Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 ✝ BjarghildurIngibjörg Sig- urðardóttir fædd- ist í Vallanesi í Suður-Múlasýslu 9. apríl 1926. Hún andaðist á Hrafn- istu Reykjavík 13. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björg Jónsdóttir, f. 1901, d. 1988, lengst af húsfreyja og organisti í Vallanesi, og séra Sigurður Þórðarson, f. 1899, d.1935, sóknarprestur í Vallanesi. Fósturfaðir hennar var Magnús Jónsson, f. 1908, d. 1999. Systir Bjarghildar var Oddrún Val- borg Sigurðardóttir, f. 1928, d. 2012. Bræður hennar sam- mæðra eru Sigurður Þórðarson Magnússon, f. 1938, d. 1988, og Ármann Magnússon, f. 1941. Árið 1944 gengu Bjarghildur og Ari Björnsson, f. 19. maí 1917 í Stóra-Sandfelli í Skrið- dal, síðast húsvörður við Menntaskólann á Egilsstöðum, í hjónaband. Ari lést 2. janúar 1993. september 1952, hún á tvö börn. Langömmubörn Bjarg- hildar eru 31 og langalang- ömmubörn fjögur. Bjarghildur ólst upp í Valla- nesi og lauk þar skyldunámi og stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Ari og Bjarghildur reistu sér húsið Varmahlíð (nú Selás 6) sem var þriðja húsið sem reis í kauptúninu á Egilsstöðum og fluttu inn í það á þriðja degi jóla árið 1946. Fyrstu árin sinnti Bjarghildur börnum og heimili ásamt því að þau Ari ráku verslun og bensín- afgreiðslu á Egilsstöðum, auk ýmissa annarra starfa. Árið 1963 réðst hún til starfa hjá nýstofnaðri Skattstofu Austur- lands og starfaði þar, síðast sem staðgengill skattstjóra, til sjötugsaldurs, en sinnti sér- verkefnum nokkur ár þar á eftir. Bjarghildur starfaði að ýmsum félagsmálum og var meðal stofnenda Kvenfélagsins Bláklukku á Egilsstöðum, tók þátt í leiksýningum og kóra- starfi og sat í stjórn Samtaka skattstofufólks. Árið 1997 var hún heiðruð af Egilsstaðabæ ásamt öðrum frumbyggjum með merki bæjarins. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 28. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Börn þeirra eru: a) Erla Björg, f. 8. júní 1944, d. 14. júní 1993, eigin- maður hennar var Pétur Jónsson, f. 1944, þau áttu tvö börn, b) Gerður Guðrún, f. 19. júní 1945, eiginmaður hennar er Einar Þór Halldórsson, f. 1945, þau eiga þrjú börn, en látin er Bjarg- hildur Margrét, f. 1963, d. 1997), c) Sigurður, f. 31. júlí 1946, sambýliskona hans er Inga Fanney Egilsdóttir, f. 1956, þau eiga son, en fyrir á Sigurður fjögur börn, d) Björn, f. 2. ágúst 1947, eigin- kona hans er Margrét Sól- mundsdóttir, f. 1950, þau eiga þrjú börn, e) Bergljót, f. 3. janúar 1950, eiginmaður henn- ar er Karl F. Jóhannsson, f. 1950, þau eiga tvö börn, en fyrir átti Bergljót son, f) Ingi- björg, f. 1. september 1951, eiginmaður hennar er Guðni Pétursson, f. 1946, þau eiga þrjú börn, g) Guðný, f. 20. Þegar ég hugsa um ömmu Bjarghildi þá koma bækur upp í hugann og að spila kasínu í eld- húsinu í Selási. Bæði tapsár og með skap. Ég hugsa líka um stofuna hennar, þar hékk mynd af Selárdal. Bókaherbergið fullt af sögum, sönnum og skálduð- um. Ég var í Breiðdalnum í sum- arfríi með ömmu og fleiri barna- börnum þegar Díana og Karl giftu sig. Við horfðum á það saman. Ömmu fannst þetta merkilegt og lítið mátti annað gera en að reyna að koma sér í stemninguna með henni. Henni fannst hefðir mikilvægar. Ég og amma áttum ekki alltaf skap saman. Kannski af því að við vorum bæði pínu hrjúf og ákveðin út á við og sögðum það sem við hugsuðum og fannst hverju sinni. Þegar ég var ellefu ára gamall gaf amma mér bók- ina Góði dátinn Svejk í jólagjöf. Ég las hana tvisvar á fjórum dögum. Amma Bjarghildur vissi þá að hún næði til mín í gegnum bækur og mun ég búa að því það sem eftir lifir. Partur af mér er amma Bjarghildur. Partur af börnun- um mínum er amma Bjarghild- ur. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur og stoltur, því eins og segir í upphafi einnar af uppá- haldsbókum okkar ömmu: „eng- inn maður er eyland“. Björn Steinbekk. Bjarghildur hét hún að eig- innafni – einu fágætasta kven- mannsnafni íslensku eftir föður- ömmu sinni ljósmóðurinni á Skeiði í Selárdal – og Ingibjörg að millinafni eftir móðurömmu sinni húsfreyjunni á Vaði í Skriðdal. Hún ólst upp í Valla- nesi við bakka Lagarfljótsins þar sem faðir hennar var sókn- arprestur og móðirin húsmóðir og organisti sóknarinnar. Hún var bókelsk og fróðleiksþyrst og minntist þess á efri árum þegar hún stalst til að lesa bækur úr bókasafni hreppsins sem geymt var í Vallanesi. Yfir heimilinu hvíldi þó skuggi; faðir hennar var um árabil rúmfastur vegna berkla og lést fyrir aldur fram þegar hún var á tíunda ári. Átján ára gekk hún að eiga Ara Björnsson og börnin sjö fylgdu á næstu átta árum þar á eftir. Hús byggðu þau þar sem ári síðar hét Egilsstaðakauptún og taldist húsið, sem þau nefndu Varmahlíð, síðar Selás 6, vera það þriðja sem reis í kauptúninu. Afkoman var óviss fyrstu bú- skaparárin og efnin á stundum naum og fátt til þæginda eða að- stoðar sem nú telst til sjálf- sagðra hluta. En þrátt fyrir það var hús þeirra skáli um þjóð- braut þvera þar sem jafnan var víst húspláss eða beini án þess að ætlast væri til endurgjalds og breytti þar engu hvort um væri að ræða fjölskyldu, samstarfs- menn í viðskipta- eða félags- málavafstri eiginmannsins eða vandalausa. Eftir að börnin stálpuðust hóf hún störf utan heimils á Skatt- stofu Austurlands þar sem hún starfaði í þrjá tugi ára og rúm- um hálfum til, lengst af í ábyrgð- arstöðu sem reyndi á nákvæmni og þekkingu. Þannig skiptist starfsævi hennar í tvo hluta. Hún var góðum gáfum gædd, eðlisgreind og fljót að tileinka sér nýjustu tækni samtímans. Hún var víðsýn og laus við kreddur og fordóma fortíðar og horfði jafnan til framtíðar. Að eðlisfari var hún til baka en þó ákveðin í skapi og ef hún tók ákvörðun stóð hún yfirleitt. Hún var glettin og í minni eru mörg meitluð tilsvör sem hún lét falla við hin ýmsu tækifæri. Og sann- arlega lét hún vita ef henni mis- líkaði eitthvað og fékk viðkom- andi þá oftast orð í eyra. En fyrir okkur sem orð þessi ritum var hún fyrst og fremst amma Bjarghildur. Margs er að minnast á þeim hálfum fimm áratugum sem sameiginlegar minningar okkar spanna. Hvort sem það er minningin um lítinn strák sem fannst það vopn bíta best á hrekkjusvínin í næstu götu að þeir skyldu eiga ömmu á fæti, eða þegar hún kenndi einu okkar, með nýlegt bílpróf, að réttast væri að aka greitt og taka alltaf fram úr ef þess væri nokkur kostur. Eða þegar hún tók okkur, hvert á sínum áratug, í „rykkjabíltúra“ eða skaust með okkur inn í Hallormsstað eða niður á Seyðisfjörð, og svaf best með kveikt á náttlampa og bók sér við hlið.“ Í ljóði Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar segir: Nú ber mig án afláts nær óræðu fljóti. Undarlegan nið þess æ næmar ég heyri. Öllu er afmörkuð stund. Nú sameinast amma okkar þungum straumi hins óræða fljóts tímans líkt og Lagarfljótið líður straum- þungt til sjávar handan Valla út Hérað. Við þökkum henni samferðina og allt það sem hún var okkur, vitandi að hún mun eiga góða heimkomu. Davíð, Ari og Hanna María Bergljótarbörn. Bjarghildur frænka mín og móðursystir á sérstakan sess í hjarta mínu. Margar minna fyrstu minninga tengjast Varma- hlíð þar sem Ari og frænka bjuggu með börnum sínum. Nú er komið að kveðjustund. Minn- ingarnar eru hlýjar og góðar. Það er sem ég heyri hana segja í eyru mín, „vertu nú ekki með neina langloku, gæskurinn“. Hún kom sér oftast beint að efn- inu, en frænka mín sagði „jæja, gæskurinn“ alltaf fallega. Hún var hlý manneskja, fróð og skemmtileg. Sagnakona þegar hún vildi. Kankvís hlátur, ekki langur, sem endaði oftast á „já, já“ kemur upp í huga. Hún skóf ekkert af hlutunum, gat verið hvöss, en nærveran alltaf góð og gefandi. Ég sé þær systur ganga nú um græna velli, ekkert óhressar með að hittast, vilja þó ekki láta á því bera, kýta smá um óþarfa hluti, en látbragð allt segir að þær eru í sama mengi, af sama stofni, tengdar órjúfandi böndum. Það var einstaklega gaman og gefandi að fara með þeim systrum og bræðrum mín- um um Vestfirði um árið, koman í Selárdal að Kolbeinsskeiði sér- staklega. Ég þakka Bjarghildi Ingibjörgu frænku minni fyrir samferðina, fyrir allar minning- arnar, umhyggjuna og sam- veruna undir ásunum fögru í Varmahlíð á Egilsstöðum. Fjöl- skyldunni færi ég samúðarkveðj- ur. Emil Thoroddsen. Bjarghildur Sigurðardóttir ✝ Oddný Ragn-heiður Þór- arinsdóttir fæddist á Starmýri, Hofs- sókn í Álftafirði, 22. apríl 1917. Hún lést á Landspítal- anum 18. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Stefanía Brynjólfsdóttir, húsfreyja á Star- mýri, f. 1892 á Starmýri, d. 1981, og Þórarinn Jónsson, bóndi á Starmýri, f. 1887 á Rannveigarstöðum, d. 1979. Systkini hennar voru: Elís Þór- arinsson, f. 1915, d. 2009, og Jóna Vilborg Þórarinsdóttir, f. 1920, d. 1979. Eiginmaður Oddnýjar var Hermann Guðbrandsson, deild- arstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, f. í Reykjavík 29. september 1913, d. 1983. For- um tvítugt og vann þar hin ýmsu verslunar- og þjónustu- störf. Þau Hermann bjuggu alla sína hjúskapartíð í höfuðborg- inni. Þegar börn þeirra fæddust helgaði hún sig uppeldi þeirra sem og húsmóðurstörfunum. Seinna meir fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og starfaði þá lengst af í Kvenfatabúðinni og Hattabúð Reykjavíkur. Oddný var listilega flink handa- vinnukona. Framleiddi hún hvert listaverkið á fætur öðru sem oftar en ekki enduðu sem gjafir til ástvina hennar. Örfá ár eru síðan hún lagði prjónana á hilluna. Einnig var hún mikil áhugamanneskja um bridds og spilaði hún það í góðra vina hópi fram á tíræðisaldur. Eftir að Hermann féll frá fluttist Oddný á Kleppsveginn þar sem hún bjó þar til yfir lauk. Tók hún mjög virkan þátt í lífi barna og barnabarna sinna og var þeim mikil hvatning í hverju sem þau tóku sér fyrir hendur. Útför Oddnýjar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 28. jan- úar 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. eldrar hans voru Guðbrandur Magn- ússon, f. 1871, d. 1947, og Sigríður Jónasdóttir, f. 1880, d. 1961. Börn Oddnýjar og Her- manns eru: 1) Sig- ríður, f. 1952, gift Bjarna Guðmunds- syni, f. 1956. Börn þeirra eru a) Sig- rún, f. 1975, gift Einari Símonarsyni, f. 1972. Börn þeirra eru Lilja Ragnheið- ur, f. 2000, Hanna Regína, f. 2003 og Henrý Leó, f. 2009, b) Arndís, f. 1986, í sambúð með Guðmundi Magnússyni, f. 1987, c) Guðmundur Hermann, f. 1994. 2) Stefán Ingi, f. 1954, kvæntur Hrafnhildi Björgu Gunnarsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru a) Hlynur, f. 1987, og b) Sindri, f. 1989. Oddný fluttist til Reykjavíkur Elsku mamma. Orð eru fá- tækleg þegar kemur að því að minnast þín því að það sem þú skilur eftir hjá börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum verður nesti þeirra út ævina, þrungið mannást og gæsku. Aldrei talaðir þú illa um nokk- urn mann, aldrei dæmdir þú nokkurn mann, en kastaðir iðu- lega fram vísdómi í öllum þeim stökum og kvæðum, er þú hafð- ir fest þér í minni. Þú varst sjálflærð, sjálfmenntuð eins og sönnu alþýðufólki var títt og með þér finnst mér farinn gamli tíminn, tími þrautseigju, þolinmæði og umburðarlyndis. Mikið er með þér horfið, elsku mamma, þvílíkt var innsæi þitt í mannlegt eðli og gæska þín til alls sem lifir. Faðir minn sagði við mig þegar ég var barn: „Taktu eftir móður þinni og taktu hana þér til fyrirmyndar. Betri kona finnst ekki.“ Ég veit að Guð blessar þig og þú hefur fundið frið. Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Tengdmóðir mín, Oddný Ragnheiður Þórarinsdóttir, sem kvödd er í dag, hefur í rúma þrjá áratugi verið hluti minnar veraldar og einn sá óbreytilegasti. Oddný var svo gæfusöm að halda andlegu at- gervi sínu allt til loka langrar ævi. Þegar vegir okkar Sigríðar dóttur hennar lágu saman var Oddný komin fast að þeim aldri sem oft er talinn veita löggild- ingu sem gamalmenni, en ellin náði aldrei að marka huga Odd- nýjar. Hún lifði þá stund sem var að líða og leit til framtíðar en ekki um öxl. Þetta var mér nokkurt nýnæmi, hjá fólki af sömu kynslóð hafði mér virst að það mat væri á að fátt mark- vert hefði borið til eftir síðari heimsstyrjöld og að minnsta kosti hefði hljómur daganna verið skærari og sterkari á fyrri árum. En tímatal Odd- nýjar veitti lítið rúm fyrir það sem dautt var eða frá deginum í gær, svo tekið sé að láni frá skáldbræðrum úr Persíu og Borgarfirði. Þannig rifjaði hún ekki að fyrra bragði upp at- burði úr eigin ævi. Ef eftir var innt kunni hún þó frá mörgu að segja og var bjart yfir minn- ingum hennar. En vegna þessa kann ég ekki nægjanlega vel að rekja uppruna hennar og upp- vöxt. Hitt veit ég af eigin raun að Oddný var grandvör mann- eskja til orðs og æðis, hrein og bein í framkomu og tæki hún eitthvað að sér var vel fyrir séð. Allt frá fyrstu tíð tók Oddný mér af mikilli vinsemd og kann að hafa bætt fyrir mér að Hermann, eiginmaður Odd- nýjar, sem þá var nýlátinn, og móðurbróðir minn höfðu verið bekkjarbræður í menntaskóla. Fjölskyldan var Oddnýju kær og taldi hún aldrei eftir sér að rétta hjálparhönd þegar hún mátti og eftir var leitað en fjarri var henni að veita ráð sem ekki hafði verið spurt um. Börnum mínum veitti hún ómetanlegt veganesti með um- hyggju sinni og ekki síður með fordæmi, hógværu og glaðlegu viðmóti við alla jafnt og virð- ingu fyrir sjálfri sér til jafns við aðra. Þá er ótalin sú góða móðurmálskennsla sem fylgdi samvistum við Oddnýju ömmu, sem gefið var kórrétt og fjöl- breytt málfar og óþrjótandi þekking á kvæðum og lausavís- um. Löng mannsævi verður ekki rakin í því rými sem minning- argrein í blaði má fylla og ekki heldur viðkynning þriggja ára- tuga. Að leiðarlokum vil ég þakka Oddnýju árin liðnu þar sem svo margs er að minnast og þá vináttu sem var okkar á milli. Eftir situr svo söknuður og einnig eftirsjá fyrir að hafa ekki nýtt betur þann tíma sem gafst. Um margt vorum við Oddný sammála og samstiga en eitt sem við ekki ræddum var hugsanlegt framhaldslíf. Þar fann Oddný fljótt að minni trú um horfur á framhaldslíf var verulega áfátt. Var málaflokk- urinn með þegjandi samkomu- lagi tekinn af okkar umræðu- skrá. En reynist það nú svo að heimur leynist handan þessa eins og Oddný var sannfærð um þá þykist ég vita að ekki fá- ist betra veganesti í förina þangað en ævi sem lifað hefur verið af þeirri hógværð og vel- vild til annarra sem einkenndi Oddnýju Þórarinsdóttur. Bless- uð sé minning hennar. Bjarni Guðmundsson. Oddný Ragnheiður Þórarinsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR LÁRUS JÓHANNSSON, Grænumörk 1, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 21. janúar. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 31. janúar kl. 11.00. Arnbjörg Þórðardóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Vigfús Guðmundsson, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir,Sigurdór Már Stefánsson, Jóhann Björn Guðmundsson, Anna Þóra Guðmundsdóttir, Hermann V. Baldursson, Lárus Arnar Guðmundsson, Íris Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURJÓNSSON rafvirki, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Landspítalanum, deild 11G, þriðjudaginn 27. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Jakob Gunnarsson, Agnes Gunnarsdóttir, Leifur E. Leifsson Gunnar Ingi Gunnarsson, Sigrún Agnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, afi og langafi, PÉTUR PÁLMASON frá Reykjavöllum, Lýtingsstaðarhreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss föstudaginn 23. janúar. Jarðað verður að Mælifellskirkju 31. janúar kl. 14.00. . Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.