Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Trausti Guðjónsson er pípulagningameistari hjá Meistara-lögnum sem hann á og rekur ásamt eiginkonu sinni. „Viðerum búin að vera meira og minna í rekstri í 28 ár. Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá okkur allan þennan tíma og hjá okkur vinna fjórir lærðir pípulagningamenn. Við erum að sinna allt frá smávið- gerðum, viðhaldi og breyt- ingum en vinnum einnig í ný- byggingum og skipum.“ Trausti var raunar staddur í Hafnarfjarðarhöfn um borð í Steinunni frá Höfn í Horna- firði þegar blaðamaður náði tali af honum, en Trausti er jafnframt gjaldkeri Félags pípulagningameistara. Trausti hefur gaman af því að ferðast um á vélsleðum og enduro-mótorhjólum. „Skemmtilegast er að fara í nokkurra daga ferðir í góðra vina hópi, hvort sem er á vél- sleða eða mótorhjólum, innan- lands eða erlendis. Síðastliðið vor fórum við í fimm daga sleðaferð, við þvældumst m.a. inn í Öskju og fórum yfir Holuhraun þar sem gosið er núna og áfram inn í Kára- hnjúka, fórum niður í Möðru- dal og svo var farið til baka yfir Vatnajökul. Einnig var farin fimm daga ferð í sumar á enduro-hjólunum. Við fórum um Norðausturland, m.a. inn á Mývatn, Vopnafjörð, Kárahnjúka, Herðubreiðarlindir o.fl. Það var snilldarferð.“ Trausti hefur einn- ig farið þess háttar ferðir erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og Mexíkó. Trausti hefur einnig varið drjúgum hluta frítíma síns í að gera upp bíla. Svo hefur hann gaman af að fara í útilegur og göngur. Hjónin gengu m.a.yfir Fimmvörðuháls og stefna á að fara í fleiri göngu- og útivistarferðir bæði hér heima og erlendis. Það verður bara nokkuð hefðbundinn vinnudagur á afmælisdag- inn hjá Trausta en hann fær skemmtilega hjólaferð erlendis í af- mælisgjöf frá konu sinni og sonum, sem farin verður seinna í vet- ur. Trausti á tvo syni með eiginkonu sinni Lísu Maríu Karlsdóttur, þeir heita Guðjón Leví og Brynjar Steinn. Trausti Guðjónsson er fimmtugur í dag Í Mexíkó Trausti heldur betur kát- ur í mótorhjólaferðalagi árið 2012. Alltaf verið nóg að gera í pípulagningum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tvíburarnir Guð- mundur Guðmunds- son, verkfræðingur og framkvæmdastjóri ISS Ísland, og Karólína Guðmunds- dóttir, verkfræðingur á skrifstofum Land- spítalans, eru sextug í dag. Árnað heilla 60 ára Kópavogi Alda Katrínardóttir fæddist 22. október 2014 kl. 15.22. Hún vó 4.324 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Vallý Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir. Nýr borgari Á sta fæddist á Akureyri 28.1. 1975. Hún ólst upp við leik og störf á Höfða í Grýtubakkahreppi: „Á þeim árum voru mikil umsvif í búrekstrinum á Höfða. Þar var umfangsmikil kartöflurækt, stórt sauðfjárbú og æðardúnstekja. Ég var fljót að tileinka mér hin ýmsu bú- störf og fékk snemma áhuga á þeim. Maður lærði störfin við hlið foreldra og frændfólks og varð fljótt virkur þátttakandi í þeim verkum sem til féllu á búinu. Ég varð snemma mikill bókaormur og náttúrufræðingur, enda mjög forvitin að eðlisfari.“ Ásta lauk grunnskólaprófi frá Grenivíkurskóla, lauk einum vetri á bóknámsbraut við Framhaldsskól- ann á Laugum, hóf nám við MA haustið 1992 og lauk þaðan stúdents- prófi 1995: „Að loknu stúdentsprófi lá leiðin í Borgarfjörðinn, fyrst í verknám á Hamri í Þverárhlíð en síð- an í Bændaskólann á Hvanneyri þá um haustið. Ég lauk búfræðiprófi þaðan 1996 og BSc-prófi frá búvís- indadeild skólans 1999. Eiginmað- urinn sinnti hins vegar rútukeyrslu á sama tíma hjá Sæmundi Sigmunds- syni í Borgarnesi. Við héldum svo aftur norður vorið 1999 og næsta vetur bjuggum við á Akureyri þar sem ég stundaði kennslu við MA. Næsta vor flutti fjölskyldan heim í Höfða en ók dag- lega til og frá vinnu á Akureyri. Við Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri og bóndi – 40 ára Fjölskyldan Ásta Fönn og Þorkell ásamt börnunum, Páli Þóri, Sigrúnu Þóru, Jóhanni Páli og Sigurði Einari. Bóndi og skólastjóri lætur bókvit í askana Lagt á Leirdalsheiði Fé rekið á afrétt í Fjörður frá Höfða hinn 20.6. 2013. Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á ÍslandiFæst í öllum helstu raftækjaverslunum Allt í eldhúsið frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.