Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 25

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 25
Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Sandvík heitir elsta húsið á Þórs- höfn og var byggt árið 1902. Það hefur staðið autt og niðurnítt í fjöruborðinu í tæp þrjátíu ár. Húsið sér nú fram á uppreisn æru sinnar því endurbygging þess er hafin. Guðjón Gamalíelsson er eigandi Sandvíkur og var það æskuheim- ili hans til fullorðinsára. Húsið var orðið lélegt og festi hann því kaup á öðru húsi fyrir þrjátíu ár- um en hefur nú hafið endurbygg- ingu á æskuheimilinu í fjöruborð- inu. Þar með hafa ræst vonir Halldóru Benediktsdóttur, móður Guðjóns sem alltaf átti þá ósk heitasta að húsið yrði endurbyggt og er það nú gert í minningu hennar, að sögn Guðjóns sonar hennar. Sandvík er á skrá Minjastofn- unar eins og öll önnur hús sem orðin meira en aldargömul og all- ar framkvæmdir við húsið eru gerðar í samráði við þá stofnun. Þorpsbúar hafa sýnt verkinu mikinn áhuga og þykir vel við hæfi að nú sé komið að því að viðhalda gömlum byggingum í stað þess að rífa þær eins og raunin hefur verið í þorpinu. Vildi endurreisa horfin hús Þessi endurbygging hússins fellur einnig vel að hugmynd sem kom fram hjá fyrrverandi sveit- arstjórn Langanesbyggðar í upp- hafi síðasta árs. Hún var sú að á byggja upp gömul og löngu horf- in hús á sjávarkambinum með upprunalegu útliti og þau myndu t.d. nýtast í ferðaþjónustu, svo sem í gistingu, matsölu eða annað ferðaþjónustutengt. Það hefur sýnt sig víða um land að gamlar byggingar með slíkri starfsemi laða að sér ferða- fólk, ekki síst ef þau standa við fjöruna. Húsið Sandvík er þó ekki hugsað til slíkrar starfsemi held- ur sem íbúðarhús núverandi eig- anda. Sveitarstjórnin lét á sínum tíma gera útlitsteikingar og mögulega staðsetningu af nokkrum gömlum húsum frá aldamótunum 1900 sem flest stóðu á eyrinni. Þar má nefna verslunarhús Örum & Wulf (1897), Verslunarhús Þorsteins Arnljótssonar (1910) og Ingimars- hús (1886) ásamt fleiri bygg- ingum. Hugmyndin vakti athygli þegar hún var kynnt og sýndi áhuga íbúanna á því að viðhalda sögu þorpsins með endurreisn þessara gömlu minja. Ekkert verður þó gert án fjármagns en orð eru til alls fyrst. Í gegnum tíðina hefur ekki ver- ið mikið hugað að varðveislu gamalla bygginga á Þórshöfn og húsin hafa týnt tölunni eitt af öðru. Sandvík er eitt af fáum húsum sem enn standa. Húsið á sér einnig sögu því við upphaf þriðja starfsárs barna- skólans á Þórshöfn var hann í því húsi, eins og fram kemur í Lang- nesingasögu. Elsta hús þorps- ins gert upp  Vilja reisa aftur gamla byggð Byggir upp Guðjón Gamalíelsson framan við æskuheimilið Sandvík. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Sölustaðir: Debenhams – Smáralind Jói Útherji - Reykjavík Rakarastofan – Faxafeni Joe’s – Akureyri Siglósport – Siglufirði Hafnarbúðin – Ísafirði Bjarg – Akranesi Blómsturvellir – Hellissandi Þú skorar í CR7! FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 „Það var svo brjálað veður, eina leið- in var að fara með varðskipinu. Þetta var alveg svakalegt, við sigld- um upp í storminn,“ segir ljósmynd- arinn Ragnar Axelsson, RAX. Hann er einn af ljósmyndurum Morgun- blaðsins og var meðal þeirra fjöl- miðlamanna sem fóru með varðskip- inu Tý til Súðavíkur mánudaginn 16. janúar 1995 eftir að snjóflóð féllu á bæinn. Ragnar dvaldi í Súðavík í viku. Þjóðin fylgdist með fréttum full skelfingar en fjölmiðlar fengu þó fyrst um sinn fá tækifæri til að festa hörmungarnar á filmu. Ragnar segir að skelfilegt hafi verið að koma á staðinn. „Andrúmsloftið var dapurt og sorglegt og þjóðin var auðvitað öll í áfalli. Þetta er eitthvað sem situr í manni alla ævi, það skilur eftir kökk í hjartanu,“ segir Ragnar. Fjölmiðlafólki var vel tekið af fólkinu og segir Ragnar að hópurinn hafi gætt þess að sýna nærgætni. „Þú tekur kannski mynd af ein- hverju en það er ekki þar með sagt að hún birtist,“ segir Ragnar. Þegar hópurinn kom til Súðavíkur eftir langa siglingu með Tý var fjöl- miðlafólkið lokað af, eiginlega sett í stofufangelsi að sögn Ragnars. Svæðið þar sem flóðið féll og leit stóð yfir á hafði verið skilgreint sem hættusvæði og fékk fjölmiðlafólk ekki að mynda björgunarmenn við störf sín. „Svona atburður er því miður hluti af mannkynssögunni. Hún verður skráð og ljósmyndun er hluti af þeirri skráningu. Björg- unarmenn bjarga fólki og hlutverk fjölmiðla er að skrá söguna.“ Ragnar brá á það ráð að setja filmu í myndavél eins björg- unarsveitarmanns og bað hann um að smella af fjórum myndum. Það er eina myndin sem til er af björg- unarmönnunum að moka,“ segir Ragnar. „Fjölmiðlafólk er alveg jafn sorgmætt og aðrir sem mæta á þessa staði. Það hefur stundum ver- ið lenska að væna okkur um að vera með annarlegar hvatir, það er bara ekki þannig. Það er óþolandi að sitja undir því þegar það gerist.“ larahalla@mbl.is Morgunblaðið/RAX Björgunarstörf Ragnar setti filmu í myndavél eins björgunarmanns og eru myndirnar sam hann tók þær einu sem til eru af leitinni. „Þetta er eitthvað sem situr í manni alla ævi“  Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson var í Súðavík 1995 HB Gunnvör hefur uppi áform um að hefja fiskeldi í Súðavík sem mun skila um 6.800 tonnum af regnboga- silungi og um 200 tonnum af þorski á ári. Málið hefur verið í þrjú ár í umhverfismati. „Þann 6. janúar rann út kærufrestur og við teljum okkur sjá fyrir endann á þessu fyrir vorið,“ segir Einar Valur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri HG Gunnvarar. „Við höfum þvælst á milli Umhverfisstofnunar og Skipu- lagsstofnunar. Allir hagsmunaaðilar geta kært ferlið, hvort sem það eru þeir sem eiga veiðiréttindi í lax- veiðiám eða í rækjuveiði. Við viljum gera þetta í góðri sátt við náttúruna en teljum að þetta hafi tekið of lang- an tíma,“ segir Einar sem vonast eft- ir jákvæðri niðurstöðu fyrir vorið. Ef úr áformum verður skapar það tugi starfa í Súðavík. Verksmiðja rís 2018 Súðavíkurhreppur og Íslenska kalkþörungafélagið hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að reist verði kalkþörungaverksmiðja á Súðavík og starfsemin hefjist árið 2018. „Tryggja þarf aðstöðusköpun áður en uppbygging hefst. Hún snýr að betri hafnaraðstöðu og aðgangi að raforku,“ segir Einar Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins. „Þröskuld- urinn snýr að því að flutningskerfið til Súðavíkur er gamaldags og þar af leiðandi er flutningsgeta takmörk- uð. Svo þurfum við land og hafn- araðstöðu,“ segir Einar Sveinn. Að sögn hans mun verksmiðjan veita 10-15 störf og verður fram- leiðslugetan um 100 þúsund tonn á ári. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi HG Gunnvör hefur beðið í þrjú ár eftir leyfi til fiskeldis. Tugir starfa gangi áform upp  Fiskeldi og þör- ungaverksmiðja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.