Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 13
4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 maður í hálft ár. Það var mikil reynsla að fá að vera með í þeim hópi.“ Á Austurfrétt er fjallað um menn og málefni um allt Austurland. „Okkar tengslanet er sterkast hér uppi á Héraði en við reynum að fylgjast með öllu.“ Segja má að fyrirtækið hafi sprottið út úr Austurneti, að sögn Gunnars, „fyrirbæri sem kallað er klasi í dag en það er í raun annað nafn á samvinnufélagi. Austurnet varð til þegar einstaklingar í tölvu- geiranum byrjuðu að vinna saman á Egilsstöðum, fleiri sprotaverkefni bættust við og Austurfrétt er einn sprotanna sem óx úr því. Fyr- irtækin sem eru rekin hér á hæð- inni þar sem Austurfrétt er til húsa eru meira og minna sprottin út úr þessu.“ Það er í gömlu höf- uðstöðvum Kaupfélags Héraðsbúa í miðbæ Egilsstaða. Blaðamennskuferillinn hófst þeg- ar Gunnar var enn í 10. bekk grunnskóla, með skrifum á stuðn- ingsmannavef Manchester United á Íslandi. Þetta er eitt af því fáa sem ég haft frumkvæði að, ég var og er tölvunörd og var að reyna að búa til heimasíðu og skrifa um Man- chester United, því ég hafði áhuga á fréttum, þegar ég sá að ein- hverjar gaurar voru að gera vef fyrir klúbbinn. Ég setti mig í sam- band við þá og náði að sameina mínar sönnu ástir í lífinu; Man- chester United og fréttamennsku!“ Áhuginn kviknaði snemma Þegar Gunnar var á öðru ári í menntaskóla fékk hann titilinn rit- stjóri vefjar Man. Utd. og ritstýrði vefnum í tíu ár, frá 2001 til 2011. Hann fékk ungur áhuga á ensku knattspyrnunni. „Jón Guðmunds- son, mjög góður íþróttakennari á Hallormsstað, fór að segja mér sögur af þessu stórkostlega fyr- irbæri sem fótboltinn væri, þegar ég var 6 eða 7 ára gamall. Hann hélt með Liverpool og ætlaði senni- lega að gera mig að Pollara en blessunarlega tókst það ekki! Hann dældi í mig greinum, ég man eftir stórri grein um Ryan Giggs og svo stórri samantekt úr Mogganum sem Sigmundur Steinarsson skrif- aði 1994 um slysið í München 1958 og um þjálfarann, Matt Busby. Ég kann þessa grein næstum því utan að! Óhugnanlegur hávaði þegar flugvélin ruddi girðingunni niður, var fyrirsögnin á rammagrein, og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég fer í flug … Þessi grein Sigmundur skipti mig miklu máli í lífinu. Ég er til dæmis sannfærður um að Duncan Edwards, einn þeirra sem létust eftir slysið, er besti knatt- spyrnumaður sem uppi hefur ver- ið.“ Gunnar tekur skýrt fram að hann hafi aldrei verið góður í fót- bolta sjálfur, „enda spilaði ég aldrei nema á malarvelli í frímínútum á Hallormsstað. En ég hef verið fót- boltadómari í nokkur ár, það er mín leið til að vera með og gott að geta hjálpað til með þeim hætti.“ Foreldrar Gunnars eru bændur á Egilsstöðum í Fljótsdal, þau Gunnar Jónsson og Bergljót Þór- arinsdóttir. Hann segir það án efa einhvern tíma hafa komið til greina að feta í fótspor forfeðranna: „Kindur eru mjög falleg dýr og skemmtileg um 10 ára aldurinn, þegar ég fór að hafa vit og áhuga á fótbolta, urðu ákveðnir árekstrar: Ég vildi frekar vera inni og horfa á fótbolta í sjónvarpinu en að vera úti að hjálpa til … Ég fór svo í stjórnmálafræðina, en bróðir minn fór í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.“ Mikill samvinnumaður Rétt er að halda því til haga að Gunnar er formaður Kaupfélags Héraðsbúa. „Það var meiri virðing- artitill á árum áður, nú er KHB bara skúffufyrirtæki, en því er haldið lifandi. Ég tók þetta verk- efni að mér 2012 og okkur tókst, með hjálp góðra manna, að ljúka við útgáfu á 100 ára sögu kaup- félagsins fyrir rúmu ári.“ Bókaútgáfan Hólar gaf út. „Ég er mikill samvinnumaður eins og margir í Fljótsdal. Ég segi stundum að á sunnudögum hafi verið talað um kaupfélagið við mat- arborðið hjá mér en ekki guð. Enda vissi ég að kaupfélagið var til en var ekki viss um guð. Ég trúi á samvinnu, mér finnst gaman að leiða saman ólíka aðila og vinna með nýju fólki að alls kyns sam- starfsverkefnum.“ Gunnar Gunnarsson er öflugur í leik og starfi og hefur komið víða við. Kiwanismenn í Keili hafa gefið Brunavörnum Suður- nesja nýja bangsa sem ætlaðir eru til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda. Hefð er fyrir því að klúbburinn gefi bangsana. Bangsar í sjúkrabíla Heilsugæslunni í Laugarási bárust góðar gjafir á dögunum. Lionsklúbburinn Dynkur gaf 150 þús. kr. til tækjakaupa og Oddný Kristín Jósefsdóttir stafræna myndavél og bók um snemmtæka íhlutun í málþroska barna, skv. Sunnlenska. Góðar gjafir Gunnar hlaut í haust við- urkenningu frá Æskulýðsráði ríkisins þegar verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn. Veittar voru viðurkenn- ingar í þremur flokkum, sú sem Gunnari hlotnaðist var „til ungs fólks sem lagt hefur alúð við þátttöku sína í æsku- lýðsstarfi eða nýtt reynslu sína úr því á öðrum sviðum þjóðlífsins“. Í rökstuðningi ráðsins sagði að Gunnar hefði komið „víða við í margskonar félagsstarfi innan íþrótta- og æskulýðs- hreyfingarinnar, tekið virkan þátt í æskulýðsstarfi á Aust- urlandi – í sinni heimabyggð, á landsvísu og í norðurlanda- samstarfi. Auk þess hefur hann verið virkur í félagslífi á öllum skólastigum og gegnt trúnaðarstörfum fyrir fé- lagasamtök.“ Gunnar segir viðurkenn- inguna hafa komið sér á óvart. „Hvað hefur stutt ann- að. Ég kom inn í ungmenna- félagshreyfinguna, lærði þar að lesa ársreikninga og gat flutt þá reynslu yfir í fyr- irtækið, svo ég nefni dæmi. Ég hef mikinn áhuga og metnað fyrir bæði fyrirtækinu og ung- mennafélagshreyfingunni. Vissulega er þetta tímafrekt en ég tek alltaf frá tíma þegar Manchester United er að spila. Ég boða a.m.k. ekki til funda þegar eru stórleikir!“ UMFÍ Mikill metnaður Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD Íþróttafélagið Þór á Akureyri verð- ur 100 ára 6. júní í sumar. Fyrsti stóri viðburðurinn á afmælisárinu er Þrettándagleði þriðjudaginn 6. jan- úar á félagssvæðinu í Glerárhverfi. Þórsarar stóðu fyrst fyrir brennu- haldi fyrir tæpri öld. Í Jónsbók, frétta- og fundablaði Þórs, segir í ársbyrjun 1917: „Brennu hjelt Þór á gamlárskvöld [1916)]. Nefnd var kosin til að safna í brennuna, og sjá um það. Það voru dugnaðarmenn sem þetta gerðu. Margir gáfu mikið af rusli til brennunnar. Tryggvi Helgason gaf staur, og 50 aura fyrir olíu. Það var vel gert af prívat- manni.“ Brennu hélt Þór um áramót frá 1915 til 1935 en síðan á þrett- ándanum, með hléum. Hátíðin hefur verið með svipuðu sniði frá 1970. AKUREYRI Þrettándagleði Þórs um 1960. Eiríkur Stefánsson álfakóngur, drottningin er Erla Hólmsteinsdóttir og kúskur (ekill) Alfreð Arnljótsson hestamaður. Ljósmynd/Gunnlaugur P. Kristinsson Aldarafmæli Þórs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.