Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 legum greiningum. Ástæðan er sú að skólayfirvöld gera iðulega kröfu um að læknisfræðileg greining liggi fyrir áður en fé er veitt í sérkennslu eða annan stuðning, segir Evald. Árið 2007 var biðlistinn á GRR orðinn fjögur ár, þá var farið í sér- stakt átaksverkefni til að létta á bið- inni og stóð það verkefni í rúm tvö ár. Frá 2007 til 2014 hefur fjöldi tilvísana á Greiningarstöðina verið á bilinu 280 til 384 á ári. Frávísanir hafa verið á bilinu 44 til 94 á ári. Í október síðast- liðnum var bið eftir athugun á fagsv- iði yngri barna á bilinu 4 til 12 mán- uðir en 10 til 14 mánuðir á fagsviði eldri barna, en til þess sviðs teljast 6 til 17 ára börn. Evald segir að 10 til 15% barna í hverjum árgangi séu með einhvers- konar vandamál á hverjum tíma sem þarf aðstoðar við. Um 5 til 6% úr hverjum árgangi er vísað á GRR sem er allt of hátt hlutfall að sögn Evalds, þangað eigi aðeins að koma alvarleg- asti hlutinn sem afmarkast við 3 til 4% barna úr árgangi. Þarf að efla 2. þjónustustig „Þetta endurspeglar það að 2. þjónustustigið þarf að vera öflugra. Það er fyrst og fremst sérfræðiþjón- usta á vegum sveitarfélaganna en inni í því er sálfræðiþjónusta í skól- um stór partur,“ segir Evald. Eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrir skömmu eru nú meira en 500 grunn- og leikskólabörn á biðlista eftir sál- fræðigreiningu á þjónustumiðstöðv- um Reykjavíkurborgar. „Við höfum verið að reyna að tala fyrir því í samstarfi við 2. stig að það sé ekki jafnmörgum vísað yfir á 3. stig en við komumst ekki leiðar okk- ar vegna þess að umræðan kemst aldrei á það plan innan stjórnkerf- isins að tekin sé ákvörðun eða skil- greint hvað á að fara inn á 3. stigið og hverju á að þjóna á 2. stigi,“ segir Evald. „Við erum alltaf að sinna fleir- um sem okkur finnst að ættu að fá þjónustu á 2. stigi. Þar er flott fag- fólk að vinna en krafan um læknis- fræðilega greiningu setur störfum þess ákveðnar takmarkanir. Hluti af vandamálinu er að fólki finnst að það verði að fá þessa formlegu stimpla frá GRR eða frá BUGL til þess að hægt sé með yfirveguðu ráði að krefjast sérstakra úrræða, sér- kennslu eða annarrar þjónustu fyrir barnið. Hluti af þörfum barnanna er skólatengdur, en samt skilyrðum við skólatengdar þarfir við læknisfræði- lega greiningu. Sú krafa gerir það að verkum að atburðarásin fyrir tiltekið barn verður hægari oft á tíðum og biðin eftir viðeigandi þjónustu of löng.“ Ofuráhersla lögð á læknis- fræðilega greiningu barna  Börn með sérþarfir í skólakerfinu fá ekki viðeigandi þjónustu strax vegna biðar eftir læknisfræðilegri greiningu  Skólayfirvöld vilja að greining liggi fyrir áður en fé er veitt í sérkennslu eða annan stuðning Morgunblaðið/Ásdís Sérþarfir „Hluti af þörfum barnanna eru skólatengdar, en samt skilyrðum við skólatengdar þarfir við læknis- fræðilega greiningu. Sú krafa gerir það að verkum að atburðarrásin fyrir tiltekið barn verður hægari oft á tíðum og biðin eftir viðeigandi þjónustu of löng,“ segir Evald Sæmundsen sviðsstjóri hjá GRR. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Læknisfræðileg greining er orðin að gjaldmiðli fyrir þjónustu við börn með sérþarfir í skólakerfinu að sögn Evalds Sæmundsen, sviðsstjóra rannsókna hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins (GRR). „Börnin fá ekki þjónustu vegna þess að greining er ekki komin, þrátt fyrir að heilmikið sé vitað um þarfir þeirra og hægt að hefjast handa strax. Hin langa bið eftir greiningu er því oft á tíðum óþörf,“ segir Evald. GRR er þjónustustofnun við börn og unglinga sem þurfa sérhæfðar at- huganir, íhlutun og ráðgjöf sem er ekki á færi sveitarfélaga eða stofnana í nærumhverfi að veita. Þjónusta við greiningu barna skiptist í þrjú stig, eftir sérhæfingu þjónustunnar og aðgengi að henni. Til fyrsta stigsins telst almenn heil- brigðisþjónusta og almennt mennta- og velferðarkerfi, annað stigið felur í sér sérhæfðari heilbrigðisþjónustu og sérhæfðari mennta- og velferð- arþjónustu eftir greiningu á þörfum, þriðja og sérhæfðasta stigið eru GRR og Barna- og unglingageðdeild LSH auk sérhæfðari heilbrigðis- þjónustu á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Til að fá þjónustu á þriðja stigi þarf oftast tilvísanir eða frumathuganir sem sýna að þörf sé sérhæfðra athugana og meðferðar á þriðja stigi. Tilvísunum frá skólum fjölgar Á undanförum fimm árum hefur GRR þurft að vísa 400 börnum frá. Ástæðan er þröngur fjárhagur, mannekla og fjölgun tilvísana. Tilvís- anirnar koma aðallega úr skólakerf- inu en sú aukning verður m.a. til vegna eftirspurnar eftir læknisfræði- Alls söfnuðust 2,6 milljónir króna til Slysavarnafélags- ins Landsbjargar í þriggja daga átaki sem Olíuverslun Íslands stóð fyrir á dög- unum en þá runnu fimm krónur af hverjum lítra til Landsbjargar þegar keypt var bensín eða dísel hjá Olís eða ÓB. Í frétt frá Olís þakkar Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri fyrirtæksins, viðskiptavinum frábærar við- tökur og þann stuðning sem þeir sýndu Landsbjörg þessa daga. Hann stóð sjálfur þjónustuvaktina ásamt Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og dældu þeir eldsneyti á bifreið- ir. Jón Svanberg tók við ávísuninni og þakkaði um leið Olís fyrir framtakið og landsmönnum fyrir góðan stuðning. Styrktu Landsbjörg um 2,6 milljónir Útgáfufagnaður verður í Seltjarn- arneskirkju í dag klukkan 17 í til- efni af útkomu bókarinnar „Áhrifasaga Saltarans“ eftir dr. Gunnlaug A. Jónsson. Höfundurinn mun fjalla um til- urð verksins og Grétar Halldór Gunnarsson fjallar um bókina. Eygló Rúnarsdóttir og Friðrik Vignir Stefánsson flytja tónlist. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar. „Áhrifasaga Salt- arans“ til umræðu Gunnlaugur A. Jónsson Ingvar Þór Jóhannesson og Einar Hjalti Jensson hafa verið ráðnir landsliðsþjálfarar íslensku landslið- anna á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Laugardalshöll 13.-22. nóvember næstkomandi. Ingvar Þór verður landsliðs- einvaldur a-liðsins í opnum flokki en Einar Hjalti verður landsliðs- einvaldur kvennaliðsins. Guðlaug Þorsteinsdóttir verður Einari Hjalta til aðstoðar og honum innan handar, segir í fréttabréfi Skák- sambands Íslands. Evrópumót landsliða er eitt um- fangsmesta verkefnið sem Skák- samband Íslands hefur ráðist í frá upphafi. Tveir nýir landsliðs- þjálfarar í skák Evald segir að aukið algengi ým- issa taugaþroska- og geðraskana ýki svo vandann. „Það er aukin þekking á þessum frávikum og því eru þau fleiri, en svo erum við líka farin að daðra við að setja grein- ingar á mannlegan breytileika, sem er vondur staður að vera á.“ Evald upplifir það þannig að of- uráhersla sé á greiningu og að stimpillinn sé aðgangur að þjón- ustu. „Það er ekki þar með sagt að greiningin sé óþörf, langt því frá, en stundum liggja það mikl- ar upplýsingar fyrir að það er hægt að hefjast handa miklu fyrr með að veita barninu þjónustu eftir þörfum.“ Greina mannlegan breytileika VANDINN ÝKTUR Evald Sæmundsen Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.