Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Opið: 8
:00-18
:00
mánud
. til fim
mtud.
8:00-1
7:00
föstud
aga
Er bílrúðan
brotin eða
skemmd?
Við erum sérfræðingar í
bílrúðuskiptum og viðgerðum
á minni rúðutjónum.
Erum í samvinnu við öll
tryggingafélög landsins.
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
launamun á milli starfsstétta. Mun-
urinn á launum hér og á öðrum
löndum á Norðurlöndum er mun
minni meðal tekjuhærri hópanna en
þeim tekjulægri. Þannig eru dag-
vinnulaun stjórnenda á Íslandi í
raun 5% hærri en að meðaltali ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. Laun
stjórnenda hér eru hærri en í hinum
löndunum að Finnlandi undan-
skildu.
Mestu munar hjá verkafólki
Dagvinnulaun sérfræðinga eru
um það bil 3-5% lægri hér á landi en
í hinum löndunum. Hluta af þessum
mun telur ASÍ að skýra megi með
minni tekjujöfnunaráhrifum ís-
lenska skattkerfisins, þar sem há-
tekjur eru skattlagðar minna en
annars ataðar á Norðurlöndum.
Mestur munur á dagvinnulaunum
er hins vegar gagnvart verkafólki og
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki.
Hér eru dagvinnulaun verkafólks
allt að 30% lægri en að meðaltali í
samanburðarlöndunum. Mestur er
munurinn gagnvart Danmörku þar
sem launin eru 42% hærri en hér en
minnstur gagnvart Svíþjóð sem er
15% yfir okkar launum. Hjá þjón-
ustu-, sölu- og afgreiðslufólki er
þessi munur um 20%.
Dagvinnulaun 20%
lægri hér á landi
Könnun bendir til að stjórnendur á Íslandi séu launahærri
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Dagvinnulaun á öðrum löndum á
Norðurlöndunum eru ríflega 60%
hærri að meðaltali en hér á landi.
Munurinn er minni þegar tekið hef-
ur verið tillit til skatta og mismun-
andi verðlags. Þá er munurinn um
20%. Könnun ASÍ bendir til að mun-
urinn sé meiri hjá launalægri stétt-
um en að stjórnendur hér hafi hærri
dagvinnulaun en stjórnendur í hin-
um löndunum.
Könnun Alþýðusambands Íslands
grundvallast á reglulegum dag-
vinnulaunum á almennum vinnu-
markaði á Norðurlöndunum á árinu
2013. Hún sýnir að laun á öðrum
löndum á Norðurlöndunum eru tals-
vert hærri en hér á landi og munar
um 60% að meðaltali. Hæst eru
launin í Danmörku og Noregi en
munurinn er minni gagnvart Svíþjóð
og Finnlandi.
Lægra verðlag og skattar
Að baki þessum mun er einnig
talsverður munur á verðlagi þannig
að launin endast ekki endilega jafn-
vel, kaupmáttur er mismikill. Þegar
ASÍ hefur leiðrétt gagnvart því
minnkar launamunurinn verulega,
einkum í Noregi og Danmörku, og
verður að meðaltali 30% í stað 60%
þegar launin eru borin saman hrá.
Það er einnig staðreynd að tekju-
skattur og útsvar ásamt framlögum
til lífeyrismála er ólíkt á milli Norð-
urlandanna og hvorttveggja yfirleitt
hærra í hinum löndunum. Þegar
leiðrétt hefur verið fyrir sköttum
minnkar munur á dagvinnulaunum
enn frekar og verður um 20% að
meðaltali. Mest munar um áhrif
tekjuskattskerfisins í Danmörku og
Noregi. Laun í Svíþjóð eru í þessum
samanburði aðeins 7% hærri en á
Íslandi, en 29% hærri í Danmörku.
ASÍ vekur sérstaka athygli á
Dagvinnutekjur 2013
Eftir skatta, leiðrétt fyrir verðlagi Fyrir skatta, leiðrétt fyrir verðlagi
Óleiðrétt fyrir verðlagi
Ísland Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000
0
Heimild: ASÍ
Ferðaþjónusta fatlaðra mætir nú
mun tímanlegra til viðskiptavina
sinna en í fyrstu viku ársins þegar
nýja kerfið var tekið í notkun. Fyrstu
vikuna á árinu mættu aðeins 75% bíla
innan 10 mínútna frá pöntuðum tíma.
Þá voru farnar 807 ferðir. Í annarri
viku jókst ferðafjöldinn upp í 6.007
ferðir og þá voru 89,8% bíla komin
innan 10 mínútna frá pöntuðum tíma.
Talan stendur nú í stað í þriðju og
fjórðu vikunni.
Bílum sem komu of seint en þó inn-
an 20 mínútna frá pantaðri ferð hefur
einnig fækkað um 12% samkvæmt
upplýsingum frá Strætó.
Um 80 bílstjórar sinna verkefnum
ferðaþjónustu fatlaðra fyrir Strætó
og er unnið að því að auka við bíl-
stjóraflotann. Sjö bílstjórar sögðu
upp um miðjan mánuðinn.
Gríðarlegt álag er á símaver
Strætó en símaverið hefur tekið á
móti 17.219 símtölum fyrstu fjórar
vikur ársins eða rúmlega 4.300 sím-
tölum á dag. Enda er það svo að þeg-
ar hringt er í þjónustuverið er byrjað
á að afsaka töfina – hún sé tilkomin
vegna álags.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri hjá Strætó, segir að
færð og annað geti haft áhrif á komur
bílanna. „Við viljum byrja á því að
vinna okkur upp úr 20 mínútna mark-
inu og vinna okkur inn að 10 mínútna
markinu, sem kallað er svigrúmið.
Einn af hverjum 10 bílum er enn að
koma á vitlausum tíma og það er of
mikið,“ segir Guðrún og segir mikla
vinnu fara fram bak við tjöldin þar
sem unnið er að bætingu.
Fyrstu fjórar vikur ársins var 221
villuskráning í kerfi Strætó. Þá mætti
farþegi ekki í 675 tilfellum fyrstu fjór-
ar vikurnar. benedikt@mbl.is
Ferðaþjónusta
fatlaðra bætir sig
Einn af hverjum
10 mætir enn of seint
Álag á símaverið
Morgunblaðið/Kristinn
Bætt sig Um 80 bílstjórar sinna
verkefnum ferðaþjónustu fatlaðra.
Verjendur Ólafs Ólafssonar, eins
stærsta hluthafa Kaupþings fyrir
bankahrun, og Magnúsar Guð-
mundssonar, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings í Lúxemborg, fluttu mál
skjólstæðinga sinna fyrir Hæstarétti
í gær. Lauk þar með málflutningi
fyrir Hæstarétti. Ólafur var dæmd-
ur í héraði til þriggja ára fangels-
isvistar fyrir að hafa milligöngu um
kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréf-
um í bankanum sem saksóknari hef-
ur lýst sem sýndaviðskiptum.
Í munnlegum málflutningi færði
Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs,
rök fyrir því að Ólafur hefði aldrei
átt að hafa hagnað af viðskiptunum
og framburður sakborninga hefði
verið staðfastur hvað það varðaði.
Einu gögnin um að umbjóðandi hans
hefði haft hagnað væru framburður
eins vitnis sem hefði verið reikull,
óstöðugur og það hefði átt ríka per-
sónulega hagsmuni af niðurstöðu
málsins. Lýsti verjandinn aðkomu
Ólafs að viðskiptunum en hann var í
vinskap við al-Thani. Hafði fjárfest-
ingafélag hans millgöngu um kaup
sjeiksins á hlut í Kaupþingi að beiðni
Hreiðars Más. Hreiðar Már hefði
talið það bestu leiðina til að fá við-
skiptin samþykkt hratt og örugg-
lega. Aðkoma félags Ólafs hefði ver-
ið til skamms tíma en til stóð að
samið yrði um lánið að nýju eftir
þrjá mánuði og þá yrði lánið tryggt
með veði í fasteignum Al-Thani.
Magnús var dæmdur til þriggja
og hálfs árs fangelsisvistar í héraði.
Kristín Edwald, verjandi Magnúsar,
lýsti því ítrekað að umbjóðandi
hennar hefði verið búsettur og starf-
andi í Lúxemborg um árabil og öll sú
háttsemi sem hann væri sakaður um
hefði átt sér stað í Bretlandi, Lúx-
emborg og Katar. Íslensk refsilög-
gjöf næði því ekki yfir meint brot
hans. Aðkoma Magnúsar að málinu
hefði aðeins falist í því að al-Thani
var viðskiptavinur Kaupþings í Lúx-
emborg. Hann hefði hvorki haft
frumkvæði að viðskiptunum né milli-
göngu um lán Kaupþings til al-Thani
vegna hlutabréfakaupanna. Hann
hefði heldur ekki haft heimild til að
skipta sér af tilkynningu sem gefin
var út um kaup sjeiksins á hlut í
bankanum.
Morgunblaðið/Ómar
Hæstiréttur Verjendur Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar
fluttu mál skjólstæðinga sinna fyrir Hæstarétti í gær.
Málflutningi í Al-
Thani-máli lokið
Al-Thani-málið
» Seinni degi í málflutnings
saksóknara og verjenda í al-
Thani-málinu lauk í gær.
» Magnús og Ólafur lýsa yfir
sakleysi sínu.
» Ólafur hafi ekki átt að hagn-
ast á viðskiptunum.
» Verjandi Magnúsar segir að
ílensk refsilöggjöf nái ekki yfir
meint brot hans. Niðurstaða könnunar ASÍ á
heildartekjum lækna er sú að
tekjur íslenskra lækna eru svip-
aðar hér og í Svíþjóð en lægri en
í hinum löndunum. Þegar þær
hafa hins vegar verið leiðréttar
gagnvart verðlagi og sköttum er
niðurstaðan sú að læknar á Ís-
landi eru með 15% hærri
heildartekjur að meðaltali en
kollegar þeirra annars staðar á
Norðurlöndum.
„Samkvæmt þessu er vand-
séð að upphrópanir um yfirvof-
andi landflótta læknastéttar-
innar eigi rót að rekja til
launakjara,“ ályktar ASÍ. Slá-
andi sé að sjá að læknar hér á
landi eru með ríflega fjórfaldar
dagvinnutekjur verkafólks og
launamunur þessara hópa mun
meiri hér á landi en í nágranna-
löndunum.
Læknar hér
launahærri
SAMANBURÐUR