Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 40
H ver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég keypti mjög töff vínrauða háhælaða skó í second hand búð í Amsterdam árið 2006 sem ég hef gengið mikið í og ég á þessa skó ennþá. Ég hef notað þessa skó hversdags og það er varla farið að sjá á þeim og því trúlega ein bestu kaup sem ég man eftir. En þau verstu? Ég hef nokkrum sinnum fundið flíkur í fataskápnum mínum sem eru ennþá með verðmiðanum á. Ég hef keypt þær í einhverju flippi og svo aldrei notað. Ein slík flík er pils sem ég keypti í Karen Millen. Pilsið er fallegt en bara alls ekki sniðið fyrir mig. Það er búið að vera í skápnum mínum núna í einhver ár og ég tími samt ekki að láta það fara. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Það eru án efa buffalo-skór sem ég átti þegar ég var um 18 ára. Þetta er trúlega einhver ljótasti skófatnaður sem ég hef átt. Tíska eða ekki þá tel ég að ég muni aldrei gera slík kaup aftur. Hverju er mest af í fataskápnum? Ætli það séu ekki kjólar og núna hafa bæst í fataskápinn nokkrir stórglæsilegir Dimmblá kjólar úr nýju línunni fyrir öll tækifæri. Svo er ég lánsöm að eiga mikið af ullarfatnaði, þökk sé tengdamóðir minni sem er mjög myndarleg við að prjóna á mig ullarsokka, vettlinga og peysur svo mér verði ekki kalt. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég vil kaupa föt sem endast og ég kaupi mun sjaldnar fatnað en ég gerði hér áður. Ég kaupi yfirleitt vand- aðar flíkur sem ég á í fleiri ár. Ég spái mjög mikið í innihaldsefni á þeim fatnaði sem ég kaupi og vel eins vistvæn efni og kostur er og forðast gerviefni. Það er til að mynda mjög mikið af eiturefnum sem fara út í umhverfið við framleiðslu á t.d. hefðbundinni bómull og það kom mér verulega á óvart hvað framleiðsla á bómull er í raun mengandi. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég hef aldrei fylgt einhverjum straumum og stefnum þegar kemur að tísku. Ég vil klassískan og þægilegan fatnað úr einföldum en fallegum sniðum sem liggja fallega á líkamanum. Ég sæki mér oft innblástur í ljósmyndir og kvikmyndir í kringum 1950, þetta tímabil finnst mér virkilega sjarmerandi, stíllinn er aðlaðandi og fatnaðurinn dregur oft fram tignarleika kvenna á þessum tíma. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? Ég fór í frá- bæra vinkvennaferð til Bergen í Noregi fyrir skömmu. Þó að ég hafi nú ekki verið í verslunarferð þá kíktum við að sjálfsögðu í H&M og þar fann ég töff samfesting sem er mjög þægilegur. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi vilja fara til Lundúna og aftur til ársins 1900. Búðin væri Harrods. Mér finnst þetta tímabil spennandi þar sem kjólarnir sem fínu konurnar gengu í voru stórglæsilegir og mik- ið lagt í hvert smáatriði. Karlmennirnir voru ekki síður flottir með pípuhatta og stafi. Að vísu hefur fatnaðurinn trúlega ekki verið sá þægi- legasti en vá hvað hann var flottur. Já og hattarnir oft svo fáranlega stórir en á sama tíma stórfenglegir. Mér finnst að höfuðföt mættu komast aftur í tísku og verða „mainstream“ eins og var. Það væri gaman að fá að eiga dag um sumar í lystigarði í London og fylgjast með fólkinu spóka sig um í „hátískunni“. Ég myndi gjarnan vilja prófa að klæðast einum sérsniðnum kjól frá þessum tíma … þó held ég að ég yrði mjög þakklát fyrir að komast aftur í jogginbuxurnar. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég vil klassískan og þægi- legan fatnað. Ég hef mjög gaman að því að vera í litríkum fötum þó að ég velji oftast jarðliti. Sterkir litir eru meira spari. Ég er hrifin af aðsniðnum fatnaði og ég tel háu hælana ómissandi þegar ég fer út á lífið, í veislur o.s.frv. Mjúkar þægilegar buxur og kósý bolur er eitt- hvað sem ég gæti ekki verið án. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég er mjög hrifin af Dimmblá slæðunum. Ég gekk ekki mikið með slæður dagsdaglega en nú get ég hreinlega ekki farið út án þess að vera með eina Dimmblá slæðu. Slæðan Vatnajökull með áprentaðri ljósmynd eftir RAX er í fal- legum litum, einstaklega hlý og notaleg. Að öðru leyti þá elska ég húfur, ég fékk eina 66°Norður húfu frá mömmu og stjúppabba í afmælisgjöf, hún er mjög hlý, og Nokia-gúmmístígvél frá tengdamömmu sem eru æði í snjónum. Kjóllinn Áreyri úr nýju Dimmblá línunni er algjörlega í uppá- haldi hjá mér þessa dagana. Rómantískir litir, fallegt snið og efni úr silki gera hann að klassískri flík sem ég get notað hversdags og þegar ég er að fara eitthvað fínt. Lopapeysan er líka nauðsynleg á köldum vetrardegi. Flott húfa frá 66°Norður. KÝS EINFÖLD SNIÐ SEM LIGGJA FALLEGA Á LÍKAMANUM Heiðrún velur klassískan og þægilegan fatnað og hefur mjög gaman af því að klæð- ast litríkum flíkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðföt mættu komast aftur í tísku HEIÐRÚN ÓSK SIGFÚSDÓTTIR HANNAR FATNAÐ UNDIR MERKINU DIMMBLÁ EN FÖTIN ERU SKREYTT MYNDUM EFTIR LJÓSMYNDARANN RAX. HEIÐRÚN KAUPIR YFIRLEITT VANDAÐAR FLÍKUR SEM ENDAST. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Gúmmístígvél eru nauð- synleg yfir vetrartímann. Falleg slæða frá Dimmblá. Tíska Giambattista Valli fyrir Vogue AFP AFP *Tískuhúsið Giambattista Valli hefur tilkynnt samstarf viðförðunar- og snyrtivörurisann MAC. Lína Giambattista Valli fyrir MAC mun samanstanda afvaralitum innblásna af flóru. Valli sagði í samtali við Vogue-.com á dögunum að vegna þess að tískuhúsið sé þekkt fyrirfallega kjóla hafi hugmyndin að „klæða upp“ varir sínar upp-lagða fyrir línuna. Varalitirnir sem að eru fimm talsins verða fáanlegir í sum- ar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.