Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Borgarnes Það er tilvalið að njóta handverks helgarinnar og vinna í höndunum í fallegu umhverfi í Borgarnesi.
áður haldið svona helgi til
prufu en þá voru þátttakendur
aðeins tveir. Hins vegar lukk-
aðist sú helgi afskaplega vel,
segir Ragnheiður, og þarna
lauk ein kona við peysu sem
hana hafði vantað smávegis
aðstoð við, dúk sem vantaði
frágang á en auk þess kom
hún með dúk sem hún hafði
geymt í nokkur ár.
Næsta helgi er einmitt
,,helgi hins hálfnaða hand-
verks“ en dagskráin er með
þeim hætti að Ragnheiður hitt-
ir þátttakendur á föstudags-
kvöld hjá Inger.
,,Við hefjumst strax handa og
skoðum gömlu handavinnuna,“ segir
Ragnheiður og bætir við: ,,og
vinnum svo alla helgina í ró og næði,
en þetta er allt öðruvísi en að fara á
handverksnámskeið og fara síðan
bara heim“.
Útlendingum kennt að prjóna
Ragnheiður hefur frá árinu 2011
starfað sjálfstætt við handverk, sem
ferðaskipuleggjandi og leiðsögu-
maður. Áður starfaði hún í samtals
30 ár í grunnskólum eða skólaskrif-
stofum sem handverkskennari,
stærðfræðikennari og við sér-
kennslu og ráðgjöf.
,,Eftir að ég fór haustið 2011 á
brautargengisnámskeið hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands varð ekki
aftur snúið og ég stofnaði mitt eigið
fyrirtæki, ,,Culture and craft“, en
fyrsta og aðalmarkmiðið var að
kenna útlendingum að prjóna og
kynna íslensku ullina fyrir þeim“.
Ragnheiður segist ekki hafa
staðið sig nógu vel í markaðs-
setningu í upphafi enda hafi
hún ekki fengið nema tvo við-
skiptavini árið 2012.
,,Ég hafði aldrei þurft að
markaðssetja mig áður, en eftir
að ég fór í samstarf við ferða-
skrifstofur hefur þetta gengið
ljómandi vel. Ég er með að-
stöðu á Hótel Laxnesi og þang-
að koma þátttakendur víða úr
heiminum. Þaðan fer ég líka
með fólk í gönguferðir í Ála-
fosskvosinni og segi sögu ullar-
iðnaðarins á Íslandi“.
Ragnheiður segir að út-
lendum ferðamönnum gangi vel
að læra að prjóna en skemmtilegast
þykir henni að fá erlenda nemenda-
hópa á aldrinum 14 til 17 ára þegar
þarf að kenna þeim allt frá byrjun.
Það sé virkilega gaman að sjá
hvernig þau upplifa þegar prjón-
aður hlutur verður til.
Dúkur Sá sem átti þennan fellega dúk lauk loks
að sauma hann um síðustu handverkshelgi.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
um Helgi hins hálfnaða handverks
á netfanginu ragga@cultureandc-
raft.com eða hringja í 869 9913.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Tónlistarhátíðin WACKEN OPEN AIR í
Norður-Þýskalandi er ein stærsta og
virtasta þungarokkshátíð í heimi og
er haldin árlega. Á hverju ári stendur
Wacken fyrir hljómsveitakeppninni
METAL BATTLE og verður hún haldin í
sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir
keppa um að komast á Wacken Open
Air að spila og taka þátt í lokakeppni
Wacken Metal Battle þar sem til
margs er að vinna. Vinsældir keppn-
innar hafa aukist og keppa 40 þjóðir
um að komast að en eingöngu er
pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni.
Þungarokkið virðir engin landamæri
og meðal nýrra þjóða og svæða sem
verða með í ár má nefna Jórdaníu,
Lebanon og Dubai.
Sérstök dómnefnd, skipuð bæði
innlendum og erlendum aðilum, sér
um að velja sigurvegarann hér á
landi. Auk þessa munu áhorfendur
hafa atkvæðisrétt og geta valið sínar
uppáhaldssveitir.
Þær sveitir sem hafa áhuga á að
taka þátt skrá sig með því að senda
kynningarpakka á netfangið: thoro-
kol@gmail.com. Þær samþykkja um
leið reglur keppninnar sem má finna
á www.metal-battle.com. Umsóknar-
frestur er til 15. febrúar.
Þungarokkshátíðin WACKEN OPEN AIR
Rokk Margir munu troða upp.
Hver verður fulltrúi landsins?
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
akkar
ök
kjur
Glæný lúða
Glæný línuýsa
Hrogn og lifur
Súr hvalur og hákarl
Dansarinn Anneli Ninja, sem hefur m.a.
unnið fjölda alþjóðlegra keppna, heldur
dansnámskeið um næstu helgi hjá
Dansi Brynju Péturs. Þar mun hún
kynna dansstílana sem nefnast Posing
og Runway, Vogue New Way og Vogue
Femme. Allir sem hafa áhuga á að ná
tökum á nýjum dansstíl eru hvattir til
að skrá sig.
Anneli er meðlimur stærsta alþjóð-
lega Vogue-danshóps í heimi sem nefn-
ist The House of Ninja. Þess má geta að
Vogue-dansstílinn hafa m.a. tónlistar-
konurnar Madonna, Beyoncé, Lady
Gaga, Fergie o.fl. notað í ríkum mæli.
Anneli Ninja kennir hjá Dansi Brynju Péturs
Stuð Dansarar í The House of Ninja.
Kennir Vogue-dansstílinn