Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 38
38 Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Frá og með deginum í dag og næstu átta vikurnar býðst lesendum Morg- unblaðsins að slást í för með blaða- mönnum og ljósmyndurum blaðsins í Heimsókn á höfuðborgarsvæðið þar sem víða verður komið við. Fjallað verður um einkenni sveitarfélaganna á svæð- inu og hverfanna í Reykjavík, mannlíf, at- vinnulíf, menningu og listir, skóla, skipulags- mál, verslanir og þjón- ustu, velferðarmál og fleira. Þessi heimsókn fylgir í kjölfar greinaflokksins Á ferð um Ísland 2014 á haustmánuðum í fyrra og 100 daga ferðarinnar um landið í hittifyrra, en hún var farin í tilefni af aldarafmæli blaðsins. Verða efnistökin svipuð og þar, blanda af viðtölum, fréttum og frásögnum og ýmiss konar fróðleik. Í Heimsókn á höfuðborgarsvæðið verður svæðinu skipt í fimmtán hluta. Fyrst verða heimsótt sveit- arfélögin fimm í nágrenni höfuð- borgarinnar, Mosfellsbær, þar sem ferðin hefst í dag, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Seltjarn- arnes. Síðan verður farið um Reykjavík. Hefst sú umfjöllun með heimsókn á Kjalarnes 9. febrúar. Í umfjölluninni verður borginni skipt í tíu borgarhluta í samræmi við þá af- mörkun hverfa sem borgaryfirvöld notast við í stjórnsýslunni: Kjal- arnes, Grafarholt og Úlfarsárdal, Breiðholt, Árbæ, Grafarvog, Háa- leiti og Bústaði, Hlíðar, Laugardal, Vesturbæ og Miðborg. Á svæðinu sem farið verður um búa rúmlega 200 þúsund manns, rétt um 64% landsmanna, bróður- partur þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er langstærsta sveitarfé- lagið á svæðinu, en hlutur hennar í fólks- fjöldanum hefur þó minnkað úr um 65 prósentum í rúmlega 58 prósent á hálfum öðr- um áratug. Á höfuðborg- arsvæðinu er að finna megn- ið af stjórnsýslu landsins og þjónustu, m.a. sjúkrahús með landið allt sem þjónustusvæði. Á svæðinu eru fjöldamargar mennta- og menn- ingarstofnanir, þar af þrír háskólar, margir framhaldsskólar og iðnskólar og grunn- og leikskólar. Höfuðborgarsvæðið er og sam- göngumiðstöð fyrir landið allt og þar er að finna miðpunkt flutningskerfa. Heimsókn Morgunblaðsins á höf- uðborgarsvæðið lýkur 11. mars. Um- sjónarmaður hennar er Guðmundur Magnússon blaðamaður. Sérstök áhersla verður á mannlífið í sínum fjölbreytilegustu myndum. Hefur Sigurður Bogi Sævarsson blaðamað- ur umsjón með þeim efnisþætti. All- ar ábendingar frá lesendum um um- fjöllunarefni eru vel þegnar. Er tekið á móti þeim á netföngunum gudmundur@mbl.is og sbs@mbl.is. Morgunblaðið býður upp á átta vikna ferð um höfuðborgina og nágrenni  Fjallað verður um fjölbreytt svið mannlífsins á svæðinu  Allar ábendingar frá lesendum eru vel þegnar Morgunblaðið/Ómar Heimsókn Blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins fara á næstu vikum um öll borgarhverfi Reykjavíkur og heimsækja einnig nágrannasveitarfélögin. Afraksturinn birtist í blaðinu alla virka daga fram undir miðjan mars. 7 Grafarholt og Úlfarsárdalur Birtingardagar: 10. – 11. febrúar 8 Breiðholt Birtingardagar: 12. – 16. febrúar 9 Grafarvogur Birtingardagar: 17. – 19. febrúar 11 Háaleiti og Bústaðir Birtingardagar: 24. – 26. febrúar 12 Hlíðar Birtingardagar: 27. febrúar – 2. mars 10 Árbær Birtingardagar: 20. – 23. febrúar 3 Garðabær Birtingardagar: 26. – 28. janúar 1 Mosfellsbær Birtingardagar: 15. – 19. janúar 2 Hafnarfjörður Birtingardagar: 20. – 23. janúar 5 Seltjarnarnes Birtingardagar: 4. – 6. febrúar 6 Kjalarnes Birtingardagar: 9. febrúar 4 Kópavogur Birtingardagar: 29. janúar – 3. febrúar 13 Laugardalur Birtingardagar: 3. – 4. mars 14 Vesturbær Birtingardagar: 5. – 6. mars Reykjavík Miðborg Birtingardagar: 9. – 10. mars 15 2 3 4 8 10 11 9 5 12 1314 6 7 1 H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 HEIMSÓKN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.