Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Græjur og tækni Hakkarinn Jan Krissler sagði í síðustu viku frá því hvernig honum hefði tekist að klóna fingrafar varnarmálaráðherra Þýskalands, Úrsúlu Von der Leyen, með því einu að styðjast við ljósmyndir af henni. Krissler sagði að myndirnar hefðu verið teknar á venjulega stafræna myndavél. Fingrafari stolið með ljósmynd H in umdeilda kvikmynd Sony-samsteypunnar, The Interview, hefur nú náð þeim merka áfanga að verða vinsælasta mynd allra tíma á netinu. Vinsældir myndarinnar höfðu náð þessum hæðum aðeins fjórum dögum eftir að henni var dreift á vefnum hinn 24. desember síðastliðinn. Sala á myndinni á netinu nam um 15 milljónum Bandaríkjadala og hinn 27. desember höfðu um tvær milljónir manna hlaðið myndinni niður. Myndin er gamanmynd um tvo bandaríska sjónvarpsmenn sem hafa umsjón með raunveru- leikaþætti. Þeir fá skyndilega óvænt tækifæri til þess að taka viðtal við Kim Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, og er falið af bandarískum stjórnvöldum að ráða hann af dög- um. Myndin hefur fengið afar mis- jafnar viðtökur meðal gagnrýnenda og áhorfenda en það hefur ekki komið niður á vinsældum hennar. Segja árásirnar réttlátar aðgerðir Framleiðsla myndarinnar fór fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Norður- Kóreu og bandaríska alrík- islögreglan telur líklegt að þau hafi að einhverjum hluta staðið fyrir um- fangsmikilli tölvuárás á Sony nú fyrir skemmstu. Yfirvöld í Norður- Kóreu hafa hins vegar svarið af sér árásirnar en tóku þó sérstaklega fram að þær hefðu engu að síður verið réttlátar. Samtökin Varðmenn friðarins (e. Guardians of Peace) hafa lýst sig ábyrg fyrir árásunum. Nýjum myndum var lekið auk þess sem ógrynni innanhússtölvupósta og persónuupplýsinga litu dagsins ljós. Sony tilkynnti stuttu síðar að fyr- irtækið hefði hætt við að setja myndina í sýningu af ótta við frekari árásir og hlaut fyrir vikið harða gagnrýni úr öllum áttum, meðal ann- ars frá Barack Obama, Bandaríkja- forseta. Forsvarsmönnum fyrirtækisins snerist þá hugur og myndin var því sett í dreifingu á aðfangadag. Áhorf- endur flykktust einnig í kvikmynda- hús yfir hátíðarnar til þess að berja myndina umdeildu augum. Eigendur kvikmyndahúsa höfðu áhyggjur af því að dreifing myndarinnar á netinu myndi hafa slæm áhrif á bíóaðsókn en svo virðist sem þær áhyggjur hafi verið óþarfar. Myndin var einungis sýnd í rúmlega 300 sjálfstæðum kvikmyndahúsum víðsvegar um Norður-Ameríku en iðulega var upp- selt á sýningarnar og vonsviknir gestir þurftu frá að hverfa. Í tilkynningu frá Sony sagði að myndin hefði verið gerð aðgengileg í Bandaríkjunum og Kanda í gegnum veituþjónustur Google og Microsoft og jafnframt heimasíðu mynd- arinnar á netinu. Þar var hægt að leigja hana til tveggja sólarhringa. 750 þúsund stálu myndinni Þá hafa mörg þúsund manns deilt myndinni ólöglega á netinu. Yfir há- tíðarnar stálu um 750 þúsund manns myndinni með því að nota skráarskiptaforrit að því er fram kemur á vefnum TorrentFreak. Myndinni var dreift í gegnum skrá- arskiptasíðuna BitTorrent þar sem notendur geta hlaðið inn myndum og skrám til þess að deila með um- heiminum. Síðan hafði jafnframt boðist til þess að dreifa myndinni fyrir hönd Sony til þess að tryggja að áhorfendur um víða veröld gætu séð hana en Sony svaraði aldrei til- boðinu. BitTorrent er jafnframt sama síða og tölvuþrjótarnir sem brutust inn í Sony beittu til þess að dreifa tölvupóstum fyrirtækisins og persónuupplýsingum starfsmanna þess. Net-vinsældir The Interview fordæmalausar KVIKMYNDIN UMDEILDA THE INTERVIEW VAR RÓT ÞESS AÐ TÖLVUÞRJÓTAR RÉÐUST Á SONY. MYNDINNI VAR STOLIÐ 750 ÞÚSUND SINNUM Á NOKKRUM DÖGUM EFTIR AÐ HENNI VAR DREIFT. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Í kjölfar Sony-lekans beindust sjónir bandarískra stjórnvalda að Norður-Kóreu. Árásin olli Sony óneitanlega miklum skaða en kvikmyndin The Interview hefur jafnframt fengið mun meiri athygli en hún hefði annars hlotið og í dag er hún vinsælasta myndin á internetinu frá upphafi. AFP 750 þúsund manns hlóðu The Interview niður ólöglega nokkrum dögum eftir að henni var dreift. Gerð myndarinnar var rót þess að árásin var framkvæmd. AFP Svo virðist sem stjórnvöld í Kína hafi lokað fyrir Gmail, tölvupóst- þjónustu netrisans Google, í land- inu. Dyn Research, hópur sérfræð- inga sem fylgist með uppákomum á internetinu, tilkynnti á Twitter að samkvæmt þeirra greiningum hefði ríkisstjórn Kína lokað á Gmail í landinu. Jafnframt var tilkynnt að lokað hefði verið fyrir ýmiskonar starfsemi Google sem hýst væri í Hong Kong. Samband Google og Kína hefur verið stormasamt frá árinu 2010 þegar Google flutti starfsemi sína burt frá landinu. Síður Google eru ekki lengur hýstar í Kía heldur í Hong Kong, þar sem fyrirtækið þarf ekki að lúta sömu lögum og reglum um ritskoðun og í Kína. Þegar Google flutti til Hong Kong þurftu kínversk stjórnvöld að taka upp á því að ritskoða allt efni Google á eigin spýtur en vefrisinn tilkynnti það fyrir fjórum árum að hann væri ekki lengur reiðubúinn til að framkvæma ritskoðun á efni sínu fyrir hönd Kommúnistaflokks- ins. Þjónustur Google á borð við YouTube, leitarvélina, myndir og kort hafa allar mátt þola að liggja niðri á einhverjum tímapunkti á þessu ári, að því er fram kemur í skýrslum Google á netinu. Að slökkva á Gmail, stærstu tölvupóstþjónustu í heimi, gæti ver- ið til marks um að yfirvöld í Komm- únistaflokknum í Kína vilji beita þrýstingi á Hong Kong. Á und- anförnum mánuðum hafa mótmæli brotist út í Hong Kong þar sem umbóta í lýðræðisátt er krafist. Stjórnvöld í Kína hafa um ára- tugaskeið framfylgt harðri ritskoð- unarstefnu sem kennd er við hinn mikla eldvegg Kínverja. Samskipta- miðlar á borð við Facebook og Twitter eru bannaðir og þúsundir vefsíðna eru ekki aðgengilegar inn- an landamæra Kína. Kínverjar loka á Gmail SAMBAND NETRISANS OG KÍNVERSKRA STJÓRNVALDA HEFUR VERIÐ STORMASAMT FRÁ ÁRINU 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.