Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Qupperneq 36
Það bar til tíðinda á árinu að kínversk fyrirtæki urðumeð stærstu hátæknifyrirtækjum heims, eins og get-ið er hér fyrir neðan. Þar á meðal er Lenovo, sem er stærsti tölvuframleiðandi heims þegar einkatölvur eru annars vegar. Þeirri stöðu hefur fyrirtækið náð meðal annars með því að kaupa aðra framleiðendur, ekki síst fartölvuhluta IBM, en líka með því að vera frumlegt í hugsun og hönnun, sem sannast á mörgum for- vitnilegum fartölvum og spjaldtölvum á síðustu árum. Á þessum stað hefur iðulega verið fjallað um nýjar Lenovo fartölvur, ThinkPad og IdeaPad, en minna um spjaldtölvur fyrirtækisins, sem heita einnig Idea- Pad með Tablet skeytt aftan við; nú síðast kom á markað Lenovo Yoga Tablet 2 Pro sem er talsvert frábrugðin fyrri spjaldtölvum frá Lenovo þó Lenovo-ættarsvipurinn leyni sér ekki. Það fyrsta sem maður sér þeg- ar pakkinn er opnaður er að vélin er stór, risastór; skjárinn er 13,3" sem er stærsti spjaldtölvuskjár sem ég hef komist í tæri við, þó að stærri snertiskjái megi finna á fartölvum sem breyta má í spjaldtölvu. Vélin er líka mikil um sig, 333 x 223 mm og þykktin frá 3,6 upp í 12,6 mm eftir því hvað tekið er á henni, en eitt af sérkennum Yoga-línunnar er hve þær eru þykkar um sig að neðanverðu og fyrir vikið mun betra að taka á þeim, kanturinn virkar nánast eins og handfang, og betra að stilla þeim upp, til að mynda til að horfa á myndskeið. Hún er líka nokkuð þung, 950 g, og ekki þessleg að maður nenni að sitja með hana í fanginu langtímum saman – þetta er frekar tölva til að stilla upp til að horfa á sjónvarp eða kvik- myndir og með Bluetooth-lyklaborði er hún fyrirtaks vinnu- vél. Boddíið á henni er reyndar úr plasti, sem einhverjum finnst kannski ókostur, en er þó vætanlega gert til að draga aðeins úr þunganum. Aftan á tölvunni er hægt að smella út flipa eða standi úr áli og til þess ætlaður að hægt sé að stilla vélinni upp. „Handfangið“ er þó ekki bara fyrir standinn og til að gera gripið betra – í endanum á því er fyrirbæri sem fær mann til að reka upp stór augu: Myndvarpi. Í frétta- tilkynningu frá Lenovo kemur fram að sífellt fleiri séu bara með spjaldtölvur á heimilinu og uppfyllir þarfir sína fyrir skemmtun og fróðleik með þeim; sýsli með samfélagsmiðla, vafri um netið, hlusti á tónlist og horfi á kvikmyndir. Síu við- bót að setja myndvarpa í græjuna sé svo kjörin leið til að auka notagildi spjaldsins umtalsvert, því með nánast einu handtaki sé hægt hægt að breyta tjaldi eða vegg í allt að 50" sjónvarpsskjá. Það er sáraeinfalt að virkja myndvarpann, kveikt er á hon- um með hnappi á hlið vélarinnar sem maður leggur síðan á hliðina með standinn opinn til að stilla hæðina af og síðan er fókusinn stilltur með sleða aftan við myndvarpalinsuna. Myndin er líka merkilega góð, ekki ýkja björt, en þokkaleg í rökkvuðu herbergi og eðlilega enn betri í myrkvuðu. Raf- hlaða spænist þó upp þegar myndvarpinn er notaður og þó að Lenovo segi að rafhlaðan eigi almennt að endast í fimm- tán tíma þá lofa þeir ekki nema hálfum fjórða tíma þegar kveikt er á myndvarpanum. Þó ég nefni það að myndvarpinn henti vel fyrir kvikmynd- ir eða myndskeið þá er náttúrlega hægt að varpa hverju sem er á skjánum upp á vegg, vefsíðum eða glærum til að mynda, því myndvarpinn sýnir einfaldlega það sama og skjárinn. Það hljómar óneitanlega sérkennilega að vera með mynd- varpa í spjaldtölvunni og hugsanlega verður sá möguleiki lít- ið notað hjá þeim sem eru ekki beinlínis að leita að honum en mér fannst það algjör snilld, ekki síst þegar ég kynntist því hve vel það virkaði, myndin skýr og einfalt að setja upp. Hljómur í henni var líka merkilega góður í ljósi þess að há- talararnir, sem eru neðan við skjáinn að framan, eru eðlilega frekar litlir, þó ekki séu þeir pínulitlir, en það munar talsvert um „bassaboxið“ aftan á henni. Örgjörvinn í henni er býsna sprækur, 1,86 GHz fjögurra kjarna Intel Atom örgjörvi, og minnið 2 GB, en skjárinn ger- ir sínar kröfur – 13,3" með upplausninni 2.560 x 1.440 dílar. Það getur verið erfitt að finna jafnvægi milli vinnsluhraða og skjáupplausnar og mér tókst að leggja svo mikið á vélina, vera með það mikið í gangi, að hún hikstaði hún öðru hvoru, en breytir því ekki að Lenovo Yoga Tablet 2 Pro er fram- úrskarandi spjaldtölva. Tölvan kostar 89.990 kr. í netverslun Nýherja. SPJALDTÖLVAN ER MYNDVARPI SPJALDTÖLVUR KOMA VÍÐA Í STAÐINN FYRIR FARTÖLVUR OG MEIRA AÐ SEGJA BORÐTÖLVUR, EN ÞAÐ MÁ LÍKA LÁTA ÞÆR KOMA Í STAÐINN FYRIR SJÓNVARP, EF ÚT Í ÞAÐ FARIÐ. SJÁ TIL AÐ MYNDA NÝJA SPJALDTÖLVU FRÁ LENOVO SEM BREYTA MÁ Í 50" SJÓNVARPSTÆKI MEÐ EINU HANDTAKI … * Eins og fram kemur hér til hlið-ar er örgjörvinn í vélinni 1,86 GHz Intel Atom Z3745. Grafíkörgjörvinn er líka frá Intel. Vinnsluminni er 2 GB, gagnaminni 32 GB og hægt að bæta við allt að 64 GB minni með microSD minniskorti. Android 4.4 KitKat fylgir vélinni, en uppfærsla í 4.4.2 bíður. Væntanlega kemur upp- færsla í 5.0 fljótlega. * Myndavélin á bakinu er býsna góð, 8MP, en á framhliðinni er 1,6 MP vél. Ekki má svo gleyma skjávarpanum sem skilar 854x580 díla upplausn og birtustigið er 50 lumens. Á henni er líka kortalesari (sem nota má fyrir auka gagnaminni), micro-USB tengi, og minijack inn/út hljóðtengi. GPS og allskyns skynjarar eru innbyggðir. * 13,3" er býsna stór skjár og til sam-anburðar má nefna að iPad er 9,56", iPad Mini er 7,9" og Google Nexus 7", en algeng- ustu spjaldtölvur eru 7" til 10". Stærðin gefur kost á frábærum skjá, en líka á betri hljómi og það hafa Lenovo-menn nýtt sér með því að fella inn í húsið 8 W JBL hátalarar og meira að segja sérstakan bassahátalara. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni Motorola og herinn *Martin Cooper er sagður eiga heið-urinn af GSM-símanum en Cooper varvaraforstjóri Motorola þegar í fyrstasinn var hringt úr GSM-síma árið 1983.Samkvæmt Vísindavefnum byggist stafræn far-símatækni, sem nú er orðin útbreidd, á leyni-legri tækni sem bandaríski herinn hefur notað síðan 1950. Tæknin var fundin upp af leikkonunni Heddy Lamar og fleirum í kringum árið 1940. Hér fyrir ofan er sagt frá því að Lenovo er orðinn stærsti einkatölvuframleiðandi heims, en undir lok ársins komast annað kínverskt fyrirtæki, Xiaomi, í heimsfréttirnar þegar það varð stærra en Samsung-risinn, eða í það minnsta verðmætara. Ekki má svo gleyma öðrum verðandi eða núverandi kín- verskum risum eins og Huawei og ZTE. Lenovo heyrðu vísast flestir nefnt í fyrsta sinn þegar það keypti fartölvudeild IBM árið 2005 fyrir sem svaraði 230 milljörðum króna. Lenovo var þó ekki bara að kaupa vörumerki, heldur líka framleiðslu og þróun og svo dreifingarleiðir á Vesturlöndum. Xiaomi er yngra fyrirtæki, eða hefur í það minnsta ekki verið eins áberandi á Vest- urlöndum og Lenovo fyrr en á síðustu tveim- ur árum. Það er þó einn stærsti, ef ekki stærsti, framleiðandi á farsímum og spjald- tölvum í Kína og hefur verið borið saman við Apple. Xiaomi hefur lagt mesta áherslu á miðlungsdýra og ódýra farsíma og hefur hasl- að sér völl víða með vörumerkið Mi. ZTE-símar hafa sést hér á landi þó ekki hafi þeir náð teljandi vinsældum. Þeir eru þó prýðilegir farsímar, ekki síst í ljósi þess hvað þeir kosta, en íslenskir símnotendur vilja alla jafna frekar dýra síma en ódýra. Huawei er útbreitt hér á landi þó farsím- ar frá fyrirtækinu hafi ekki sést hér af neinu viti. Málið er nefnilega að Huawei er einn stærsti framleiðandi á símkerfum, reyndar næst stærst, aðeins Eriksson er stærra á því sviði. Auk þess að selja símkerfi hefur Hua- wei verið umsvifamikið í framleiðslu á bein- um, mótöldum og álíka apparötum sem símafyrirtæki hafa síðan selt notendum eða leigt undir eigin nafni. LENOVO, XIAOMI, HUAWEI OG ZTE Framtíðar-símarisar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.