Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 40

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 40
MOSFELLSBÆR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mosfellsbær er staður hesta- mennskunnar. Í tímans rás hefur verið nokkuð um að fólk flytjist í bæinn gagngert í því skyni að geta stundað þar íþrótt sína, sem Mos- fellingar búa vel að. Í dag eru um 800 manns í Hestmannafélaginu Herði og nýtir það fólk sér aðstöð- una á Varmárbökkum, en upp- bygging þar hófst í kringum 1970. Í dag er Harðarsvæðið fullbyggt og því er nú lögð áhersla á að fá skipulagt svæði undir fleiri hest- hús, að sögn Jónu Dísar Braga- dóttur, formanns Harðar og vara- formanns Landssambands hestamanna. Eigum knapa í fremstu röð „Margt þarf að fara saman svo starf hestamannafélags og að- staða sé í samræmi við kröfur dagsins í dag. Okkur hefur að minni hyggju tekist ágætlega að koma þar til móts við fólk,“ segir Jóna Dís. Hún telur mikilvægt að góðir og vel tengdir reiðvegir liggi frá hesthúsahverfum og í þeim þurfi að vera góð reiðgerði, reið- höll, félagsheimili og keppnisvellir. Jafnframt þurfi hvert félag að vera með fræðslustarf og reið- námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðið fólk. Allt þetta sé til stað- ar í Mosfellsbæ. „Við höfum verið útnefnd sem fyrirmyndarfélag innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og erum stolt af því. Hjá okkur starfa vel menntaðir reiðkennarar og höfum við verið í fararbroddi í reiðþjálfun fatlaðra og hlotið margar viðurkenningar fyrir. Fremstar í þeirri þjálfun eru þær Berglind Inga Árnadóttir og Hólmfríður Halldórsdóttir,“ segir Jóna Dís. Hún segir sömuleiðis vel staðið að æskulýðsstarfinu og unga fólkið hafi staðið sig vel á keppnisbrautinni. Þá var Reynir Örn Pálmason Harðarfélagi til- efndur í tveimur flokkum á uppskeruhátíð hestamanna á dög- unum og jafnframt valinn íþrótta- knapi ársins 2014. „Nú í haust var svo stofnaður hjá Herði, hestaíþróttaklúbbur en hann hefur það að markmiði að gera hestamennskuna að heils- ársíþrótt og erum við frumkvöðlar í því að leyfa krökkum að stunda Formaður Starf og aðstaða sé í samræmi við kröfur dagsins, segir Jóna Dís. 800 hestamenn eru  Hestamannabær og góð aðstaða á Varmárbökkum  Öflugt starf leiðir af sér auknar kröfur Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 9.000 íbúa. Sveitarfélagið er land- mikið og spannar um 220 ferkíló- metra. Byggðarþróunin hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsam- félags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjöl- breyttri og fallegri náttúru bæj- arfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir úti- vistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju. Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæj- arbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er að- staða til íþróttaiðkana betri. At- vinnusaga bæjarins er á margan hátt sérstök og má þar nefna viða- mikla ullarvinnslu og kjúklinga- rækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið. Þá hefur menning um langt árabil skipað stóran sess í bæjarlífinnu. (Heimild: mosfellsbaer.is). Mosfellsbær er eftirsótt blanda af sveit og borg  Sjöunda stærsta bæjarfélagið á Íslandi Mannvirki sem minnir einna helst á geimskip vekur athygli þegar farið er úr Grafarholtinu í Reykjavík og þaðan að fjallabaki niður að Reykjum í Mosfellsbæ. Þarna er jarðstöðin Skyggnir, þar sem eru stórir skermar og annar búnaður sem nemur sendingar ut- an úr himingeimnum. Stærsti skermurinn var tekinn niður fyrir nokkrum árum, enda hefur hlut- verk stöðvarinnar breyst með nýrri tækni. Skyggnisstöðin, sem nú er í eigu Mílu ehf., þótti mikið undra- verk á sínum tíma. Hún var reist í kringum 1979, en þá var síma- samband Íslendinga við útlönd nær eingöngu í gegnum gervi- hnetti. Nú er tenging þessi hins vegar að mestu í gegnum sæ- strengina Farice og Cantat. Eigi að síður hefur Skyggnir enn nokkurt hlutverk, en þar eru út- sendingar erlendra sjónvarps- stöðva mótteknar, til dæmis BBC, Sky, CNN og fleiri. Merki þeirra er svo aftur miðlað áfram um stafræna gagnavegi landsins til sjónvarpsáhorfenda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skyggnir Jarðstöðin tilkomumikla stendur austan við Úlfarsfellshlíðar. Geimskipið við fjallið  Sjónvarpssendingar af himnum ofan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.