Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Hæ sæti, hvað ert þú að borða?
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Verð frá
2.494 kr.
– fyrir dýrin þín
Bragðgott, holl
t og næringarr
íkt
Guðrún Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Íslandsvinir ferðaskrifstofa er með
hjólaferðir í Suður-Evrópu á dag-
skrá í sumar eins og verið hefur
undanfarin ár við góðan orðstír.
„Þess má geta að við erum með
nokkuð sérhæfðar ferðir sem
hreyfa við huga og hjarta, þetta
tengist kannski upphafsstöfum í
nafninu mínu,“ segir Halldór
Hreinsson glettnislega þegar hann
er spurður hvers konar ferðir um
sé að ræða í sumar.
„Hjólaferðir njóta sívaxandi vin-
sælda. Við erum komin með einar
fjórar hjólaferðir á dagskrá, hverja
annarri skemmtilegri og þær höfða
allar til ansi margra. Við eigum
eftir að bæta í. Þessa dagana erum
við að stilla upp og ljúka við
gönguprógrammið okkar, en fyrst
og fremst erum við með ferðir til
Suður-Evrópu, svo sem Króatíu,
Austurríkis, Ítalíu og Slóveníu.“
Tíu ára reynsla í hjólaferðum
Hvaða fólk er það sem helst fer
í hjólaferðir?
„Mest eru það Íslendingar á ald-
ursbilinu fjörutíu til sjötíu ára. Við
erum einnig með sérferðir fyrir
eldri borgara, 70 plús, en þá er
lögð áhersla á göngur fremur en
hjólatúra.“
Eruð þið í samstarfi við aðila er-
lendis?
„Já, að sjálfsögðu er það, en
mismikið eftir ferðum og oftast
eru það þá orðnir persónulegir vin-
ir okkar sem eru með okkur við
þetta og sem við treystum full-
komlega til góðra verka.“
Hvað þarf fólk að hafa með sér í
svona ferðalag?
„Fyrst og fremst er það góður
hjólafatnaður og það er farið vel
ofan í það með útbúnaðarlista á
fundum með farþegum fyrir hverja
ferð. Á hverjum stað eru leigð ný-
leg og vönduð hjól og þau valin
með tilliti til hæðar og skreflengd-
ar viðkomandi, svo að hver og einn
fær hjól við hæfi.“
Hvað er langt síðan þið fóruð að
bjóða upp á hjólaferðir?
„Það eru orðin tíu ár síðan við
hófum að bjóða líka upp á hjóla-
ferðir, en fyrirtækið er fimmtán
ára og áður buðum við eingöngu
upp á skíða- og gönguferðir á fjar-
lægum slóðum. Hjólaferðirnar hóf-
ust með því að við fundum áhuga
ferðafólks sem var í viðskiptum við
okkur á að bæta við slíkum ferð-
um. Við fórum fyrstu hjólaferðina
til Ítalíu en höfum síðan fært út
kvíarnar. Í sumar bjóðum við upp
á viku til ellefu daga ferðir og allar
ólíkar: Ein verður að norðurhluta
Gardavatnsins á Ítalíu og önnur
þar sem siglt verður á milli eyja í
Kvarner-flóanum í Króatíu með
skútu og hjólað svo um þær yfir
daginn. Í Austurríki verður hjólað
meðfram Dóná og svo verður ferð
sem við köllum Perlur Slóveníu.“
Eru þetta erfið ferðalög?
„Við leggjum meira upp úr því
að fólk komi með okkur til þess að
„njóta en ekki þjóta“ og okkar
ferðir eru hugsaðar fyrir „venju-
legt“ fólk til þess að upplifa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Það munu
vissulega falla einhverjir svita-
dropar en dagskrá hverrar ferðar
er samt aldrei allt of krefjandi og
reynt að tryggja að hver þátttak-
andi geti hjólað á sínum hraða og
eftir sinni getu. Það er haldið mjög
vel utan um hópana, sem er afar
mikilvægt.“
Gott að undirbúa sig og hjóla
Fer fólkið að skoða athyglis-
verða staði í leiðinni?
„Já, alla daga er eitthvað mark-
vert að sjá og við hverja þeirra
sem er get ég nefnt landslagið og
útsýnið þó svo að það segi ekki
Hjólað um
fjarlægar
slóðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hugur og hjarta Halldór Hreinsson,
hjá ferðaskrifstofu Íslandsvina.
Fjölbreytni „Hjólaferðir njóta sívaxandi vinsælda. Við erum komin með einar fjórar hjólaferðir á dagskrá, hverja
annarri skemmtilegri og þær höfða allar til ansi margra,“ segir Halldór um dagskrá Íslandsvina í sumar.
Halldór Hreinsson hjá Íslandsvinum er
með hugann fullan af hugmyndum sem
falla í kramið hjá ferðalöngum nær og fjær
Ævintýri „Ein verður að norðurhluta Gardavatnsins á Ítalíu og önnur þar
sem siglt verður á milli eyja í Kvarner-flóanum í Króatíu með skútu.“
SUMARIÐ
2015