Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 B 60 W Vinnslubreidd 550/650 Afköst 2200/2600 m2 Útskiptanlegur haus Hægt að nota keflabursta 600-1300 sn/mín eða diskabursta 180 sn/mín BR 35/12 C Vinnslubreidd 350/1400 mm/fm Hraði á bursta 700-1500 sn/mín BD 40/12 C Vinnslubreidd 385/1100 mm/fm Hraði á bursta 150 sn/mín BR 40/10 ADV Vinnslubreidd 400/400 mm/fm Hraði á keflabursta 1100 sn/mín Afkastamikil atvinnutæki fyrir allar gerðir gólfefna BD 50/40 RS Vinnslubreidd 508/2200 mm/fm Hraði á bursta 180 sn/mín Gólfþvottavélar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég tel nánast útilokað miðað við hvernig mál hafa þróast að við getum opnað höfuðstöðvar á Akureyri 1. júlí 2015,“ sagði Eyþór Björnsson fiski- stofustjóri að- spurður í gær um hvað liði undir- búningi flutnings höfuðstöðva Fiski- stofu til Akureyrar fyrir 1. júlí, eins og miðað hefur verið við. Hann sagðist ekki útiloka ef mál þróuðust hratt á næstu vikum að takast mætti að flytja hluta starfseminnar norður síðar á árinu. Eyþór vísar til þess að lagalegri óvissu hafi ekki verið eytt varðandi flutning stofnunarinnar og ráðherra ekki tekið formlega ákvörðun um flutninginn. Þá er Umboðsmaður Al- þingis með málið til skoðunar. Af starfsfólki hefur aðeins fiskistofustjóri tilkynnt að hann hyggist flytja með skrifstofum Fiskistofu til Akureyrar. Hægt hefur á undirbúningi Eyþór segir að í störfum verkefnis- stjóra og starfshóps um flutninginn hafi í haust verið reiknað með að málið yrði afgreitt með lagasetningu á Al- þingi fyrir jól. Sömuleiðis hafi á sama tíma verið unnið að þarfagreiningu og athugun á húsnæðismálum í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Þar sem málið hafi ekki verið afgreitt og ráðherra ekki tekið formlega ákvörð- un hafi hægst á þessari vinnu það sem af er ári og verkefnisstjórinn sé kom- inn til sinna fyrri starfa í forsætisráðu- neytinu. Eyþór segir að hann hafi greint starfsfólki Fiskistofu frá því fyrir jól að í ljósi þess að enn liggur ekki fyrir formleg ákvörðun um flutning stofn- unarinnar muni enginn starfsmaður þurfa að taka ákvörðun um að flytja til Akureyrar eða að öðrum kosti hætta hjá Fiskistofu á árinu 2015. Annir við fiskveiðiáramót Spurður hvort ekki sé hæpið að reikna með flutningi veigamikilla hluta starfseminnar næsta haust, en áramót í fiskveiðistjórnarkerfinu eru 1. september, segir Eyþór að þær ein- ingar starfseminnar sem mest koma að verkefnum tengdum fiskveiðiára- mótum verði ekki færðar á milli lands- hluta á sama tíma. Samtals eru 75 stöðugildi á Fiskistofu og þar af 43 á skrifstofunni í Hafnarfirði. „Ég hef miðað við að um 20 stöðu- gildi verði á Akureyri,“ segir Eyþór. Til að byrja með sá ég fyrir mér að við byrjuðum með lítinn hóp á Akureyri og síðan stækkaði hópurinn smám saman, en þetta yrði ekki gert með einni holskeflu. Eyþór dregur ekki dul á að erfitt hafi verið á Fiskistofu und- anfarið og óvissan hafi sett stofnunina í mjög erfiða stöðu, hvað varðar alla skipulagningu og framtíðaráætlanir. Frestun líkleg á flutningi Fiskistofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Starfsfólk Fiskistofu er ekki sátt við flutninginn til Akureyrar og mætti með áskorun í sjávarútvegsráðuneytið í byrjun síðasta mánaðar. Eyþór Björnsson  Nánast útilokað miðað við hvernig mál hafa þróast að við getum opnað á Akureyri 1. júlí 2015, segir fiskistofustjóri Mestur þungi 2015 » Í lok júní í fyrra kynnti Sig- urður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Ak- ureyri og flytja höfuðstöðvar þangað. Þá kom fram að stefnt væri að því að flutningum verði lokið í lok þessa árs. » Verkefnisstjórn um verk- efnið var sett á laggirnar og gerði m.a. tillögur um flutn- ingana. Í bréfi ráðherra til starfsmanna 10. september sl. segir að stefnt skuli að því að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015 og að flutningum ljúki eigi síðar en 1. janúar 2017. » Mestur þungi flutninganna verði 2015 en nánari útfærsla verði í höndum fiskistofu- stjóra. Í fyrirspurn á þingi fyrir jól spurði Birgitta Jónsdóttir Sigurð Inga Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra hvort hann teldi að lagaheimild þyrfti til að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði norð- ur til Akureyrar. Ef svo væri, hvar slíka heimild væri að finna í lögum. Ráðherra hefur svarað fyrir- spurninni og seg- ir að svarið sé já. Annars vegar hafi ráðherra talið ótvírætt að afla hafi þurft heimildar í fjárlögum til að standa undir kostnaði við fyrir- hugaðan flutning höfuðstöðva Fiski- stofu og boðaði í sumar að leitað yrði slíkra heimilda bæði í fjárlagafrum- varpi fyrir 2015 og einnig fyrir 2016. Tillögur þar að lútandi hafi verið samþykktar sem hluti af fjárlögum. Hins vegar sé staðan ekki eins ljós varðandi lagaheimild til að flytja stofnunina. Eftir að ráðherra hafi til- kynnt þau áform og boðað ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar hafi komið fram efa- semdir um að fullnægjandi lagaheim- ild væri fyrir hendi. Málið er rakið í svari ráðherra en síðan segir: Í Hafnarfirði en ekki Reykjavík „Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að höfuðstöðvar Fiskistofu eru í Hafnarfirði en ekki Reykjavík, og því alls ekki ljóst hvort sérstaka lagaheimild þurfi til að flytja þær frá Hafnarfirði til Akureyrar … Engu að síður ákvað ráðherra, eftir að umræddar efasemdir höfðu verið settar fram og til að taka af allan vafa um þetta atriði, að beita sér fyr- ir ótvíræðri lagaheimild til að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafn- arfirði til Akureyrar.“ Þá segir að forsætisráðherra hafi nú lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 115/ 2011, um Stjórnarráð Íslands, þar sem lagt er til að tekið verði upp á nýjan leik ákvæði frá 1999 um for- ræði ráðherra yfir staðsetningu stofnana, en frumvarpið fjalli einnig um ýmis önnur atriði. „Verði framangreint frumvarp forsætisráðherra að lögum mun það fela í sér ótvíræða heimild fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra til að taka ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Ak- ureyrar,“ segir í svari ráðherra. Ráðherra aflar lagaheimilda  Ótvíræð heimild í nýju lagafrumvarpi Sigurður Ingi Jóhannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.