Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Íslenski bílaflotinn er sá elsti afþeim löndum sem við berum okkur almennt saman við í Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi er meðalbíllinn tólf ára gamall en á meginlandi Evrópu er hann átta ára, að því er fram kom í samtali Morgunblaðsins við framkvæmda- stjóra FÍB á dögunum.    Þetta er sláandi munur og þegarhorft er til þess að bílvélar batna hratt og mengun frá bílum minnkar, auk þess sem öryggi bif- reiða verður stöðugt meira, er full ástæða til að skoða hvað kunni að valda þessum mun á Íslandi og öðr- um ríkjum.    Og skýringin er ekki tiltakanlegavandfundin eða flókin. Sérstök gjöld á bíla eru ógnarhá hér á landi, eða allt upp í 65%, og lækkuðu ekkert þegar almennu vörugjöldin voru felld niður um áramót.    Ofan á þessi gjöld leggst svo einnhæsti virðisaukaskattur í heimi, svo að óhætt er að segja að bílaeigendur séu ekki hvattir til að endurnýja.    Bílaleigur máttu um áramót sætahækkun, en búa þó enn við mun hagstæðara skattaumhverfi en almenningur.    Rökstuðningurinn er að ferða-menn þurfi að geta fengið samkeppnishæft verð.    Það er eðlilegt og sjálfsagt, en áalmenningur á Íslandi nokkuð minna skilið? Á almenningur minna skilið? STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík 1 léttskýjað Akureyri 3 skýjað Nuuk -15 snjóél Þórshöfn 7 skúrir Ósló -3 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 súld Glasgow 7 skýjað London 8 léttskýjað París 6 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 3 skúrir Vín 3 skýjað Moskva -6 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -5 þoka Montreal -15 alskýjað New York -5 þoka Chicago -1 alskýjað Orlando 9 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:21 17:01 ÍSAFJÖRÐUR 10:44 16:48 SIGLUFJÖRÐUR 10:28 16:30 DJÚPIVOGUR 9:55 16:26 Bridshátíð, sú 34. í röðinni, hefst formlega á Hótel Natura annað kvöld en í kvöld fer þar fram svo- nefnt stjörnustríð þar sem hitað er upp fyrir aðalmótin. Yfir 400 keppendur eru skráðir til leiks, bæði íslenskir og erlendir. Í þeim hópi eru þekktir evrópskir og amerískir spilarar, þar á meðal Norðmaðurinn Tor Helness, sem að þessu sinni spilar við son sinn Fred- rik, og Zia Mahmood, sem spilar við Bretann Andrew Robson. Þá spilar Hjördís Eyþórsdóttir, sem er núver- andi heimsmeistari kvenna í sveita- keppni, við Magnús Ólafsson. Líklega mun þó Daninn Gus Han- sen vekja mesta athygli áhorfenda en hann er einn þekktasti og sigur- sælasti pókerspilari heims. Hansen hefur á síðustu árum fengið mikinn áhuga á brids og komst raunar í við- skiptafréttir nú í janúar þegar hann fjárfesti í danska fyrirtækinu Bridge+Company, sem framleiðir búnað til að gefa spil á bridsmótum. Búnaðurinn nefnist Bridge + Deal- er og var fyrst notaður á sterku móti í Kaupmannahöfn um miðjan þenn- an mánuð. Hansen spilar hér við vin sinn Martin Schaltz, sem er kunnur bridsspilari í Danmörku. Spilamennskan hefst klukkan 19 annað kvöld og mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu um kl. 18 á sunnudag. gummi@mbl.is Yfir 400 spilarar mæta á Bridshátíð Gus HansenZia Mahmood  Heimsþekktur danskur pókerspilari verður meðal þátttakenda Reglur um skil á ársreikningum og ársreikningaskrá eru til athugunar ásamt öðru við undirbúning á inn- leiðingu tilskipunar Evrópusam- bandsins um einföldun ársreikninga lítilla fyrirtækja. Ríkisskattstjóri bendir á að hugsanlega mætti taka tilteknar framtalsupplýsingar og auka þannig sjálfvirkni og eftirlits- möguleika. Ársreikningaskrá er sjálfstætt kerfi, óháð framtalsupplýsingum sem fyrirtækin skila. Eftirlitið fer fram eftir á með úrtakskönnunum. Þannig var ársreikningi Neytenda- lána hafnað eftir fyrirspurn Morgun- blaðsins um það hvort leyfilegt væri að segja í ársreikningi að hluthafar væru „ótilgreindir útlendingar“. Kerfin hjá Ríkisskattstjóra eru með mismunandi upplýsingar auk þess sem ársreikningaskráin er opin en framtalsskilin ekki. Ríkisskatt- stjóri hefur þó til einföldunar bent á þann möguleika að nota tilteknar upplýsingar úr framtölum á sjálf- virkan hátt við gerð ársreikninga- skrár. Eftirlitið yrði virkara. Þessi hugmynd er ásamt öðrum til skoðunar í ráðuneytinu, samkvæmt upplýsingum. Meginhugsunin er þó að einfalda hlutina, einkum fyrir minnstu fyrirtækin. helgi@mbl.is Skil á árs- reikningi einfölduð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.