg • Reynsla af stjórnun er æskileg • Framúrskarandi samskiptahæfni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri Helstu verkefni og ábyrgð • Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðinni • Stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður • Skipuleggja og stjórna hjúkrunarþjónustu heilsugæslustöðvarinnar og taka þátt í klínísku starfi • Tryggja að rekstur og starfsmannamál séu í samræmi við fjárhagsáætlun Umsókn fylgi starfsferliskrá og vottfestar upplýsingar um nám og fyrri störf. Umsækendur eru auk þess beðnir um að skila kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfi og sýn á starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar netfang: gudnyf@hsn.is. Gsm 860 7750 Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2015 og skal umsóknum skilað á sama netfang. Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir lausa stöðu yfirhjúkrunarfræðings við Heilsugæsluna á Akureyri Skipstjóra vantar á farþegaferjuna Gísla í Papey sem siglir frá Djúpavogi, frá 1. júní til 31. ágúst. Viðkomandi þarf að hafa 30 tonna réttindi auk vélavarðar. Upplýsingar í síma 478-8119. Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félagsfundur Búmanna Félagsfundur Búmanna hsf. verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtu- daginn 29. janúar kl. 15.00. Fundurinn verður í sal hótelsins er nefnist Hvammur. Kynntar verða tillögur að fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins. Breytingar á samþykktum félagsins. Stjórnin. Aðalfundur ISNIC 2015 Aðalfundur Internets á Íslandi hf. (ISNIC) verður haldinn föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 16.00 í ISNIC-salnum, Katrínartúni 2, 18. hæð, 105 Reykjavík. Dagskrá aðalfundar skv. 14. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins 2014. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 lagður fram til samþykktar. 3.Tillaga um ráðstöfun hagnaðar og framlög í varasjóð. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna. 7. Önnur mál löglega upp borin. F.h. stjórnar Internets á Íslandi hf. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlauginni kl. 10.50. Myndmennt kl. 15. Bókmenntaklúbbur kl. 13.15 og jóga kl. 18. Árskógar 4 Smíðastofa útskurður með leiðbeinanda kl. 9- 16. Handavinnustofa kl. 9-16 með leiðbeinanda kl. 12.30. Botsía kl. 9.30-10.30. Helgistund kl. 10.30-11. Myndlist með Elsu kl. 13.30-16.30. Létt ganga um nágrennið kl. 13.30-14. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.30. Bridge kl. 13. Kanasta kl. 13. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 Handavinna, bókband og lesið og spjallað með Hjördísi B. kl. 13. Spiladagur, handavinna og glerlist. Laust pláss í glerlist, myndlist, útskurði og bókband. Upplýsingar í síma 535-2760. Bústaðakirkja Félagsstarf kl. 13. Kaffið á sínum stað. Dalbraut 18-20 Bókabíllinn kl. 11.15, samverustund með sr. Kristínu kl. 14. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, botsía kl.14. Furugerði 1 Handavinnan er opin og leiðbeinandi er Laufey Jónsdóttir. Leikfimi með Halldóru Björnsdóttir og léttar æfingar með virkniþjálfa. Botsía í innri sal á miðvikudögum klukkan 10 og fimmtudögum klukkan 14. Garðabær Qi gong í Sjálandi kl. 9, vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 12, handavinnuhorn í Jónshúsi, karlaleikfimi í Ásgarði, botsía í Ásgarði kl. 14. Vöfflukaffi í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Ýmis stutt námskeið, fylgist með kl. 9-12. Helgistund kl. 10.30. Starf Félags heyrnarlausra kl. 11-15. Perlusaumur og bútasaumur kl. 13- 16. Myndlist með leiðbeinanda kl. 13-16. Gjábakki Handavinnustofan opin, leikfimi kl. 9.15, silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, jafnvægisþjálfun kl. 14, létt hreyfing kl. 15. Dansleikur verður í Gjábakka laugardagskvöldið 17. jan kl. 20. Haukur Ingibergsson leikur fyrir dansi. Gullsmári 13 Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 17.15. Hraunbær 105 Handavinna kl. 9. Jóga kl. 10.10. Kaffi kl. 14.30. Hraunsel Dansleikfimi kl. 9, Qi Gong kl. 10. Dýnuæfingar Bjarkarhúsi kl. 11.20. Frjáls dagur, fræðsla kl. 14. Pílukast kl. 13.30. Vatnsleikfimi Ásvallalaug kl. 14.40. Skráning á þorrablótið er hafin í Hraunseli. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin opin kl. 8-16, molasopi í boði til kl. 10.30 og blöðin liggja frammi, opin vinnustofa án leiðbeinanda, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10. Hádegis- verður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi, fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, leikfimi kl. 10, lífssöguhópur kl. 10.50, Selmuhópur kl. 13, sönghópur 13.30, línudans kl. 15. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Í Kópavogsskóla Ringó kl. 17 og línudans hópur II kl. 18, hópur IV kl. 19, Zúmba kl. 20. Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is Korpúlfar Jafnvægisleikfimi hjá Nils í Hlöðunni við Gufu- nesbæ kl. 11 í dag. Keila í Egilshöll kl. 11.Yndislestur hjá bókmenntahópi Korpúlfa kl. 13.30 í dag í Borgum. Norðurbrún Kaffi kl. 8.30. Útskurður kl. 9. Leirlistar- námskeið kl. 9. Leikfimi kl. 9.45. Ganga kl. 10. Bókabíll kl. 10- 10.30. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Leirlistarnámskeið og opin vinnustofa í Listasmiðju kl. 13. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Bíó í dag kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14. Skráningarblöð liggja frammi vegna óvissuferðarinnar 29. janúar og leikhúsferðar 5. mars. Upplýsingar í s. 893-9800. Sléttuvegur 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Hádegisverður kl. 11.30. Soffíuhópur kl. 14, flutt erindi um Jakobínu Sigurðardóttur. Kaffi að erindi loknu. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Ipad-námskeið kl. 13. Bókmenntaklúbbur kl. 14, umsjón Sólveig Sörensen. Síðdegisdans kl. 16. Matthildur og Jón Freyr stjórna tónlistinni: Samkvæmisdansar, gömludansar, línudans og hringdansar. Zumba-námskeið hefst 19. janúar kl.10.30. 6 vikna námskeið fyrir dömur og herra, uppl. og skráning í s. 588-2111 og feb@feb.is Vesturgata 7 Setustofa/kaffi kl. 9. Vinnustofa opin kl. 9. Hádegisverður kl. 11.30. Kóræfing kl. 13. kaffi kl. 14.30. Vitatorg Bókband og postulínsmálun kl. 9, botsía kl. 10. Upplestur kl. 12.30, frjáls spilamennska og stóladans kl. 13. Prjónaklúbbur kl. 13. Laus pláss í glerbræðslu og leirlist. Upplýsingar í síma 411-9450. Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk til sölu Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu. Frábær dekk á góðu verði. Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. S. 544-4333. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Bresk gæðavara, handskreyttur borðbúnaður Mikið úrval – margar gerðir 25% afsláttur Pipar og salt krús Kr. 1.000 - Takmarkað magn Emma Bridgewater Feels like home Klassísk hönnun síðan 1985 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Smáauglýsingar Óska eftir Land Cruiser 150 árg. 11/12 6-7 millj. stg. Óska eftir Land Cruiser 150 árg. 2011-2012, 6-7 milljónir staðgreitt. Ekki ekinn meira en 60-65 þús. km. Upplýsingar í síma 894-2460. Bílar Ýmislegt Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Ég kynntist Helga Jasonarsyni árið 1981 þegar ég var ráðinn fram- kvæmdastjóri Vatnsvirkjans hf., en Helgi var þá í stjórn félagsins og einn af eigendum þess. Upp frá því hafði ég mikil samskipti við Helga sem stóðu yfir í nærri tvo áratugi – nánast daglega. Okkur varð vel til vina á þessum tíma þó ekki værum við alltaf sammála um alla hluti, en heilt yfir var samstarf okkar mjög gott. Helgi hafði mikla þekkingu á þeim vörum sem fyrirtækið seldi og kom sú þekking sér mjög vel fyrir ný- græðing á þessu sviði. Við fórum í fjöld ferða erlendis á vegum félagsins á þessum árum – t.d. á vörusýningar og eins til að hitta birgja Vatnsvirkjans. Helgi vildi lítið flíka tungumálakunn- áttu sinni og lét mig því oft um að spyrja mikið og nákvæmlega út í hlutina. Hann var maður fróð- Helgi Jasonarson ✝ Helgi Jas-onarson fædd- ist 9. desember 1921. Hann lést 24. desember 2014. Út- för Helga fór fram 5. janúar 2015. leiksfús og vildi vita nákvæmlega um gæði vörunnar enda Vatnsvirkinn leið- andi fyrirtæki á sviði sölu á vörum til pípulagna á þessum tíma – og kynnti til að mynda plaströr til skolplagna. Ein ferð var þó öðrum minnisstæð- ari en það var sýn- ing í Dresden í A-Þýskalandi og þá fórum við frá V-Berlín, gegn- um Checkpoint Charlie yfir í austrið. Sýningin var síðan sér- kapítuli – allt frekar gamaldags. Í fyrstu ferðum mínum með Helga erlendis þá var ég lítið gef- inn fyrir bjór, en það þótti Helga óttalegur héraháttur. Einu sinni þegar við komum vel þyrstir á bjórkrá eftir mikið labb og ég fékk mér kók, þá sagði Helgi – þarna fór góður þorsti fyrir lítið. Þessi héraháttur minn lagðist síðan fljótlega af. Ég kveð Helga og þakka hon- um samfylgdina þessi ár í Vatns- virkjanum. Ég sendi Hafsteini, Kristínu og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Einar E. Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.