Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 20
H refna, sem er sjúkraþjálfari, fór í mastersnám í stoðkerf- isþjálfun og Björn fór í MBA-nám. „Við vorum svo heppin að finna bæði ársnám í Melbourne University, stærsta háskól- anum í Viktoríuríki,“ segir Hrefna. Þau luku námi í nóvember, fóru þá á flakk og komu heim í janúar á síðasta ári. Von var á fjölgun í fjölskyldunni þegar blaðamaður ræddi við Hrefnu rétt fyrir jól; hún gekk með fyrsta barn þeirra hjóna, og sonur fæddist skömmu fyrir áramót. Til hamingju með það! Björn og Hrefna hafa bæði stundað fimleika lengi og því ekki að undra hvernig mynd var tekin af Birni á Kínamúrnum og Hrefnu við vegg- listaverk í Melbourne, sem birtar eru hér í opnunni; hún var einn Evr- ópumeistaranna í hópfimleikum á sínum tíma og Björn þjálfari. „Það var yndislegt að upplifa Ástralíu,“ segir Hrefna við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Fólkið er mjög indælt og opið og alltaf til í að spjalla.“ Íþróttaáhugi er mjög mikill í Melbourne. „Þegar við komum snerist allt um opna ástralska meistaramótið í tennis. Formúlan er mjög vinsæl þarna og ástralski fótboltinn auðvitað. Besta liðið er einmitt í Melbourne, bekkjarbróðir Björns dró okkur auðvitað á völlinn og við fórum að halda með The Hawks, sem komst í úrslit og varð Ástralíumeistari á meðan við vorum úti. Þá er óhætt að segja að allt hafi orðið brjálað úr fögnuði.“ Þau fóru nokkuð víða en Hrefna nefnir sérstaklega ferð norður í Ka- kadu-þjóðgarðinn, þar sem m.a. má sjá náttúruperluna Uluru (sem líka er nefnd Ayres-kletturinn), einn helgasta stað frumbyggja, en þeir eru fjöl- mennir í þessum landshluta og menning þeirra hefur varðveist best þar. Einnig fannst henni tilkomumikið að aka eftir Great Ocean Road, frægum vegi við suðurströndina, skammt frá Melbourne. „Þetta er einskonar Gullni hringurinn í Viktoríuríki. Frægir drangar standa þar upp úr sjón- um, voru 12 – kallaðir postularnir 12 – en átta eru nú sjáanlegir. Strand- lengjan er ótrúlega flott og þarna er mikið um brimbrettafólk.“ Veður er Áströlum afar hugleikið. „Íbúar Melbourne eru helteknir af veðurfréttum, enn frekar en Íslendingar, enda getur veðrið þar verið öfgakennt og breyst á skammri stundu. Stundum var gríðarlega kalt og rigning að morgni en hitinn kominn upp í 15 stig seinna um daginn, jafn- vel fyrir hádegi.“ VORU TÆPT ÁR VIÐ NÁM Í MELBOURNE Yndislega Ástralía HJÓNIN HREFNA ÞORBJÖRG HÁKONARDÓTTIR OG BJÖRN BJÖRNSSON VORU VIÐ NÁM Í MELBOURNE Í ÁSTRALÍU Í FYRRA. ÞAU NOTUÐU TÆKIFÆRIÐ OG FERÐUÐUST INNAN LANDS OG UM ÖNNUR LÖND Á SUÐURHVELI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Ferðalög og flakk Allir ættu að setja ferð til Nýja-Sjálands á óskalistann, að sögn Hrefnu. „Við fórum þangað í viku í nóvember, leigðum húsbíl og keyrðum hring um suðureyjuna. Það var stórkostlegt! Við höfðum verið lengi að heiman og ég ímynda mér að tilfinningin hafi verið svipuð og upplifun útlendinga sem koma til Íslands. Margt er svipað með löndunum, náttúran ofboðslega falleg, en Nýja-Sjáland þó eins og Ísland í fimmta veldi; fjöllin og vötnin stærri og veðrið betra.“ Þau komu m.a. við í Queenstown sem stundum er kölluð adrenalínhöf- uðborgin, m.a. vegna þess að þar var teygjustökk fyrst reynt í heiminum. „Við fórum einmitt að brúnni þar sem fyrst var stokkið og þar voru marg- ir að prófa. Við létum okkur hins vegar nægja að horfa á!“ Hrefna segir Nýja-Sjáland „pínu sveitó“ miðað við Ástralíu, þó ekki í neikvæðri merk- ingu, og dásamlegt að koma til landsins. STÓRKOSTLEGT Á NÝJA-SJÁLANDI Bekkjarbróðir Björns úr MBA náminu gifti sig heima á Sri Lanka um áramót. „Það var magnað að vera við- staddur tveggja daga skrautlegt og skemmtilegt brúð- kaup þar,“ segir Hrefna. „Fyrri daginn var allt mjög há- tíðlegt en fjörugt partí seinni daginn og mikið dansað. Þetta var í höfuðborginni, Colombo, en við fórum í túr norður í land og skoðuðum gamlar minjar. Kom- um m.a. að frægum kletti, Sigiriya, þar sem reist var virki fyrir konunginn í gamla daga; þegar ráðist var á hann gat kóngur og hans fólk flúið upp á klettinn og varist. Við spjölluðum við nokkra heimamenn og urð- um vör við mikla móðurjarðarást. Þeir töluðu mjög fallega til landsins. Það var allt önnur stemning á Sri Lanka en t.d. á Filippseyjum, þar sem fátækt var áber- andi, sérstaklega í höfuðborginni Manilla.“ MÓÐURJARÐARÁST Á SRI LANKA „Það er afskaplega gott að búa í Melbourne. Borgin er mjög „græn“ með stórum görðum, menningarlífið er gíðarlega öflugt og mikill fjöldi góðra veit- ingastaða. Mjög mikið er um vegglist – graffiti – sem gerir borgina skemmtilega og sjarm- erandi. Það þarf að þekkja borg- ina býsna vel til að geta notið hennar til fulls; góð kaffihús og fimm stjörnu veitingastaðir eru til dæmis oft „falin“ inni í húsa- sundi þar sem í fyrstu sýnist ekki boðið uppá neitt nema vegg- listaverk!“ MELBOURNE MJÖG SKEMMTILEG BORG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.