Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 73
Samkvæmt formúlunni um
starfsframa háskólamanna átti
Eggert auðvitað að setjast yfir
doktorsverkefni og helst ekki líta
upp fyrr en hann hefði varið rit-
gerð sína. En hann hafði allt of
margt þarft og skemmtilegt að
gera til að mega vera að því. Árið
2000 sendi hann frá sér sérkenni-
lega glæsilega bók um það sem
við höfðum haldið að væri dokt-
orsritgerðarefnið, líf Reykvík-
inga sem bjuggu í hermanna-
bröggum á áratugunum eftir
síðari heimsstyrjöld. Það tók
tíma að átta sig á að þar lagði
hann fram frumlegra rannsókn-
arverk en mörg doktorsritgerðin
er; hann hafði þróað með sér
leikni í að miðla sögu til almenn-
ings án þess að slá af fræðilegum
kröfum og með því að halda jafn-
vægi á milli texta og mynda.
Þennan leik endurtók hann á yf-
irgripsmeiri hátt á síðasta ári
með bók um sveitabúskap í
Reykjavík á 20. öld, rit sem
myndar skemmtilega hliðstæðu
við braggabókina. Er þá fátt eitt
talið af ritverkum Eggerts.
Eins og nærri má geta átti
Eggert ekki greiða leið í fasta
stöðu við háskóla með því að fara
svona að. En hann lét ekki stöðva
sig. Hann mótaði námsgreinina
hagnýta menningarmiðlun á
meistarastigi, lagði til hennar þá
kunnáttu sem hann hafði þróað í
sögumiðlun og tíndi saman fróð-
leik og leikni í öðrum menning-
argreinum. Hann aflaði jafnvel
fjár til þessarar starfsemi, nógu
mikils til þess að Háskóli Íslands
hlaut að taka við henni. Árið 2006
varð Eggert lektor og síðan dós-
ent og prófessor í þessari grein.
Þannig skapaði hann einn af
skemmtilegustu vaxtarbroddum
Háskóla Íslands sem enn hefur
sprottið þar á 21. öldinni.
Hörmulegt er að hann skyldi
ekki fá að njóta hans lengur. En
þannig var Eggert; hann hafði
náð marki, og hann nam aldrei
staðar til lengdar. Kannski á há-
skólaheimurinn eftir að læra af
dæmi hans eitthvað um að meta
verk þeirra sem hugsa upp eigin
leiðir.
Gunnar Karlsson.
Við sem skrifum þessar línur
eigum það sameiginlegt að hafa
verið í námi í sagnfræði og miðl-
un sögu hjá Eggerti Þór Bern-
harðssyni, en nám hjá honum fól
oftar en ekki í sér viðamikil sam-
starfsverkefni við fyrirtæki og
stofnanir. Eggert var hugumstór
eldhugi. Hann hafði mikil áhrif á
okkur öll og var einstaklega gef-
andi í samstarfi. Hann sá ekki
vandamál þegar kom að miðlun
sögunnar en gat bent á margar
leiðir. Í fyrstu virtist hann um
margt óbilgjarn og smámuna-
samur í aðferðafræðunum, en
þegar eldskírn fyrstu áfanga í
náminu lauk var hann umhyggju-
samur og hvetjandi og gerðist þá
samverkamaður og leiðbeinandi í
senn. Hann hafði einstakt lag á
að virkja fólk með sér. Eftir-
minnilegt var að vinna með Egg-
erti að sýningu um sjötta áratug-
inn í Árbæjarsafni, en hann sagði
að sjötti áratugurinn hefði verið
sitt uppáhaldstímabil og Reykja-
vík sinn uppáhaldsstaður. Einnig
var unnið að bók um Landsbanka
Íslands og að sögusýningu um
Íslandsbanka á 27 stöðum vítt og
breitt um landið, einhverju
stærsta sýningaverkefni á land-
inu fyrr og síðar. Stofnun náms-
brautar í hagnýtri menningar-
miðlun var rökrétt framhald af
þessum verkefnum. Eggert
kynnti okkur áform sín á selluf-
undi á Hótel Borg 2006. Úr varð
að við gerðumst sum hver eins-
konar tilraunadýr til að koma
námsbrautinni á laggirnar og tvö
okkar urðu meðal þeirra fyrstu
til að útskrifast.
Eggert var vinur vina sinna,
hvort sem þeir voru nemendur,
kennarar eða náminu óviðkom-
andi. Þó hann væri mikill vinnu-
þjarkur kunni hann að gera sér
glaðan dag við verkalok. Eftir-
minnileg eru samkvæmi heima
hjá þeim Þórunni. Þar var etið,
dansað og sungið „hæ, hó, jibbý
jei“, sem var nokkurs konar ein-
kennisstef Eggerts er fjörið náði
hámarki. Þegar Eggert varð
fimmtugur árið 2008 hélt hann
afmælishóf í Iðnó. Þar kom ræki-
lega fram hvað hann var vin-
margur og skemmtilegur.
Við munum sakna góðs vinar
og allra skemmtilegu samræðn-
anna sem við áttum við Eggert.
Við vottum móður Eggerts, Þór-
unni konu hans og sonum þeirra
og sonardóttur okkar dýpstu
samúð. Minningin um góðan
dreng lifir.
Hjörtur Hjartarson,
Ólafur J. Engilbertsson
og Sigríður Bachmann.
Þegar við vorum við nám í
sagnfræði við HÍ á árunum upp
úr 2000 var Eggert Þór Bern-
harðsson okkar maður. Hjá hon-
um mátti gjörla sjá að hann hafði
víðari sýn á fræðin en aðrir hvað
varðaði umfjöllunarefni, efnistök
og aðferðir og hann hafði því
ótvírætt aðdráttarafl á nemend-
ur.
Við sóttum hjá honum ýmis
námskeið sem fólu meðal annars
í sér gerð heimildarmynda og
uppsetningu sögusýningar á Ár-
bæjarsafni, og nutum leiðsagnar
hans í BA-ritgerðarskrifum.
Eggert var ekki síður merki-
legur fræðimaður og eftir hann
liggja mörg verk sem munu lifa
um ókomna tíð. Í þeim skín í
gegn sú ástríða sem hann hafði
fyrir viðfangsefnum sínum og hin
ótrúlega mikla vinna sem lá þeim
að baki. Hans áhersla og aðal-
mottó voru alla tíð „sagan til
fólksins“ og það var ekki aðeins í
verkum hans sem það sást, held-
ur líka í kennslunni þar sem
hann hvatti nemendur sífellt til
þess að hugsa um upplifun við-
takanda þegar sagan var sögð, í
hvaða miðli sem varð fyrir val-
inu.
Eggert var líka bráðskemmti-
legur maður og gaman að sækja
heim í litlu skrifstofuskonsuna í
kjallara Gamla Garðs þar sem
öllu ægði saman en allt var þó á
sínum stað þegar eftir var leitað.
Hann var allt í senn fróður, gef-
andi og skemmtilegur en ekki
síður hughreystandi og ráðagóð-
ur þegar á móti blés í verkefna-
vinnu. Hann hafði áhrif á okkur
alla og í hans tilfelli sannaðist að
góðir kennarar geta breytt
miklu, en frábærir kennarar geta
breytt heilmiklu.
Það er sjónarsviptir að manni
eins og Eggerti, en missir fjöl-
skyldunnar er þó mestur. Þeim
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Höskuldur Daði Magnússon,
Þór Tjörvi Þórsson
og Þorgils Jónsson.
Það var mikið reiðarslag að
heyra um fráfall Eggerts Þórs á
síðasta degi ársins 2014, þetta
var dapur endir á því annars
góða ári í samstarfi okkar Egg-
erts.
Kynni okkar Eggerts hófust
fyrir um 25 árum þegar við unn-
um saman að verkefni fyrir
Sögufélagið, en nokkru áður,
þegar ég var að ljúka námi í
sagnfræði, hafði ég tekið eftir
honum uppi í Árnagarði, þar sem
mér fannst hann nokkuð áber-
andi. Þar stofnaði hann knatt-
spyrnufélag ásamt öðrum nem-
endum í sagnfræði og kallaði það
Hið íslenska fótboltafélag. Ég
náði því miður ekki að spila með
þeim þá, en var tekinn seinna inn
í félagið.
Eftir kynni okkar Eggerts hjá
Sögufélaginu hófst óslitið sam-
starf okkar við útgáfu bóka eða
sýninga sem hann fól mér að
hanna, alveg þangað til hann féll
frá.
Þegar horft er til baka voru
þau mörg verkefnin sem við unn-
um saman. Þau sem helst koma
upp í hugann eru kannski Saga
Íslandsbanka, Saga Landsbank-
ans og sýning í tilefni 100 ára af-
mælis Háskóla Íslands.
Sveitin í sálinni var okkar síð-
asta verkefni s.l. haust. Eins og
oft áður var þetta verkefni unnið
undir álagi og tímapressu en
samstarf okkar var þess eðlis að
við létum ekkert trufla okkur.
Ég held að lykillinn að þessu
góða samstarfi hafi verið það að
við vorum með svipaðan húmor
og lífssýn. Eggert vildi að þessi
Reykjavíkurbók yrði sú glæsi-
legasta af þeim bókum sem hann
hafði unnið að. Á vissu stigi í
vinnuferli bókarinnar vantaði
hann tilfinnanlega myndir til að
geta klárað ákveðna kafla. Það
var því ógleymanlegt að sjá hann
storma inn á skrifstofuna ljóm-
andi af gleði með bunka af ljós-
myndum úr fjölskyldualbúmum
undir hendinni. Í fyrstu fannst
mér þessar myndir ekki merki-
legar en hann sýndi mér hvernig
mætti lesa úr þeim þá sögu sem
hann var að leita að. Þessar
myndir og fræðandi texti Egg-
erts gerðu þessa bók að því
glæsiriti sem hann stefndi að.
Ég held að Eggert hafi fundið
draumastarfið í Hagnýtri menn-
ingarmiðlun sem hann veitti for-
stöðu. Ég var svo lánsamur að
taka aðeins þátt í því með honum
sem gestafyrirlesari um grafíska
hönnun og aðstoð við mat á próf-
verkefnum.
Eggert átti svo margt eftir
ógert þegar hann féll frá, og var
hann þegar farinn að huga að
næstu bók um Reykjavík sem
hann áætlaði að kæmi út eftir
fimm ár.
Það var alltaf gott að getað
leitað til Eggerts vegna verkefna
sem ég hef unnið að í gegnum
tíðina, alltaf var hann tilbúinn að
miðla upplýsingum og aðstoða.
Ég held að það skarð sem
Eggert lætur eftir sig sé vand-
fyllt.
Ég votta fjölskyldu Eggerts
Þórs alla mína samúð á þessari
sorgarstundu.
Guðjón Ingi Hauksson.
Mig langar til að skrifa nokkur
kveðjuorð um elskulegan frænda
minn og lærimeistara, Eggert
Þór Bernharðsson sagnfræðing,
sem lést skyndilega sl. gamlárs-
dag, þann 31. desember 2014.
Eggerti kynntist ég haustið
2006 þegar ég settist á skólabekk
í hagnýtri menningarmiðlun við
Háskóla Íslands en námið bygg-
ist á þverfaglegu samstarfi með
það að markmiði að tengja sam-
an íslenska sögu og menningu og
opna nemendum nýjar leiðir í
miðlun rannsókna sinna og þekk-
ingar.
Eggert gerði sagnfræðina að
ævistarfi enda hafði hann ein-
staka hæfileika til að fanga hana
og miðla. Sem dæmi má nefna
sögu Reykjavíkur í tveimur bind-
um, í bókinni Undir Bárujárns-
boga sem kom út árið 2000 sem
lýsir sögu braggabyggðar í
Reykjavík á árunum 1940-1970
og nú síðast í bókinni Sveitin í
sálinni en í þá bók eyddi Eggert
miklum tíma að skoða og rann-
saka ljósmyndir sem voru á aðra
milljón að tölu og er eitt falleg-
asta rit sem ég hef augum litið.
Kom sú bók út fyrir síðastliðin
jól við mikinn fögnuð bókaunn-
enda.
Nemendahópurinn var sá
fyrsti til að nema námsgreinina
hér á landi, því fylgdi ákveðin
gleði og eftirvænting að vera
hluti að þeim hóp sem var þarna
samankominn og má segja að frá
fyrsta degi hafi mér aldrei leiðst
námið einn einasta dag enda bjó
Eggert yfir hrífandi frásagnar-
gáfu sem gæddi sögurnar og
minningar um fólk og staðhætti á
Íslandi lífi, þar sem við síðar
sóttum hugmyndir að miðlunar-
verkefnum fyrir menningararf-
inn. Lagði hann mikið upp úr því
að sýna gömlum húsum, nytja-
hlutum og ljósmyndum virðingu
þar sem þar væri á ferðinni mik-
ilvægur fjársjóður sem miðla
yrði áfram. Sameiginlegur áhugi
okkar á að grúska í gömlum ljós-
myndum og albúmum er dýrmæt
minning. Í náminu heimsóttum
m.a. fjölda safna, sýninga og
setra. Minningin um heimsókn-
ina í Siggubæ í Hafnarfirði er
þar ofarlega í minningunni þar
sem stærðarhlutföll bæjarins
einkenndust af mínimalisma og
nytsemin sem þar hafði verið
höfð í hávegum, dyggðir sem
þekkjast vart í neyslusamfélagi
samtímans. Heimsóknin varð
mér seinna meir viðfangsefni í
kynningarmyndbandagerð sem
ég vann fyrir Byggðasafn Hafn-
arfjarðar.
Eggerti verð ég ævinlega
þakklát fyrir alla leiðsögnina og
samveruna. Mitt í sorginni er
það huggun harmi gegn að minn-
ing um góðan dreng mun lifa
áfram og henni skal miðlað
áfram í anda Eggerts sem var
ekki einungis einstakur læri-
meistari heldur mikill fjölskyldu-
maður og náinn eiginkonu sinni,
börnum sínum og barnabarni.
Þeim votta ég mína dýpstu sam-
úð. Megi ljós, kærleikur og friður
umlykja þau á þessari erfiðu
stundu.
„Örlög ráða för.“
Ljúfur Drottinn lífið gefur, –
líka misjöfn kjör, –
og í sinni hendi hefur
happ á tæpri skör.
Feigðin grimm um fjörið krefur, –
fátt er oft um svör.
Enginn veit hver annan grefur, –
örlög ráða för.
En ég veit að orðstír lifir,
ást og kærleiksþel.
Sá, sem ræður öllu yfir
æ mun stjórna vel.
Vítt um geim, um lífsins lendur,
lofuð séú hans verk.
Felum okkur í́ hans hendur
æðrulaus og sterk.
(Ómar Þ. Ragnarsson)
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir.
„„Dáinn, horfinn!“ Harma-
fregn.“ Þessi upphafsorð erfi-
ljóðs Jónasar Hallgrímssonar
eftir vin sinn Tómas Sæmunds-
son hafa leitað á mig frá því ég
frétti lát Eggerts Þórs Bern-
harðssonar að morgni síðasta
gamlársdags. Vinur og sam-
starfsmaður til margra ára var
fallinn í valinn fyrir aldur fram,
og það er erfitt að sætta sig við
þann dóm þótt lítt þýði að deila
við dómarann.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar Eggert hóf nám í sagn-
fræði við Háskóla Íslands fyrir
rúmum þremur áratugum. Hann
skar sig strax úr hópnum; dökk-
ur yfirlitum, svipmikill, bros-
mildur, og mælskur. Hann vald-
ist fljótt til forystu, fyrst meðal
sagnfræðinema og síðar í Sagn-
fræðingafélagi Íslands. Það var
ekki áhugi á vegtyllum sem
knúði Eggert áfram, heldur ein-
lægur vilji til að hafa áhrif á það
hvernig sagnfræðin var iðkuð og
kennd á Íslandi. Þessu kynntist
ég vel þegar við unnum saman
með hópi ungra sagnfræðinga að
útgáfu nýs tímarits á vegum
Sögufélags um miðjan 9. áratug-
inn. Eggert var bæði heilinn og
hjartað í útgáfunni, en með tíma-
ritinu vildi hann bæði miðla
sagnfræðinni á nýjan hátt til al-
mennings og vekja umræður á
milli fræðimanna um hin ýmsu
álitaefni í fræðunum.
Viðhorf Eggerts til sagnfræð-
innar birtust vel í brautryðjenda-
verki hans um Sögu Reykjavík-
ur. Þungamiðjan í verkinu var
ekki saga stofnana, einstakra
forystumanna eða hagþróunar,
heldur daglegt líf fólks og dæg-
urmenning. Ljósmyndir skipuðu
líka veglegan sess í verkinu –
ekki sem skraut eins og oft vill
brenna við í sagnfræðiritum
heldur sem mikilvæg leið til að
miðla sögunni til lesenda. Hér
var því sannarlega ný saga á
ferð.
Leiðir okkar Eggerts lágu aft-
ur saman þegar ég kom til
kennslu við sagnfræðiskor Há-
skóla Íslands haustið 1991. Hann
hafði þá sinnt stundakennslu um
nokkra hríð, og var þá þegar orð-
inn ómissandi í starfi skorarinn-
ar. Sá hann um árabil að mestu
um alla aðferðafræðikennslu á
fyrsta ári grunnnámsins í sagn-
fræði, og mótaði þannig um ára-
bil stóran hóp nýrra sagnfræði-
nema. Það var þó varla fyrr en
með stofnun námsleiðar í hag-
nýtri menningarmiðlun haustið
2006 sem Eggert komst á rétta
hillu í Háskólanum. Námið var
algerlega hans hugarfóstur, en
með undraverðri elju og útsjón-
arsemi tókst honum að byggja
upp nám sem vakti athygli, enda
bæði hagnýtt og skapandi í senn.
Árangurinn var ekki síður eft-
irtektarverður fyrir þá sök að
Eggert gegndi mikilvægum
trúnaðarstörfum fyrir skólann á
sama tíma og hann kom menn-
ingarmiðluninni á legg.
Afreksverk Eggerts Þórs sem
kennara og fræðimanns eru
mörg, en ég minnist hans þó
fyrst og fremst sem góðs félaga.
Viðmót hans var einstaklega
hlýtt og brosið milt. Hann var
hrókur alls fagnaðar í fjölmenni,
en naut sín þó best í góðra vina
hópi. Fáir áttu sér tryggari vini,
enda var hann þeim trúr, stoð og
stytta þegar á reyndi. Það leyndi
sér heldur ekki að hann var mik-
ill fjölskyldumaður og hugur
okkar sem nutum þeirra forrétt-
inda að vinna með Eggerti er því
með Þórunni og fjölskyldunni á
þessari sorgarstundu.
Guðmundur Hálfdanarson.
Fregnin af fráfalli Eggerts
Þórs Bernharðssonar var harma-
fregn fyrir okkur bekkjarsystk-
ini hans úr Menntaskólanum við
Sund. Við höfum fylgst með Egg-
erti gegnum árin, miklum afköst-
um hans og velgengni nýju bók-
arinnar um Sveitina í sálinni.
Fleiri stórvirki hefur hann unnið
á sviði sagnfræði og menningar-
miðlunar. Hann var sagnfræð-
ingur af guðs náð og hafði óbil-
andi áhuga á sögu og
bókmenntum. Ótímabært og
skyndilegt fráfall hans er því öll-
um mikill missir. Strax á
menntaskólaárunum var áhugi
hans á bókmenntum og sagn-
fræði orðinn mikill, hann var rit-
fær og byrjaður að skrifa smá-
sögur og yrkja ljóð undir nafninu
Eggþór. Eggert var góður náms-
maður, metnaðarfullur og kapp-
samur í öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur. Góða kímnigáfu
hafði Eggert og gaman af að
spyrja kennara út úr og reka þá
á gat. Eggert var einn fárra
bekkjarsystkina okkar sem áttu
bíl og keyrði um á rauðum Saab.
Hann var svarthærður, alltaf
svartklæddur og var oft í gamni
kallaður Eggert hinn svarti.
Hann var virkur í félagslífi
bekkjarins og ófá kökukvöld,
spilakvöld og bekkjarpartí voru
haldin á Frakkastígnum, þar
sem móðir hans og fósturfaðir
opnuðu heimili sitt fyrir okkur
bekkjarfélögunum.
Félagslegur áhugi hans var
því ávallt fyrir hendi og hans
drifkraftur leiddi til þess að ým-
iss konar skemmtanir voru
skipulagðar, s.s. spilakvöld og
lærdómskvöld þar sem bekkjar-
félagar hittust m.a. á kvöldin til
læra saman stærðfræði.
Að leiðarlokum viljum við
bekkjarfélagarnir senda fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Eggerts Þórs Bern-
harðssonar.
Samstúdentar úr 4.R. 1978,
Ásta, Björk, Elín, Elsa,
Páll, Sigríður, Svanhildur
og Tryggvi.
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
KARLS ELÍASAR KARLSSONAR.
Guðfinnur Karlsson, Jóna Kristín Engilbertsdóttir,
Jón Karlsson,
Karl Sigmar Karlsson, Guðrún Sigríks Sigurðardóttir,
Erla Karlsdóttir, Þórður Eiríksson,
Kolbrún Karlsdóttir,
Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Magnússon,
Halldóra Ólöf Karlsdóttir, Svavar Gíslason,
Jóna Svava Karlsdóttir, Sveinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ODDNÝ EGILSDÓTTIR,
Garðakoti,
Hjaltadal,
lést á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
sunnudaginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Hóladómkirkju laugardaginn 17. janúar
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Viðvíkurkirkjugarði.
.
Börn, tengdabörn og ömmubörn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
MAGNÚS GUÐJÓN S. JÓNSSON
sjómaður,
Birkihvammi 5,
Hafnarfirði,
sem lést á Landakotsspítala föstudaginn
9. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 19. janúar kl. 13.00.
.
Guðmundur Jónsson, Ásdís Jónsdóttir,
Jóna Jónsdóttir, Þorsteinn Svavarsson
og frændsystkini.