Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Margir kannast við aðeiga í fórum sínumókláraða handavinnu,eitthvað sem byrjað var á en aldrei var lokið við. En ekki þarf að örvænta því Ragheiður Jóhannsdóttir handverkskennari og ferðaskipuleggjandi fékk þá hug- mynd að bjóða fólki upp á helgar- dvöl í Borgarnesi þar sem hægt er að koma með óklárað handverk og ljúka því með aðstoð kennara. „Hugmyndin varð til vegna þess að ég þekki svo marga sem eiga svona auka-handverk sem þeir hafa hætt við á ákveðnum tíma- punkti eða lagt til hliðar og ætlað að klára seinna. Fólk er jafnvel búið að gleyma hvernig átti að gera þetta, týna leiðbeiningum eða garni en allt þetta get ég leiðbeint og aðstoðað með. Þeir sem kannast við að eiga svona ættu núna að finna pokana sína og taka þátt í helgardvölinni,“ segir Ragnheiður. Óklárað handverk finnst oft í dánarbúum Dæmi eru um að konur erfi handverk eftir mömmu eða ömmu sína og er algengt að slíkt finnist í dánarbúum. ,,Til mín kom í haust ung kona sem hafði erft rennibraut, afar fal- lega með blómamynstri, en uppfyll- inguna vantaði. Ég aðstoðaði hana við að komast í gang með fyllinguna og seinna sá ég svo mynd af renni- brautinni fullkláraðri og uppsettri. Það var mjög ánægjuleg tilfinning,“ segir Ragnheiður brosandi. ,,Helgi hins hálfnaða hand- verks“ er haldin í samvinnu við Ing- er Helgadóttur sem rekur Borgar- nes Bed & Breakfast gistiheimili. Þær höfðu rætt sín á milli hvað væri hægt að gera fyrir íslenskt handverksfólk og þarna kom lausn- in. ,,Það sem er svo skemmtilegt við svona helgi er félagsskapurinn, að vinna saman án þess að þurfa að hafa áhyggjur einhverrri truflun, og Inger hefur lofað að dekra við okk- ur í mat og drykk“. Ragnheiður hefur einu sinni Helgi hins hálfnaða handverks haldin Hver kannast ekki við að eiga í fórum sínum ókláraða handavinnu, eitthvert stórt og metnaðarfullt verkefni sem aldrei hefur verið klárað? Handverkskennar- inn og ferðaskipuleggjandinn Ragnheiður Jóhannsdóttir býður fólki í helgardvöl í Borgarnesi þar sem hægt er að koma með verkefni og ljúka með aðstoð kennara. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Handverk Prjónarnir eru aldrei langt undan hjá Ragnheiði Jóhannsdóttur. Ótal vefsíður er að finna á vefnum með ýmsum fróðleik. Ekki er alltaf ljóst á hverju tilteknar fullyrðingar sem haldið er fram byggjast. Á vefsíð- unni todayifoundout.com má finna gagnlegar upplýsingar sem telja má að séu nokkuð pottþéttar. Í hópnum sem stendur að heimasíð- unni og semur efnið eru sérfræðingar á sínu sviði, doktorar í sálfræði, sagn- fræði o.fl. Upplýsingarnar eru byggðar á rannsóknum sem vísað er til jöfnum höndum. Segja má að vefsíðan sé ekki ósvipuð hinum íslenska Vísindavef. Markmið síðunnar er að veita hald- góðar upplýsingar um hvern þann fróðleik sem fólk fýsir að heyra um því hægt er að senda spurningar um allt milli himins og jarðar. Þarna er hægt að fá upplýsingar um t.d. sannleikann um Christopher Columbus og hver helsti munurinn er á hestakynjum eins og ponyhesti og öðrum hestum. Vefsíðan www.todayifoundout.com Hestakyn Á síðunni má m.a fá upplýsingar um mun á hestakynjum heimsins. Upplýsingar sem hald er í AFP „Rafrænt eftirlit - hvað má og hvað ekki?“ er yfirskrift málþings sem Persónuvernd, í samvinnu við Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands, efn- ir til á evrópska persónuverndardag- inn sem er í dag. Málþingið fer fram í sal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 13.30. Notkun eftirlitsmyndavéla og raf- ræn vöktun færist stöðugt í aukana í íslensku samfélagi, bæði í starfsemi fyrirtækja og opinberra aðila, svo sem í öryggis- eða löggæslutilgangi. Fyrirlesararnir eru sjö talsins og gefst gestum tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Endilega … … fræðist um rafrænt eftirlit Myndavél Rafræn vöktun eykst. Ekkert efni er höfundum sjálfshjálp- arbóka óviðkomandi; hversu smátt eða stórt það er, það er til bók um efnið. Um það vitnar ógrynni sjálfs- hjálparbóka sem eru á markaði. Þegar við hefjumst handa við að takast á við fögur áramótaheit um að bæta okkur og breyta þá rennum við gjarnan hýru auga til slíkra bóka. En það er óþarfi því allur góður skáldskapur getur bætt okkur og breytt með einum eða öðrum hætti. Því ætti fólk jafnvel að leiða hug- ann frekar að því að næla sér í ein- tak af skáldsögu í stað sjálfshjálpar- bókar. Þetta fullyrðir Hephzibah Anderson í nýjasta pistli sínum á vefsíðu BBC, breska ríkisútvarpsins. Lestur skáldsagna gerir lesendur færari í rökhugsun. Sá eiginleiki hjálpar til við að koma auga á ákveð- ið mynstur og það reynist gott að búa yfir slíkum kosti þegar greina þarf ákveðna hegðun í eigin fari sem gæti verið á einhvern hátt erfið. Kannski er ekki alslæmt að sam- sama sig örlögum skáldsagnaper- sóna. Lestur góðra skáldsagna gerir okkur að betri manneskjum Sjálfshjálparbækur ekki bara mannbætandi, líka skáldsögur Morgunblaðið/Eggert Bók í potti Ekki er amalegt að taka sér bók í hönd í heitum potti. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.