Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 32
FYRIR 6-8 1 stór krukka ókrydduð síld 1 púrrulaukur 1-2 rauðlaukar 1-2 sellerístönglar 2 græn epli 2-3 radísur 1 dós sýrður rjómi, fituinnihald eftir smekk salt og pipar eftir smekk 1 tsk. karríduft 1 tsk. túrmerik 1-2 tsk. paprikuduft smáskvetta af hlynsírópi eða örlítið af sykri smávegis sítrónusafi Skerið rauðlauk, púrrulauk, sellerí og radísur í miðlungsþunnar sneiðar eða eftir smekk. Skerið eplin í teningsstærð en af- hýðið þau ekki. Ef laukur fylgir með síldinni skal fleygja honum sem og ef það er annað aukagums. Hrærið þá síldinni saman við grænmetið, eplin og sýrða rjómann og bragðbætið með sítrónusafa og hlynsírópi. Kryddið með salti pipar, karríi, túrmerik og paprikudufti. Blandið vel saman. Setjið blönduna í loftþétt ílát og látið standa í ís- skáp í að minnsta kosti sólarhring. Þegar síldin er borin fram er fallegt að raða rad- ísusneiðum efst ofan á og strá smá papr- iku-, karrí- og túrmerikdufti yfir. Berið fram með góðu brauði, til dæmis rúg- eða sólkjarnabrauði. Eplasíld frú Ragnheiðar 1½ kg bayonneskinka nokkrir negulnaglar 1 tsk. rósapiparkorn 1 tsk. svartur pipar 2 lárviðarlauf væn lúka af þurrkaðri skessujurt (hægt að nota til dæmis dill, stein- selju eða hvönn í staðinn) Sjóðið bayonneskinkuna kvöldið áður en hún er borin fram í negulnöglum, rósapipar, svörtum pipar, lárviðarlaufum og vænni lúku af skessujurt. Ólafur Egill útbjó réttinn og tíndi skessujurtina í Þingholtunum í sum- ar sem leið og þurrkaði til að nýta síðar í matreiðslu. Þeir sem fóru ekki í skessujurtarleiðangur geta notað dill, stein- selju eða hvönn í staðinn. Best er að miða við að sjóða skinku í 50-60 mínútur á hvert kíló. Leyfið kjötinu að standa í um tvær klst við stofuhita. Pakkið því þá inn í loftþéttar umbúðir svo sem sellófan og leyfið því að kólna áfram vel niður áður en það fer inn í ísskáp yfir nóttina. Berið fram kalda með piparrót- arsósu. PIPARRÓTARSÓSA 180 g sýrður rjómi, fituinnihald eftir smekk 3 msk. rifin piparrót nokkrir dropar hlynsíróp Rífið piparrótina og blandið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með hlynsíróp- inu. Berið fram kalt með bayonneskinkunni. Bayonneskinka með skessujurt úr Þingholtunum 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Matur og drykkir Þ etta var óskaplega huggulegt hjá okkur í Kristalssalnum, við Vigdís Hrefna Pálsdóttir útbjuggum nokkra rétti og gerðum það með góðum fyrirvara svo að þetta var til- tölulega fyrirhafnarlítið,“ segir Ólafur Eg- ill Egilsson sem um þessar mundir leikur í Sjálfstæðu fólki - Hetjusögu, sem frum- sýnt var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Bróðurpartur þess hóps sem kemur að sýningunni á einn eða annan hátt hitt- ist og átti notalega stund saman yfir góðum mat en Ólafur Egill er ásamt þeim Atla Rafni Sigurðarsyni og Símoni Birgissyni höfundur nýrrar leikgerðar Sjálfstæðs fólks. Saman snæddu auk leik- ara og leikstjóra, Þorleifs Arnar Arnars- sonar, starfsmenn af saumastofunni, úr förð- un, tæknifólk af svið- inu og fleiri sem koma að sýningunni bakatil. Vigdís Hrefna og Ólafur reiddu fram nautatungu, Bayonne- skinku, góð síldar- og kartöflusalöt og ljúf- fengan eftirrétt handa samstarfsfélögum sín- um og taka má fram að máltíðin var snædd að lokinni æfingu enda málsverðurinn talsvert þungur í maga og óheppilegur áður en stigið er á svið. Ólafur Egill eldaði Bayonneskinku en í uppskriftina notaði hann skessujurt sem hann tíndi í Þingholt- unum í sumar og þurrkar. „Skessujurtin vex út um allt og mér finnst hún eiginlega ómissandi með góðu kjöti. Ég er með lítinn kartöflugarð uppi við Helluvatn og reyni að tína blóð- berg, skessujurt og dálítið af hvönn yfir sumarið til að geyma.“ Ólafur Egill útbjó líka eplasíldarsalatn samkvæmt uppskrift Ragnheiðar Ólafs- dóttur, föðursystur sinnar. Vigdís Hrefna hægeldaði nautatungu, útbjó kartöflusalat með og svo var boðið upp á skyrköku í eft- irrétt með kirsuberja- sósu. Til að gera þetta þægilegt ákváðu Vigdís Hrefna og Ólafur Egill að hafa borðhaldið með köldum mat og því hentaði Bayonne-skinkan og nautatungan vel í það. „Sjálfri finnst mér nautatunga afar praktísk í eldamennsku og bragð- góð, sérstaklega söltuð og reykt, svo að ég bauð upp á hvort tveggja. Það er hægt að elda hana án alls krydds en það er líka gott að setja nokkur piparkorn og lárviðarlauf með.“ Vigdís segir að hópur- inn hafi verið afar glaður með að fá góð- an jólamat þegar stund gafst milli stríða. „Stemningin í hópnum hefur verið ein- staklega góð alveg frá fyrsta degi, mikil einbeiting og sterkur vilji til að segja Pálmi Gestsson leikari fær sér nautatungu og síldarsalat á diskinn. ÞJÓÐLEIKHÚSMATARBOÐ Stund milli stríða í Kristals- salnum „Sjálfri finnst mér nautatunga afar praktísk í elda- mennsku og bragð- góð, sérstaklega sölt- uð og reykt, svo að ég bauð upp á hvort tveggja. Það er hægt að elda hana án alls krydds en það er líka gott að setja nokkur piparkorn og lárviðarlauf með.“ HÓPURINN SEM KEMUR AÐ LEIKSÝNINGU ÞJÓÐLEIKHÚSSINS; SJÁLFSTÆTT FÓLK - HETJUSAGA, SNÆDDI SAMAN LJÚFFENGAN KVÖLDVERÐ SEM TVEIR LEIKARAR ÚR HÓPNUM ÚTBJUGGU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.