Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 2
Segðu okkur frá starfi þínu í kringum leikritið Dúkkuheimili. Að fá að kynnast þessu leikriti og sökkva sér inn í það með hópnum sem að því stendur hefur verið algerlega magnað. Allt frá því að ég las leikritið í fyrsta sinn fann ég fyrir miklum slætti innra með mér, eitt er það að þetta er náttúrlega alveg ofboðslega gott leikrit, en það sem sló mig alveg út af laginu við það í raun var hversu ofboðslega vel það á við í dag. Manni hefur oft orðið orðavant í tíðum samræðum við samstarfsfólk um efni þess akkúrat vegna þess hve ískyggilega það vísar til okkar samfélags og tíma, jafnvel í manns eigin lífs- reynslu. Því er það svo gefandi og gott að fá tækifæri á að fá að tjá sig um það í gegnum tónlistina. Einhvern veginn varð strax til einhver sláttur eða tónn sem haldist hefur í gegn- um þetta ferli, furðuleg hljómvissa sem varð til strax í upp- hafi. Það var svona meira líkt og maður þyrfti að sækja tónlist- ina heldur en að maður settist niður við að smíða líma og járnbinda. Hvernig hefur samstarfið gengið? Það hefur verið í einu orði sagt – dásamlegt – að vinna með öllum hlutaðeigandi sýn- ingarinnar, hverjum einasta! Hvílíkt eðalfólk sem það er, svo frábærir listamenn hver á sínu sviði. Í vinnu sem þessari er ekki endilega á vísan að róa með hvernig gengur. Listafólk vinnur mikið með mannlega eiginleika og þeirra eigin mannlegu eiginleikar verða kannski í starfi þeirra meira áberandi en annars og ég er innilega þakklát og glöð yfir að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með því hvernig einmitt þetta frábæra listafólk tekst á við list sína í þessu magnaða skáldverki. Í sköpun sem þessari er lykillinn að allra höfundarverk nái að blómstra og þjóni hinu sameiginlega markmiði, sýningunni. Svo hún öðlist það líf sem henni er ætlað. Dúkkuheimili er skrifað 1879. Á það enn vel við? Það er eiginlega ískyggilega sígilt. Þrátt fyrir alla þá þróun sem við teljum hafa átt sér stað í gegnum söguna og vissulega hefur orðið á mörgum sviðum svo maður til taki til dæmis hvað tækni og vísindi varðar þá hefur sú sama þróun eitthvað látið á sér standa þegar kemur að mannlegu samneyti, viðhorfi okkar sjálfra til raunveru- legs jafnréttis til að mynda, nánum samskiptum okkar og þeim undarlega leik- araskap sem við dettum inn í meðvitað og ómeðvitað í samskiptum hvert við annað. Við spólum eins og enginn sé morgundagurinn í eldgömlum hjólförum, hömumst áfram með alla okkar samfélagslegu álitsgjafa og dómhörku meðferðis þannig að manni sýnist nú oft eitthvað standa á þroskanum en við manneskjur erum jú líka á sama tíma svo stórkostlega skapandi að við klæðum hegðun og atferli í nýja og spennandi búninga hverju sinni og erum þar dyggilega studd umhverfinu eða já, samfélaginu. Við virðumst ekki komast út úr þeirri hugmyndafræði að til þess að „halda velli“ í okkar veraldlega þenkjandi heimi virðist málið vera að loka fyrir til- finningalegt innsæi og heiðarleika til dæmis. Við ríghöldum okkur í ímyndir sem okkur eru innrættar allt frá blautu barnsbeini um passlega mikla lygi og hagræð- ingu á sannleikanum sem allt er auðvitað í þágu þess að komast sem best af eða ætti ég kannski að segja koma sem best út í samanburði við eitthvað eða einhvern sem enginn veit í raun hvað eða hver er. Ég veit hins vegar líka að sú sannleiksþrá sem býr líka í hverri manneskju verður ekki sigruð. Kjarninn í okkur hrópar á svölun á þeirri þrá. Hversu langt við göngum þó til að hlýða því kalli er afar misjafnt. Ég held að Ibsen sé meðal annars að benda á þetta með verkinu sem síðast en ekki síst er líka frábær saga af fjölskyldu um jólaleyt- ið, sem enginn vill láta fram hjá sér fara! Strengdir þú áramótaheit? Ég strengi nú ekki eiginlegt áramótaheit, er svo hrædd um að það klikki. Ég vona bara að hver dagur verði sem allra bjartastur! Nýtt ár leggst vel í mig. Ég veit að það felur í sér einhvern alveg sérstakan galdur, þetta ár. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan. Ég mun vinna í tónlist með frábæru fólki og hlakka til.Morgunblaðið/Þórður MARGRÉT KRISTÍN BLÖNDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Ískyggilega sígilt Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Mér líður mjög vel og ég trúi því að ef manni sjálfum líður vel þá verði allt gott og bjart í kringum mann. Þannig að árið framundan leggst mjög vel í mig. Guðrún Ísleifsdóttir Árið leggst alveg rosalega vel í mig. Það er nýtt barn á leiðinni hjá okkur og svo ótrúlega margt skemmtilegt framundan næstu mánuði að ég hlakka til. Díana Dögg Hreinsdóttir. Árið 2015 leggst nokkuð vel í mig. Þetta er góð tala, ég hef fulla trú á henni. Áramótin voru líka góð svo að þau vita líka á gott fyrir það sem framundan er. Jóhann Bjarnason Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég er alltaf rosalega bjartsýn á áramótum. Það er svo gaman og gleðilegt að upplifa nýtt upphaf, byrjunina á einhverjum nýjum fyr- irheitum. Guðrún Anna Auðunsdóttir Morgunblaðið/Þórður SPURNING DAGSINS HVERNIG LEGGST ÁRIÐ 2015 Í ÞIG? Vídó- og ljósahönn- uðurinn Ingi Bekk hefur unnið að merkum og marg- verðlaunuðum óperu- og leiksýningum á Englandi. Hann hefur meðal annars unnið með goðsögninni Terry Gilliam. Menning 56 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók RAX Hvaða kjöt er mannúð legast að borða? Þessari spurningu og fleirum tengdum kjötáti og slátrun dýra til manneldis er velt upp í grein í blaðinu. Miklu getur munað á því hvernig hugsað er um dýr og hversu mikið þau þurfa að þjást áður en þau enda á diski neytenda. Úttekt 52 Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, fer í sjóinn tvisvar til þrisvar í viku allan ársins hring og segir sjósundið hafa jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Hún byrj- aði árið uppáklædd í nýárssundi. Heilsa 24 Útsölurnar eru í þann mund að hefjast og nýta sér þær margir. Þá getur verið gott að taka til í skápunum til þess að sjá hvað vantar og skipu- leggja verslunarleiðang- urinn vel. Tíska 43 Hin hressa og síkáta tónlistarkona og varaborgarfulltrúi Margrét Kristín Blön- dal, betur þekkt sem Magga Stína, er með margt í pípunum um þessar mundir og skrifaði meðal ann- ars tónlistina fyrir leikritið Dúkkuheim- ili sem var frumsýnt fyrir stuttu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.