Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um
hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera
þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með
sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.
Garðabær, sem við tilheyrum nú, hef-
ur eyrnamerkt hverfinu svolitla upp-
hæð fyrir íþróttir og íþróttamann-
virki. Rýnihópur mun forgangsraða
verkefnunum,“ segir Guðjón.
Þá voru hér örfá hús
Svipur Álftaness var talsvert
annar þegar Guðjón kom þangað
fyrst árið 1977, þegar móðir hans og
fósturfaðir hófu þar byggingu íbúðar-
húss. „Þá voru hér bara örfá hús,
sveitabúskapur víða og Kristján og
Halldóra Eldjárn enn á Bessastöð-
um,“ segir Guðjón sem var á Álfta-
nesi fram til 1990. Flutti þá austur á
firði og bjó þar í rúman áratug. Þá
héldu þau Matthildur Þórarinsdóttir
kona hans suður og búseta á Álfta-
nesi varð niðurstaðan. Þá var mikil
uppbygging í byggðarlaginu að hefj-
ast sem stóð fram til ársins 2008 og í
dag búa þar 2.500 manns.
„Samfélagið breyttist ekki svo
mikið þrátt fyrir fjölgun. Þetta er
áfram sveit, mannlífið rólegt og eftir-
sótt að búa hér,“ segir Guðjón sem
rekur fyrirtækið Verkþing. Undir
þess merkjum er verið að byggja víða
og segist Guðjón áhugasamur um
framkvæmdir á Álftanesi. Staðan í
dag sé hins vegar þannig að allar lóðir
séu setnar og því ekkert byggt. Góðu
heilli sé nýtt landnám í skipulagsferli
hjá Garðabæ og væntanlega verði
nýjar lóðir tilbúnar til úthlutunar síð-
ar á árinu.
Skiptir sveitarfélagið miklu
„Ég hef stundum sagt að hér búi
sá hópur sem skiptir sveitarfélögin
svo miklu, yfirleitt fjölskyldufólk með
þokkaleg laun sem skila bæjarfélag-
inu góðum tekjum. Fyrir Garðabæ,
sem við sameinuðumst fyrir nokkrum
árum, er Álftanesið góð eining, enda
hafa stjórnendur bæjarins verið
áhugasamir um að uppbygging hér
gangi sem best og þjónusta sveitarfé-
lagsins sé góð. Vissulega finnast okk-
ur sum mál þokast hægt áleiðis, en
þetta kemur allt smátt og smátt og
Álftnesingar geta alveg verið sáttir
við sitt,“ segir Guðjón að síðustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Álftanesbyggð er víðfeðm og húsin þar eru frá ýmsum tímum.
skóla í Urriðaholti á vegum bæjar-
yfirvalda í Garðabæ að hefjast. Þar
hafi menn sýnt uppbyggingu í þessu
hverfi mikinn áhuga frá fyrstu tíð.
Má þar rifja upp ummæli Gunnars
Einarssonar bæjarstjóra í Garðabæ
hér í Morgunblaðinu í vikunni sem
sagði þjónustu sveitarfélagsins í
nýja hverfinu byggjast upp í takti
við annað í hverfinu
Almennt þykir sú nálgun sem
hverfið byggist samkvæmt vera
áhugaverð, segir Jón Pálmi. Hann
vísar þar til þess að Urriðaholts-
byggð sé verði vistvottuð samkvæmt
svonefndum Breeam-staðli. Þetta er
í fyrsta sinn sem slíkum staðli er
fylgt á Íslandi en þar eru græn gildi,
í víðustu merkingu, mikilvægt leið-
arstef. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garðabær Nálægð við verslunarfyrirtæki styrkir Urriðarholtsbyggð.
Íbúar Pétur Örn Svansson og Lóa
Fatou Einarsdóttir komu í hverfið í
haust. Ungt fólk er þar áberandi.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Til stendur að stækka veitingastað
IKEA í Garðabæ um 1.200 fermetra
síðar á þessu ári og mun þá taka
minnst 500 gesti í stað 300 nú.
Komnar eru teikningar að þessari
viðbót og málið er í umfjöllun hjá
skipulagsyfirvöldum. Engar hindr-
anir virðast í vegi, svo að óbreyttu
verður hægt að hefjast handa í
sumar og ljúka framkvæmdum fyr-
ir haustið.
Félagsheimili þjóðarinnar
„Menn hafa sagt veitingastaðinn
vera félagsheimili þjóðarinnar og
mér þykir vænt um þá nafnbót.
Hingað kemur breið flóra gesta
víða að,“ segir Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri IKEA. Hann
segir gesti staðarins oft vera um
1.500 á dag, en til dæmis um helgar
á haustmánuðum nái þessi tala um
6.000 þegar best lætur. Fólki líki
vel við matseðilinn, en viðmiðið sé
að verð rétta fari yfirleitt ekki upp
fyrir 1.000 krónunar, svo sem á ein-
földum kjötréttum.
Stækkunin fyrirhugaða verður
með því móti að sett verður gólf í
ónýttu loftrými yfir afgreiðslu-
svæði og vörulager. Þannig má
fjölga sætum, auk þess sem eldhús-
rými og geymsluaðstaða stækkar
og vinnuaðstaða starfsfólks verður
þægilegri.
Tæpur áratugur er síðan verslun
IKEA við Kauptún var opnuð. Stað-
setninguna segir Þórarinn fyrir
löngu hafa sannast að er rétt. Nú
séu á svæðinu auk IKEA bílaum-
boð, ýmsar búðir og bandaríska
verslunarkeðjan Costco stefni á
staðinn. Garðabærinn og Smárinn í
Kópavogi séu hin nýja miðja höf-
uðborgarsvæðisins, að teknu tilliti
til þess að byggðin hafi verið að
þróast til suðurs með fjölmennum
íbúðarhverfum þar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veitingafólkið Frá vinstri Ruby Gurung, Doán, Doán van Nguyen og
Prajjwal Bhandari. Að baki stendur Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri.
Stækkað um helming
Veitingastaðurinn IKEA mun taka 600
gesti Að jafnaði eru gestirnir 1.500 á dag
„Verkinu hér í Gálgahrauni miðar
ágætlega. Við eigum að skila þessu
af okkur í september og þær áætl-
anir munu standast. Sem sakir
standa vinna hér um 20 manns,
tækni-, iðnaðar-, véla- og verka-
menn, meðal annars við brúarsmíði.
Að henni lokinni fækkar mannskap,
enda erum við þá komnir á loka-
sprettinn,“ segir Gunnar Páll Við-
arsson, verkefnisstjóri hjá ÍAV.
Nýi Álftanesvegurinn, það er frá Engidal í Garðabæ út að gatnamót-
unum að Bessastöðum, er alls um fjórir kílómetrar. Þar af eru 1,5 km í
Garðahrauni, sem aðrir kalla raunar Gálgahraun.
Ákvörðun um vegstæði hefur verið í meira lagi umdeild og henni mót-
mælt, með margvíslegum leiðum. Ætla má þó að flestir séu sammála
um mikilvægi nýs vegar. Ýmsir vildu sannarlega þyrma hrauninu með til-
liti til náttúruverndar. Sjónarmið annarra voru að þeir töldu að ýmsu
mætti kosta til og fórna því núverandi vegur er mjór, þar er blindhæð og
fleiri slysagildrur sem hafa kostað sitt. sbs@mbl.is
Verður tilbúinn í september
ÁFRAM ER UNNIÐ VIÐ UMDEILDA VEGINN
Hraun Framkvæmdir í fullum gangi.
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is