Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Noom Diawara og Medi Sadoun,
tveir af aðalleikurum Qu’est-ce
qu’on a fait au Bon Dieu?, Ömur-
legra brúðkaupa í íslenskri þýðingu,
opnunarmyndar Franskrar kvik-
myndahátíðar sem nú stendur yfir,
eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár
og voru þeir önnum kafnir við að
veita viðtöl föstudaginn sl. þegar
blaðamann bar að garði á Hilton
Reykjavík Nordica-hótelinu. Ömur-
leg brúðkaup er sótsvört gaman-
mynd og ádeila á fordóma. Í henni
segir af frönskum heldri hjónum
sem eiga fjórar dætur. Þrjár giftast
mönnum sem hjónunum líst illa á
þar sem þeir eru afkomendur inn-
flytjenda og ekki kaþólikkar og þeg-
ar fjórða dóttirin tilkynnir þeim að
hún ætli að giftast þeldökkum manni
sem rætur á að rekja til Fílabeins-
strandarinnar er þeim öllum lokið.
Þeldökka, verðandi tengdasoninn,
Charles Koffi, leikur Diawara og
Sadoun einn tengdasonanna þriggja,
Rachid Benassem, sem jafnan er
nefndur „arabinn“ í myndinni þegar
svívirðingarnar ganga á milli
tengdasonanna. Myndin naut
gríðarlegra vinsælda í Frakklandi í
fyrra, yfir 12 milljónir manna sáu
hana sem er býsna gott í ljósi þess
að í Frakklandi búa um 66 milljónir.
Gengið langt í gríni
Diawara og Sadoun eru eld-
hressir, ekki að sjá á þeim að fjöldi
viðtala hafi tæmt rafhlöðurnar. Þeir
leika á als oddi í myndatöku fyrir
Morgunblaðið og dást að útsýninu af
áttundu hæð hótelsins, borgin vart
sjáanleg fyrir snjókomu. Blaðamað-
ur spyr þá félaga hvers vegna þeir
haldi að myndin hafi notið svo mik-
illa vinsælda í Frakklandi. „Af því að
hún fjallar um hluti sem fólk kann-
ast við og fólk þarf að hlæja og láta
sér líða vel. Stjórnmálin í Frakk-
landi voru afskaplega sorgleg í fyrra
og fólk þurfti að gleyma vanda-
málum sínum,“ segir Sadoun. Diaw-
ara segir fólk forðast að ræða um
það sem myndin fjalli um, þ.e. for-
dóma og hjónabönd fólks af ólíkum
uppruna. „Við fjöllum um þetta í
myndinni, gerum grín að því og
göngum mjög langt. Með því kom-
umst við yfir hræðsluna og sjáum að
það er engin ástæða til að óttast.
Fólk áttar sig á því að það er í lagi að
hlæja að gyðingnum, múslimanum,
kaþólikkanum, Kínverjanum og
svarta gaurnum. Þetta er til gamans
gert sem er jákvætt,“ segir Diawara.
– Mér skilst að um 20% hjóna-
banda í Frakklandi séu milli fólks af
ólíkum uppruna. Bíógestir hljóta því
margir hverjir að þekkja umfjöll-
unarefnið og kannast jafnvel við
ákveðin samskipti sem eiga sér stað
í myndinni?
Sadoun og Diawara taka undir
það. „Ungt fólk fer á myndina, ræðir
við foreldra sína um hana og fer svo
aftur á hana með þeim,“ segir Diaw-
ara. Þannig skapist umræða milli
ólíkra kynslóða um fordóma og slík
hjónabönd. Diawara á rætur að
rekja til Malí en Sadoun til Norður-
Afríku og Ítalíu. „Ég er blandaður,“
segir Sadoun kíminn og Diawara
bætir því við að þeir hafi báðir átt
„margar hvítar kærustur“.
Þarf að takast á við vandamálið
– Hafið þið persónulega orðið fyr-
ir kynþáttafordómum á borð við þá
sem hæðst er að í myndinni?
„Ekki ég en foreldrar mínir hafa
orðið fyrir þeim,“ segir Sadoun og
Diawara segist ekki hafa fundið fyrir
fordómum í sinn garð. „Við höfum
farið víða um Frakkland að kynna
myndina og hitt fólk sem hefur sagt
okkur sögur af fordómum í garð
fólks af ólíkum uppruna sem gengið
hefur í hjónaband,“ segir Sadoun.
–Er það kannski sterkasta vopnið
í baráttunni gegn fordómum, að
gera stólpagrín að þeim?
„Já, hugsanlega. Við tökumst á við
vandamálið með ákveðnum hætti.
Það þarf að takast á við það,“ segir
Sadoun. Diawara tekur undir þetta
og segir fáránleika fordóma blasa
við þeim sem sjái myndina því for-
dómarnir séu verulega ýktir í henni.
„Ef þetta væri nær raunveruleik-
anum væri myndin ekki fyndin,“
bendir hann á.
Vanda skal valið
– Hafa ykkur verið boðin bitastæð
hlutverk eftir að myndin sló í gegn?
„Já, við höfum fengið mörg til-
boð,“ segir Sadoun og Diawara segir
að nú sé lífið betra að því leyti að
þeir þurfi ekki lengur að fara í leik-
prufur, bara samþykkja tilboðin sem
berast. Diawara skellihlær að þessu,
stutt í grínið hjá honum enda maður-
inn reyndur uppistandari, auk þess
að vera leikari. „Þessi mynd beindi
kastljósinu aftur að okkur,“ segir
Diawara og Sadoun bætir við að
leikarar verði að lesa handritin vel
áður en þeir taki að sér hlutverk.
„Það er hættulegt að taka að sér
hlutverk á móti frægum, bandarísk-
um leikara án þess að vita hvert
hlutverkið er!“ segir Sadoun.
Og talandi um fræga leikara þá
bauðst Sadoun hlutverk í gaman-
mynd sem einn þekktasti leikari
Frakka, Gérard Depardieu, fer með
eitt af aðalhlutverkunum í og nefnist
A Mighty Team. Tökur á henni hefj-
ast eftir mánuð og fer Sadoun með
hlutverk fremsta knattspyrnumanns
Frakka sem kominn er á endastöð á
ferli sínum, hefur brennt allar brýr
að baki sér með vafasömu líferni.
Hann snýr aftur á æskuslóðirnar til
að sættast við föður sinn. Sadoun
segist þurfa að spila fótbolta í mynd-
inni og spurður að því hvort hann sé
lipur knattspyrnumaður hlær hann
og segist hafa verið góður þegar
hann var ungur. „Ég er orðinn gam-
all, fertugur,“ segir Sadoun og
blaðamaður mótmælir, segist sjálfur
vera fertugur og alls ekki gamall.
Sadoun þykist ekki heyra það.
Hvað næstu verkefni Diawara
varðar segist hann hefja uppistand í
næsta mánuði, eins manns sýningu í
París og í júní hefjist tökur á kvik-
mynd þar sem sögusviðið verði stór-
verslunin Galeries Lafayette í París.
Sú verði blanda gaman- og drama-
myndar og segi af fólki á ferli í versl-
uninni. Hans hlutverk sé í spaugi-
legri kantinum. Nema hvað.
„Fólk þarf að hlæja“
Tveir af aðalleikurum Ömurlegra brúðkaupa ræða um
fordóma og mikilvægi þess að geta hlegið að þeim
Morgunblaðið/Eggert
Hressir Leikararnir Medi Sadoun og Noom Diawara eru góðir vinir.
Fjöldi gesta sem heimsótt hefur
rústir hinnar fornu rómversku
borgar Pompeii í áranna rás hefur
stungið á sig gripum og brotum
sem þeir hafa fundið í borginni sem
grófst undir ösku frá eldfjallinu
Vesúvíusi árið 79.
Margir hafa séð eftir því að hafa
tekið þessa muni og hafa skilað
þeim. Nú er Massimo Osanna, sem
hefur umsjón með Pompeii, að und-
irbúa sýningu á gripum sem hefur
verið stolið frá Pompeii og skilað.
Í samtali við The Art Newspaper
segir hún hundruðum gripa hafa
verið skilað. Athygli vakti í haust
þegar fullorðin kanadísk kona kom
til Pompeii með leirgrímu sem hún
hirti 50 árum fyrr á brúðkaups-
ferðalagi sínu. Osanna segir hlutina
oft berast í umslögum eða pökkum,
marga með bréfi þar sem beðist er
afsökunar á athæfinu. Hún segir yf-
irleitt ekki um mikilvægar forn-
minjar að ræða en sýningin verði
engu að síður athyglisverð.
Sýna gripi sem stolið var frá Pompeii
Öskudauði Gifsafsteypa líkama eins þeirra sem fórust í Pompeii árið 79.
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00
Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00
Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00
Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00
Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00
Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00
Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Mið 28/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00
Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00
Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00
Aðeins sýnt út febrúar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00
Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00
Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Ekki hætta að anda (Litla sviðið)
Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k
Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k
Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00
Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas.
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.