Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 40

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 40
MOSFELLSBÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mosfellsbær er staður hesta- mennskunnar. Í tímans rás hefur verið nokkuð um að fólk flytjist í bæinn gagngert í því skyni að geta stundað þar íþrótt sína, sem Mos- fellingar búa vel að. Í dag eru um 800 manns í Hestmannafélaginu Herði og nýtir það fólk sér aðstöð- una á Varmárbökkum, en upp- bygging þar hófst í kringum 1970. Í dag er Harðarsvæðið fullbyggt og því er nú lögð áhersla á að fá skipulagt svæði undir fleiri hest- hús, að sögn Jónu Dísar Braga- dóttur, formanns Harðar og vara- formanns Landssambands hestamanna. Eigum knapa í fremstu röð „Margt þarf að fara saman svo starf hestamannafélags og að- staða sé í samræmi við kröfur dagsins í dag. Okkur hefur að minni hyggju tekist ágætlega að koma þar til móts við fólk,“ segir Jóna Dís. Hún telur mikilvægt að góðir og vel tengdir reiðvegir liggi frá hesthúsahverfum og í þeim þurfi að vera góð reiðgerði, reið- höll, félagsheimili og keppnisvellir. Jafnframt þurfi hvert félag að vera með fræðslustarf og reið- námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðið fólk. Allt þetta sé til stað- ar í Mosfellsbæ. „Við höfum verið útnefnd sem fyrirmyndarfélag innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og erum stolt af því. Hjá okkur starfa vel menntaðir reiðkennarar og höfum við verið í fararbroddi í reiðþjálfun fatlaðra og hlotið margar viðurkenningar fyrir. Fremstar í þeirri þjálfun eru þær Berglind Inga Árnadóttir og Hólmfríður Halldórsdóttir,“ segir Jóna Dís. Hún segir sömuleiðis vel staðið að æskulýðsstarfinu og unga fólkið hafi staðið sig vel á keppnisbrautinni. Þá var Reynir Örn Pálmason Harðarfélagi til- efndur í tveimur flokkum á uppskeruhátíð hestamanna á dög- unum og jafnframt valinn íþrótta- knapi ársins 2014. „Nú í haust var svo stofnaður hjá Herði, hestaíþróttaklúbbur en hann hefur það að markmiði að gera hestamennskuna að heils- ársíþrótt og erum við frumkvöðlar í því að leyfa krökkum að stunda Formaður Starf og aðstaða sé í samræmi við kröfur dagsins, segir Jóna Dís. 800 hestamenn eru  Hestamannabær og góð aðstaða á Varmárbökkum  Öflugt starf leiðir af sér auknar kröfur Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 9.000 íbúa. Sveitarfélagið er land- mikið og spannar um 220 ferkíló- metra. Byggðarþróunin hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsam- félags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjöl- breyttri og fallegri náttúru bæj- arfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir úti- vistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju. Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæj- arbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er að- staða til íþróttaiðkana betri. At- vinnusaga bæjarins er á margan hátt sérstök og má þar nefna viða- mikla ullarvinnslu og kjúklinga- rækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið. Þá hefur menning um langt árabil skipað stóran sess í bæjarlífinnu. (Heimild: mosfellsbaer.is). Mosfellsbær er eftirsótt blanda af sveit og borg  Sjöunda stærsta bæjarfélagið á Íslandi Mannvirki sem minnir einna helst á geimskip vekur athygli þegar farið er úr Grafarholtinu í Reykjavík og þaðan að fjallabaki niður að Reykjum í Mosfellsbæ. Þarna er jarðstöðin Skyggnir, þar sem eru stórir skermar og annar búnaður sem nemur sendingar ut- an úr himingeimnum. Stærsti skermurinn var tekinn niður fyrir nokkrum árum, enda hefur hlut- verk stöðvarinnar breyst með nýrri tækni. Skyggnisstöðin, sem nú er í eigu Mílu ehf., þótti mikið undra- verk á sínum tíma. Hún var reist í kringum 1979, en þá var síma- samband Íslendinga við útlönd nær eingöngu í gegnum gervi- hnetti. Nú er tenging þessi hins vegar að mestu í gegnum sæ- strengina Farice og Cantat. Eigi að síður hefur Skyggnir enn nokkurt hlutverk, en þar eru út- sendingar erlendra sjónvarps- stöðva mótteknar, til dæmis BBC, Sky, CNN og fleiri. Merki þeirra er svo aftur miðlað áfram um stafræna gagnavegi landsins til sjónvarpsáhorfenda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skyggnir Jarðstöðin tilkomumikla stendur austan við Úlfarsfellshlíðar. Geimskipið við fjallið  Sjónvarpssendingar af himnum ofan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.