Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
48
RAMMA
STÆRSTA OPNUNAR-
HELGI ALLRA TÍMA Á
ÍSLANDI!
E.F.I -MBL
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
2 VIKUR
Á TOPPNUM!
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus
æfingunum, kyrrar tjarnir og enda-
lausir malbikaðir sveitavegir (og
hvergi bíl að sjá).
Þetta er ekki veigamikil saga og
útkoman fyrirsjáanleg, en þó er
myndin býsna vel heppnuð. Mestu
um ræður fyrirtaks leikur Fabiens
Heraud, en einnig er landslag
myndarinnar augnakonfekt og
margt mjög vel gert í myndatöku, til
að mynda það þegar þúsundir stinga
sér til sunds frá ströndinni í Nice.
Jacques Gamblin sýnir lítil tilþrif í
leik, persóna hans er óttalegur tré-
hestur tilfinningalega, en hann er í
fantaformi sem kemur sér vel þegar
æfingar hefjast. Persóna Alexöndru
Lamy er klisjukennd, Pablo Pauly
stendur sig vel sem félagi Juliens þó
ekki sé hans hlutverk veigamikið.
Barði Jóhannsson semur tónlist-
ina í myndinni og gerir það vel, en í
spjalli að lokinni sýningu myndar-
innar kom fram að lög eftir aðra í
myndinni voru ekki valin af honum.
Hann ber því ekki ábyrgð á því þeg-
ar Hoppípolla hljómar undir lok
myndarinnar, vissulega framúrskar-
andi lag, en þó að Íslendingar kími
þegar Jónsi syngur tiltekna texta
línu á tilteknum stað, þá er inntak
lagsins ekki svo fjarri inntaki mynd-
arinnar þegar grannt er skoðað og
lagið smellpassar.
Af öllum kröftum er til þess fallin
að láta öllum líða vel, hæfilega ævin-
týraleg og hæfilega raunsæ, en rétt
að geta þess að hún sækir efnivið í
sögu feðganna Dicks og Ricks Hoyt.
Þeir hafa þreytt 72 maraþon saman
og lokið þríþrautarkeppni sex sinn-
um, en Rick Hoyt er einmitt með
heilalömun og þeir feðgar bera sig
eins að og Paul og Julien – stundum
er raunveruleikinn ævintýralegri en
nokkur kvikmynd.
Kraftar Af öllum kröftum sækir efnivið í sögu feðganna Dicks og Ricks Hoyt
sem hafa þreytt 72 maraþon saman og lokið þríþrautarkeppni sex sinnum.
Leikhúskaffi nefnist ný dag-
skrárröð sem hefst í Gerðubergi í
kvöld kl. 20. Um er að ræða sam-
starfsverkefni Borgarbókasafnsins
og Þjóðleikhússins, en á vormisseri
verða alls fjórar leiksýningar á fjöl-
um Þjóðleikhússins teknar fyrir.
„Í fyrsta Leikhúskaffi vormiss-
eris verður fjallað um leiksýn-
inguna Ofsa sem leikhópurinn
Aldrei óstelandi sýnir í samstarfi
við Þjóðleikhúsið í Kassanum um
þessar mundir fyrir fullu húsi og
byggð er á samnefndri bók Einars
Kárasonar,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu. Marta Nordal, leikstjóri og
höfundur leikgerðar, kemur í Leik-
húskaffi ásamt leikurunum Eddu
Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni
Halli Stefánssyni, sem og Einari
Kárasyni rithöfundi. Þau munu
segja frá verkinu, vinnuaðferðum
og ferlinu frá skáldsögu til upp-
setningar á leiksviði. Þá gefst
áhorfendum kostur á að bera fram
spurningar. Næstu sýningar sem til
umfjöllunar verða eru Sjálfstætt
fólk, Segulsvið og Fjalla-Eyvindur.
Aðgangur er ókeypis.
Ofsi Úr uppfærslu Aldrei óstelandi.
Leikhúskaffi í Gerðubergi
Tónlistarmaður-
inn Ásgeir
Trausti á eitt af
bestu lögum árs-
ins 2014 frá því í
nóvember sl.,
skv. lista einnar
stærstu útvarps-
stöðvar Ástralíu,
Triple J. Lag
hans, „King and
Cross“, eða
„Leyndarmál“ eins og það heitir í
íslenskri útgáfu, er í 10. sæti
listans. Rúmlega tvær milljónir
hlustenda tóku þátt í kosningu um
bestu lögin í fyrra.
Ásgeir og hljómsveit hans er ný-
komin úr tónleikaferðalagi um
Ástralíu og hélt m.a. tvenna tón-
leika í stóra salnum í óperuhúsinu í
Sydney 7. janúar sl. 6. febrúar hefst
tónleikaferð Ásgeirs og félaga um
Bandaríkin og Kanada.
Ásgeir í 10. sæti á
lagalista Triple J
Ásgeir Trausti
Einarsson
Opnað hefur verið fyrir skráningu í
hljómsveitakeppnina Wacken Metal
Battle 2015 og munu sex hljóm-
sveitir keppa um að koma fram á
þungarokkshátíðinni Wacken Open
Air í Þýskalandi og taka þar þátt í
lokakeppni Wacken Metal. Hátíðin
ein sú stærsta og virtasta í þunga-
rokksheiminum og því til mikils að
vinna.
Wacken stendur árlega fyrir
þungarokkshljómsveitakeppninni
og verður keppnin á Íslandi sú
sjötta í röðinni. Dómnefnd skipuð
innlendum og erlendum aðilum
mun velja sigurvegara keppninnar
á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og
með 15. febrúar 2015.
Þær hljómsveitir sem hafa áhuga
á því að taka þátt eru beðnar að
skrá sig með því að senda kynning-
arpakka á netfangið thorokol@
gmail.com. Þær þurfa um leið að
samþykkja reglur keppninnar sem
eru á heimasíðu hennar, www.me-
tal-battle.com. Kynningarpakkinn
þarf að innihalda a.m.k. 3-4 lög á
mp3-formi eða sambærilegu, upp-
lýsingarsíðu á ensku með kynningu
á hljómsveit og upplýsingar um
tengilið, ljósmynd af hljómsveitinni
og merki hennar og merkja póstinn
með nafni sveitar og „Metal Battle
2015: Kynningarpakki“. Sérstök
nefnd velur sex sveitir til keppni.
Þungt Ophidian I, sigurvegari Wac-
ken-keppninnar á Íslandi árið 2013, á
sviði á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi.
Opnað fyrir skráningu í Wacken
Fyrsta fræðslukvöld Barokksmiðju
Hólastiftis á vormisseri 2015 verð-
ur haldið í kvöld kl. 20 í kapellu
Akureyrarkirkju. „Þar er athvarf
virginals Barokksmiðjunnar og þar
eru allir velkomnir til að sjá hljóð-
færið og kynnast sögu sembal-
hljóðfæra. Eyþór Ingi Jónsson og
Pétur Halldórsson stikla á stóru í
þessari sögu,
sýna myndir,
leika tóndæmi og
Eyþór leikur á
virginalinn góða
sem Barokk-
smiðjan eign-
aðist árið 2013.
Sungið verður
með undirleik
sembalsins og
þar kemur Elvý
G. Hreinsdóttir til liðs við þá Eyþór
og Pétur.“
Komdu og sjáðu
virginalinn!
Eyþór Ingi
Jónsson
Nautilus, nýtt verk fyrir kontra-
bassaflautu eftir Steingrím Þórhalls-
son, verður frumflutt á Háskóla-
tónleikum í Hátíðasal HÍ í dag kl.
12.30, auk nýlegra verka eftir Bill
Douglas, Mike Mower, Adrienne Al-
bert og Gary Schocker.
Á tónleikunum leika Pamela De
Sensi flautuleikari og Eva Þyri Hilm-
arsdóttir. Heiti verks Steingríms,
Nautilus, vísar til hins fræga ímynd-
aða kafbáts úr sögu Jules Verne, Sæ-
faranum eða Vingt mille lieuges sous
les mers á frummálinu. Í honum ferð-
aðist Nemo kafteinn neðansjávar,
eins og frægt er orðið. „Tónverkið er
í einum kafla og byggist upp á þann
hátt að hver hluti heldur sig við
ákveðið tónsvið hvors hljóðfæris
sem síðan fer neðar og neðar á tón-
sviðinu þar til dýpstu nótum er náð,
þá byrja hljóðfærin aftur að leita
yfirborðs og hækka í tónsviði,“ segir
um verkið í tilkynningu. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis.
Nýtt íslenskt verk
frumflutt í HÍ
Flytjendur Pamela og Eva Þyri.