Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 38

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 38
38 Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Frá og með deginum í dag og næstu átta vikurnar býðst lesendum Morg- unblaðsins að slást í för með blaða- mönnum og ljósmyndurum blaðsins í Heimsókn á höfuðborgarsvæðið þar sem víða verður komið við. Fjallað verður um einkenni sveitarfélaganna á svæð- inu og hverfanna í Reykjavík, mannlíf, at- vinnulíf, menningu og listir, skóla, skipulags- mál, verslanir og þjón- ustu, velferðarmál og fleira. Þessi heimsókn fylgir í kjölfar greinaflokksins Á ferð um Ísland 2014 á haustmánuðum í fyrra og 100 daga ferðarinnar um landið í hittifyrra, en hún var farin í tilefni af aldarafmæli blaðsins. Verða efnistökin svipuð og þar, blanda af viðtölum, fréttum og frásögnum og ýmiss konar fróðleik. Í Heimsókn á höfuðborgarsvæðið verður svæðinu skipt í fimmtán hluta. Fyrst verða heimsótt sveit- arfélögin fimm í nágrenni höfuð- borgarinnar, Mosfellsbær, þar sem ferðin hefst í dag, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Seltjarn- arnes. Síðan verður farið um Reykjavík. Hefst sú umfjöllun með heimsókn á Kjalarnes 9. febrúar. Í umfjölluninni verður borginni skipt í tíu borgarhluta í samræmi við þá af- mörkun hverfa sem borgaryfirvöld notast við í stjórnsýslunni: Kjal- arnes, Grafarholt og Úlfarsárdal, Breiðholt, Árbæ, Grafarvog, Háa- leiti og Bústaði, Hlíðar, Laugardal, Vesturbæ og Miðborg. Á svæðinu sem farið verður um búa rúmlega 200 þúsund manns, rétt um 64% landsmanna, bróður- partur þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er langstærsta sveitarfé- lagið á svæðinu, en hlutur hennar í fólks- fjöldanum hefur þó minnkað úr um 65 prósentum í rúmlega 58 prósent á hálfum öðr- um áratug. Á höfuðborg- arsvæðinu er að finna megn- ið af stjórnsýslu landsins og þjónustu, m.a. sjúkrahús með landið allt sem þjónustusvæði. Á svæðinu eru fjöldamargar mennta- og menn- ingarstofnanir, þar af þrír háskólar, margir framhaldsskólar og iðnskólar og grunn- og leikskólar. Höfuðborgarsvæðið er og sam- göngumiðstöð fyrir landið allt og þar er að finna miðpunkt flutningskerfa. Heimsókn Morgunblaðsins á höf- uðborgarsvæðið lýkur 11. mars. Um- sjónarmaður hennar er Guðmundur Magnússon blaðamaður. Sérstök áhersla verður á mannlífið í sínum fjölbreytilegustu myndum. Hefur Sigurður Bogi Sævarsson blaðamað- ur umsjón með þeim efnisþætti. All- ar ábendingar frá lesendum um um- fjöllunarefni eru vel þegnar. Er tekið á móti þeim á netföngunum gudmundur@mbl.is og sbs@mbl.is. Morgunblaðið býður upp á átta vikna ferð um höfuðborgina og nágrenni  Fjallað verður um fjölbreytt svið mannlífsins á svæðinu  Allar ábendingar frá lesendum eru vel þegnar Morgunblaðið/Ómar Heimsókn Blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins fara á næstu vikum um öll borgarhverfi Reykjavíkur og heimsækja einnig nágrannasveitarfélögin. Afraksturinn birtist í blaðinu alla virka daga fram undir miðjan mars. 7 Grafarholt og Úlfarsárdalur Birtingardagar: 10. – 11. febrúar 8 Breiðholt Birtingardagar: 12. – 16. febrúar 9 Grafarvogur Birtingardagar: 17. – 19. febrúar 11 Háaleiti og Bústaðir Birtingardagar: 24. – 26. febrúar 12 Hlíðar Birtingardagar: 27. febrúar – 2. mars 10 Árbær Birtingardagar: 20. – 23. febrúar 3 Garðabær Birtingardagar: 26. – 28. janúar 1 Mosfellsbær Birtingardagar: 15. – 19. janúar 2 Hafnarfjörður Birtingardagar: 20. – 23. janúar 5 Seltjarnarnes Birtingardagar: 4. – 6. febrúar 6 Kjalarnes Birtingardagar: 9. febrúar 4 Kópavogur Birtingardagar: 29. janúar – 3. febrúar 13 Laugardalur Birtingardagar: 3. – 4. mars 14 Vesturbær Birtingardagar: 5. – 6. mars Reykjavík Miðborg Birtingardagar: 9. – 10. mars 15 2 3 4 8 10 11 9 5 12 1314 6 7 1 H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 HEIMSÓKN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.