Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 14
Baldvin Z leikstjóri og Ingvar Þórðarson slá á létta strengi á Kaffivagninum. Baldvin kveðst treysta Ingvari fyrir lífi sínu. K onur færa menn milli landa,“ segir Ingvar Þórðarson kvik- myndaframleiðandi sposkur á svip þegar fundum okkar ber saman á Kaffi- vagninum í Reykjavík. Spurt var hvers vegna hann hefði flutt til Þýskalands fyrir nokkrum árum. Ingvar kynntist sumsé þýskri konu sem starfar sem lögfræðingur í Berlín. Og hvar ætli þau hafi hist? „Klukkan níu á þriðjudagsmorgni,“ svarar Ingvar enn sposkari á svip. Nema hvað? Kvennamál eru ekki rædd frekar þetta síðdegi. Þrátt fyrir að búa erlendis hefur Ingvar fráleitt sagt skilið við gamla landið. Hann er með annan fótinn hér heima vegna allskyns kvik- myndaverkefna. Sum eru ekki kom- in á það stig að segja megi frá þeim en Ingvar lofar krassandi fréttum á næstunni. Og þá erum við að tala í fleirtölu. Tvær kvikmyndir sem Ingvar framleiddi voru frumsýndar á árinu 2014, Vonarstræti í leikstjórn Bald- vins Z, og Afinn sem Bjarni Haukur Þórsson leikstýrði. Báðar gengu vel, sérstaklega sú fyrrnefnda sem Ingv- ar framleiddi í félagi við Júlíus Kemp. Um fimmtíu þúsund manns hafa séð Vonarstræti sem hlaut ein- róma lof gagnrýnenda, til að mynda valdi bandaríski kvikmyndagerð- armaðurinn og -gagnrýnandinn Greg Klymkiw Vonarstræti á dög- unum eina af tíu bestu myndum ársins 2014. Vel tekið vestra Ekki nóg með það. Ingvar fram- leiddi líka ásamt öðrum vinsælustu kvikmyndina í Finnlandi á nýliðnu ári, The Grump, en um hálf milljón manna lagði leið sína í bíósali til að berja hana augum. „Þetta var gott ár,“ segir hann. „Þegar maður býr til kvikmynd gerir maður alltaf ráð fyrir að enginn komi að sjá hana en reynir samt að fá alla.“ Þess má geta að Hilmar Örn Hilmarsson á tónlistina í The Grump. Ingvar var nýverið í Los Angeles að kynna Vonarstræti fyrir fólki í bransanum og kveðst hafa fengið mjög góðar viðtökur. Myndin var framlag Íslands til Óskarsverð- launanna í vor og voru ýmsir von- góðir um að myndin ætti möguleika á að hljóta tilnefningu. Svo fór því miður ekki en Ingvar segir kynn- ingarstarfið vestra eigi að síður hafa verið mjög lærdómsríkt ferli. „Þetta var slagur en við búum að þessari reynslu ef og þegar við verðum í þessum sporum næst. Það er ekki nóg að velja framlag til Óskarsins, Ísland verður líka að senda myndir á Golden Globe. Það er nauðsynleg kynning fyrir Óskarsferlið. Við höf- um klikkað á því.“ Að sögn Ingvars er ekkert úr- slitaatriði að myndir hafi slegið í gegn hér heima eigi að flytja þær út enda þótt það skemmi vitaskuld ekki fyrir. „Það er enginn dauða- dómur yfir mynd þótt hún gangi ekki vel á Íslandi. Gott dæmi um það er Frost sem fékk dræma að- sókn hér en hefur eigi að síður ver- ið seld til 56 landa.“ Þetta er skrifstofan mín! Ingvar starfar sjálfstætt. „Þetta er skrifstofan mín,“ segir hann og strýkur fartölvunni á borðinu fyrir framan sig um vangann. „Stundum er ég með hundrað manns í vinnu og fækka þeim síðan niður í núll þegar ég get, fyrir utan lögfræðing og endurskoðanda. Þeir verða alltaf að vera til staðar.“ Hann fer víða til að sinna sínum verkefnum. „Þetta er eins og sjó- mennska. Einn daginn er ég á Grænlandi, þann næsta í Hollywood, þann þriðja á Langjökli og þann fjórða í Berlín. Svona er líf kvik- myndaframleiðandans. Maður þarf að vera fljótur að bregðast við að- stæðum og ekki spillir fyrir að hafa gaman af því að ferðast.“ Ingvar velur sín verkefni og stendur og fellur með þeim, eins og hann tekur til orða. Hann vill vinna sem mest hér heima enda sé það lífsspursmál fyrir þessa þjóð við nyrstu voga að halda úti kvik- myndagerð. Og raunar listsköpun yfirhöfuð. „Listsköpun, ekki síst kvikmyndagerð, á undir högg að sækja á Íslandi. Umhverfið er fjandsamlegt og markaðurinn lítill. Þetta er varnarbarátta en við erum staðráðin í að snúa vörn í sókn. Það er nauðsynlegt að segja íslenskar sögur og helst flytja þær út svo aðr- ar þjóðir geti notið þeirra með okk- ur.“ Að sögn Ingvars er enginn hörg- ull á hæfileikum hérlendis. „Hæfi- leikafólkinu er alltaf að fjölga og hugmyndirnar eru óþrjótandi en oft og tíðum vantar fjármagn til að veita þeim brautargengi. Nýtt fólk á mjög erfitt með að komast að. Það er sorglegt og þess vegna hef ég í gegnum tíðina reynt að ryðja braut- ina fyrir nýtt fólk. Tíu af mynd- unum sem ég hef framleitt eru fyrstu myndir leikstjóra.“ Byrjaði fyrir tilviljun Ingvar er enginn nýgræðingur í faginu, kom að sinni fyrstu kvik- mynd árið 1992, Sódóma Reykjavík sem sló eftirminnilega í gegn. „Það var algjör tilviljun að ég kom að því verkefni,“ rifjar hann upp. „Hallur vinur minn Helgason hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri mynd- arinnar og bað mig að hjálpa sér. Síðan fór hann í kvikmyndaskóla í Hollywood og ég varð eftir.“ Í framhaldi af þessu fór Ingvar að reka Regnbogann sáluga fyrir Jón Ólafsson athafnamann og minn- ist þess starfs með mikilli hlýju. „Það er ekki amalegt að fá borgað fyrir að horfa á bíómyndir.“ Hann hlær. Tökum lauk á nýliðnu ári á þrem- ur myndum sem Ingvar framleiðir og eru þær nú á eftirvinnslustiginu. Um er að ræða tvær íslenskar Ingvar á siglingu um Scoresbysund sl. haust, þar sem hann safnaði myndefni til að kynna fyrirhugaða heimildarmynd um norðurslóðir sem hann hyggst gera í samstarfi við Harald Sigurðsson jarðfræðing og Ragnar Axelsson ljósmyndara. Nauðsynlegt að segja íslenskar sögur ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA FLUTTUR TIL BERLÍNAR HELDUR INGVAR ÞÓRÐARSON ÁFRAM AÐ FRAMLEIÐA KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI. ÞYKIR NAUÐSYNLEGT AÐ SEGJA ÍSLENSKAR SÖGUR OG HELST DEILA ÞEIM MEÐ ÖLLUM HEIMINUM. SJÁLFUR ER HANN ÓÞREYTANDI Í ÞEIM EFN- UM, ER EINN DAGINN Á GRÆNLANDI, ANNAN Í BERLÍN OG ÞANN ÞRIÐJA Í HOLLYWOOD, ÞAR SEM HANN KYNNTI VONARSTRÆTI FYRIR MÁLSMETANDI FÓLKI Á DÖGUNUM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is * Hæfileikafólkinu er alltaf að fjölga og hugmyndirnar eru óþrjótandi en oft og tíðum vantar fjármagn til að veita þeim brautargengi. Ingvar með leikaranum Ben Stiller og aðstoðarmanni hans, Jin-woo Prensena. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.