Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  23. tölublað  103. árgangur  KONUR ÁBER- ANDI Í ÁR Í HÓPI TÓNSKÁLDA HELGI HINS HÁLFNAÐA HANDVERKS ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ HLÆJA BORGARNES 10 ÖMURLEG BRÚÐKAUP 39MYRKIR MÚSÍKDAGAR 38 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samkvæmt nýjum rannsóknum er ráðlagt að gefa ungbörnum fasta fæðu á borð við fisk og egg samhliða brjóstamjólk. Rannsóknirnar sýna að neysla þessara fæðutegunda á unga aldri geti dregið úr líkunum á að fá fæðuofnæmi, en tíðni þess hef- ur aukist umtalsvert hér á landi. Undanfarin ár og áratugi hefur því aftur á móti verið haldið fram að fisk- og eggjaneysla á unga aldri geti valdið fæðuofnæmi. Þetta kom fram í erindi Michaels Clausens barnalæknis á Læknadög- um í síðustu viku. Hann segir að þessar nýjustu rannsóknir séu aftur- hvarf til fyrri tíðar, þegar börnin máttu nánast „borða allt“. Hann segir að undanfarin ár hafi leiðbein- ingar um mataræði ungbarna byggst á rannsóknum sem hafi sýnt að börn sem byrjuðu seint að borða fasta fæðu fengu síður exem. „Nú hefur reynslan sýnt að þetta er ekki að gera neitt gagn. Þessar rann- sóknir voru einfaldlega ekki nógu traustar,“ segir Michael. Embætti landlæknis hyggst nú endurskoða ráðleggingar um mat- aræði ungbarna. »16 Börnin mega aftur „borða allt“  Neysla fastrar fæðu getur dregið úr líkum á fæðuofnæmi  Leiðbeiningar um mataræði ungbarna endurskoðaðar Morgunblaðið/Ernir Ungbarn Ráð um mataræði byggð- ust á ótraustum rannsóknum. Miklar byggingarframkvæmdir eru nú í gangi í Urriðaholti í Garðabæ. Alls eru tilbúnar eða á byggingarstigi 317 nýjar íbúðir. Líklegt er að flutt verði inn í 200 þessara íbúða fyrir lok ársins. Þetta kemur fram í lokaumfjöllun um Garðabæ í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Við Garðatorg, þar sem myndin er tekin, er verið að byggja 88 íbúðir og verslunarrými á neðstu hæð. „Með þessu lýkur þessari uppbyggingu í miðbænum,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. Ennfremur er m.a. fjallað um „félagsheimili þjóðarinnar“, veitingastað IKEA í Kauptúni, sem til stendur að stækka verulega. »18-19 Flutt í 200 nýjar íbúðir Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækið Lífdísill í Reykjavík hef- ur tryggt fjármögnun til að fram- leiða allt að 700 þúsund lítra af líf- dísil á ári. Verkefnið hljóðar upp á hundruð milljóna og er stefnt að enn frekari stækkun á næstu árum. Samhliða framleiðslunni verður þróaður tæknibúnaður sem vonir standa til að muni verða undirstaða mikils útflutnings í framtíðinni. Sigurður Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífdísils, segir verk- efnið byggt upp í áföngum. Það er unnið í samstarfi við SORPU og ef framhald verður á því gæti það velt rúmum hálfum milljarði króna innan tíu ára. „Þetta er fjárhagslega sterkt verkefni sem stendur undir sér í fyrsta áfanga. Í framhaldinu eru mikil tækifæri fólgin í útflutningi vélbúnaðar til samskonar fram- leiðslu erlendis. Það gæti í framtíð- inni orðið verkfræðiiðnaður, hlið- stæður við Marel og Össur. Metnaður okkar stendur til þess. Ef vel tekst til gætum við komist í þann flokk,“ segir Sigurður. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og hefur það mest framleitt um 100 þúsund lítra af lífdísil á ári. Fram- leiðslan hefur öll verið seld til N1 sem íblöndunarefni í dísilolíu og hentar blandan öllum dísilvélum. Eyrir Sprotar leggur til fé Nýsköpunarsjóðurinn Eyrir Sprotar leggur verkefninu til eigin- fjárframlag, Landsbankinn lánar fé með veði í tækjabúnaði og N1 fyrir- framgreiðir lífdísil sem keyptur verður af fyrirtækinu. SORPA er samstarfsaðili Lífdísils og leggur félaginu til sem hráefni um 5.000 tonn af sláturúrgangi sem nú eru urðuð ár hvert í Álfsnesi. Sérstakur búnaður verður hann- aður fyrir framleiðsluna og gæti hann nýst samhliða fyrirhugaðri gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. MSláturúrgangi… »4 Munu sjöfalda framleiðslu á lífdísil á árinu  Félagið Lífdísill hyggst byggja upp nýjan útflutningsiðnað með nýrri tækni  Á þessu ári verða hátt í 200 kjarasamningar lausir á vinnu- markaðnum, flestir í lok febr- úar og síðan apr- íl. Það stefnir því í mikið annríki hjá sáttasemjara í Karphúsinu. Lítið sáttahljóð er í viðsemjendum og fari allt á versta veg í kjaraviðræðum gætu fyrstu verkföll skollið á um miðjan marsmánuð, miðað við gildandi viðræðuáætlanir. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, segir að áhugi sé fyrir hendi á að semja um styttri vinnuviku í komandi við- ræðum. Vel komi til greina að krefjast þess að hver vinnudagur bankamanna verði styttur um hálf- tíma. 6 og 20 Hátt í 200 samn- ingar lausir í ár Á samningafundi SA og SGS.  Frá því að eldgosið hófst í Holu- hrauni fyrir bráðum fimm mán- uðum hefur það losað 8,3 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði, sem gerir að jafnaði 50 til 60 þúsund tonn á dag. Til samanburðar er losun efnis- ins í ríkjum Evrópu um 14 þúsund tonn á dag og 40 þúsund í Banda- ríkjunum. Gasmengunin frá Holu- hrauni er sú mesta síðan í Skaftár- eldum 1783. Þá var reyndar mun meiri losun á brennisteinsdíoxíði, eða um 100 milljónir tonna á átta mánuðum. »14 Meiri gasmengun en frá allri Evrópu Holuhraun Mengunarský frá eldgosinu. Ljósmynd/Elín Björk Jónasdóttir Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt glæsi- hótel á Laugavegi 34a og 36 í Reykjavík. Tvö stórhýsi verða byggð á baklóð húsanna tveggja og verða húsin fjögur nýtt undir 60 herbergja hótel í hjarta borgarinnar. Hilmar Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri félagsins Lantan, sem sér um uppbyggingu nýs hótels, væntir þess að í lok vikunnar, eða í byrjun næstu viku, verði búið að rífa eða fjarlægja bakhús á lóðinni. Þar verður m.a. veitinga- aðstaða í porti. »6 Byggja glæsihótel á Laugavegi FRAMKVÆMDIR AÐ HEFJAST Í MIÐBORGINNI Lauga- vegur 36 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.