Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Síða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Þ au koma saman til dyra, Katrín Ómarsdóttir og hundurinn Lubbi. Sá síðarnefndi rýkur beint út í lausamjöllina en gegnir þegar hann fær fyrirmæli um að koma aftur inn í hlýjuna á heimili foreldra Katrínar í Reykjavík. Ragnar Axelsson ljós- myndari horfir sposkur á kauða og spyr hvort ekki sé upplagt að mynda þau saman. „Æi,“ segir Katrín mæðulega. „Við erum ekkert sérstaklega miklir vinir. Lubbi var keyptur þegar ég fór til Bandaríkjanna í há- skólanám. Átti að koma í staðinn fyrir mig.“ Hún skellir upp úr. Þar með er Lubbi út úr myndinni. Og þó. Hann fylgir okkur nefnilega inn í stofu og kemur sér makindalega fyrir við hlið mér í sófanum. Bíður þess að formlegar viðræður hefjist – með mikilli eftirvæntingu. Katrín er heima í jólafríi. Hún býr í sjálfri bítlaborginni, Liverpool, þar sem hún hefur leikið knattspyrnu með hinu sögufræga fé- lagi sem kennt er við borgina, undanfarin tvö ár. Gengið hefur sem kunnugt er verið vonum framar, Liverpool hefur orðið enskur meistari bæði árin. Fátt benti til þeirra afreka þegar Katrín réð sig til starfa hjá Liverpool fyrir réttum tveimur árum. Liðið hafði lokið keppni í neðsta sæti deildarinnar tímabilið á undan. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við erum ekkert endilega með langbesta liðið en höf- um landað þessum titlum á seiglunni. Það er mikill vilji í þessu liði,“ útskýrir Katrín sem leikur á miðjunni. Man. City skítsama um peninga Kvennaknattspyrna er á hraðri uppleið í Englandi og knattspyrnusambandið hefur markvisst verið að verja meiri fjármunum í deildina. Liðin sjálf hafa líka úr meiri pen- ingum að spila – alltént sum hver. „Man- chester City er komið af fullum krafti inn í þetta og þeim er skítsama um peninga. Chelsea og Arsenal eru vel stæð líka. Liver- pool er hins vegar ekki ennþá tilbúið að eyða eins miklum peningum,“ segir Katrín. Spurð hvort það sé áhyggjuefni kinkar hún kolli. „Já, eigi að byggja á þessum góða árangri þarf að setja meiri peninga í liðið. Það voru mikil vonbrigði að karlaliðið skyldi ekki komast í sextán liða úrslit í Meist- aradeild Evrópu. Það hefði komið okkur til góða. Að óbreyttu geri ég ráð fyrir að erfitt verði að verja titilinn á næsta tímabili,“ segir Katrín en mótið hefst í mars. Hún segir enska boltann hafa komið sér skemmtilega á óvart. Standardinn sé hærri en hún bjóst við og hraðinn og harkan meiri en hún hefur kynnst annars staðar en Katrín lék áður í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Lítill tími sé til að hugsa og framkvæma. Þá munu leikmenn upp til hópa vera mjög teknískir. „Það hefur eiginlega tekið mig tvö ár að að- lagast þessu og það er fyrst núna að mér finnst ég vera komin almennilega inn í enska boltann. Það hljómar kannski undarlega eftir að hafa unnið tvo meistaratitla en mér finnst ég ennþá eiga heilmikið inni sem leikmaður. Þetta er ögrandi umhverfi og þannig þrosk- ast maður mest. Þess vegna hlakka ég mikið til næsta tímabils,“ segir Katrín sem er á kjöraldri fyrir knattspyrnumann, 27 ára. Hún hefur leikið 64 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 10 mörk. Einstakir áhangendur Katrín kveðst hafa fallið vel inn í hópinn og stemningin í búningsklefanum sé til fyr- irmyndar. „Bretar eru upp til hópa mjög léttlyndir að eðlisfari og stelpurnar stöðugt djókandi. Hlæja að öllu – og engu. Andrúms- loftið er mjög létt en algjör einbeiting þegar út á völlinn er komið. Þannig á það að vera.“ Katrín segir stuðninginn við liðið góðan, innan vallar sem utan. Það sé þó skaði að völlurinn, þar sem heimaleikir Liverpool fara fram, sé í um þrjátíu mínútna aksturs- fjarlægð frá miðborginni. Um 700 manns koma að jafnaði á hvern leik. „Væri völlurinn nær myndum við örugglega fá tvö til þrjú þúsund manns í hvert skipti,“ segir Katrín. Eftir að meistarabikarinn var í höfn í haust var kvennaliðið hyllt á leik karlaliðsins á Anfield. Að sögn Katrínar var það hæsta- stigs gæsahúð. Allir áhorfendur hafi staðið á fætur og klappað leikmönnum lof í lófa. „Þeir kunna greinilega að meta það sem við erum að gera.“ Hún segir stuðningsmenn Liverpool raunar einstaka. „Þeir eru ofboðslega stoltir af sögu félagsins og styðja liðið af heilum hug, gegnum súrt og sætt. Ég er sjálf Púlari en gerði mér enga grein fyrir þessu fyrr en ég kom út. Það kom mér á óvart hvað tilfinningarnar eru mikl- ar. Liverpool er verkamannaborg og fótboltinn hefur alla tíð verið upplyfting fyrir fólkið. Hef- ur það upp úr hversdeginum. Það er mjög fal- legt að fylgjast með þessu. Hillsborough-slysið tengir líka alla, ekki bara stuðningsmenn Liv- erpool, heldur stuðningsmenn Everton líka. Þó metingurinn sé auðvitað mikill eru þetta vina- klúbbar þegar á reynir. Everton reyndist Liv- erpool ákaflega vel í sorginni eftir slysið.“ Fyrir þá sem ekki vita varð Hillsborough- slysið vorið 1989 þegar 96 stuðningsmenn Liverpool tróðust undir meðan á bikarleik gegn Nottingham Forest stóð. Of mörgum hafði verið hleypt inn á pallana með þessum skelfilegu afleiðingum. Fólkið gerir borgina fallega Katrín kann afskaplega vel við sig í her- búðum Liverpool og mun leika áfram með liðinu – í það minnsta eitt ár í viðbót. „Það er sjálfsagt klisja,“ segir hún brosandi, „en mað- ur tekur bara eitt ár í einu. Ég hef gaman af því að ferðast og þróa mig sem leikmann og manneskju í leiðinni, þannig að ég gæti alveg hugsað mér nýja áskorun í framtíðinni. Hvar eða hvenær það verður er hins vegar ömögu- legt að segja til um á þessari stundu.“ Katrín er ekki síður ánægð með lífið í bítlaborginni. „Fólkið í Liverpool er í einu orði sagt yndislegt. Hlýrra og hjálplegra fólki hef ég ekki kynnst. Því er annt um alla og vill allt fyrir mann gera. Kaninn er oft mjög almennilegur en er því miður stundum að feika það. Þarna meinar fólk þetta. Það er nóg að fara út í búð til að finna hlýju og umhyggju. Borgin sjálf er ekkert sérstök, frekar þungbúin og grá, auk þess sem það rignir mikið. En fólkið gerir hana fallega. Lífið er stöðug barátta í Liverpool en fólkið gerir þá baráttu mun auðveldari með viðmóti sínu, hlýju og lífsgleði.“ Scouse-mállýskan, sem töluð er í Liverpool, er alræmd og mörgum illskiljanleg. Fræg er sagan af því þegar Daninn Jan Mølby var keyptur til Liverpool. Sá var forframaður í ensku, eins og margir Norðurlandabúar, og hélt hann yrði ekki í vandræðum með að skilja samherjana. Þangað til hann mætti á fyrstu æfinguna. Þá leið Mølby eins og hann væri staddur í Kína – skildi ekki orð. Katrín hlær að þessu og skilur Mølby mætavel. „Þessi mállýska er ákaflega skemmtileg og eiginlega engu lík. Ég skil vel að sumum þyki hún fáránleg. Elsta stelpan í liðinu, sem er fertug og ennþá að spila, skammast sín það mikið fyrir scouse- mállýskuna að hún hefur æft sig sérstaklega að tala ensku svo samherjarnir sem koma annars staðar frá skilji hana.“ Varð strax heltekin Fyrsta árið leigði Katrín íbúð með liðsfélaga sínum en núna býr hún ein. Kann því vel. Katrín fagnar marki í landsleik gegn Norður-Írum ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn KATRÍN ÓMARSDÓTTIR ER TVÖFALDUR ENGLANDSMEISTARI Í KNATT- SPYRNU MEÐ LIVERPOOL. HÚN UNIR HAG SÍNUM VEL Í BÍTLABORGINNI ENDA SEGIR HÚN LÍFSGLAÐARA OG ELSKULEGRA FÓLK VANDFUNDIÐ. HÚN RÆÐIR HÉR MEÐAL ANNARS UM METNAÐ SINN TIL AÐ HALDA ÁFRAM AÐ ÞROSKAST SEM LEIKMAÐUR OG MANNESKJA, ÞUNGLYNDI SEM HELLTIST YFIR HANA Í BRETLANDI OG KÆRUSTUNA SEM HÚN SÓTTI Í RAÐ- IR EVERTON OG STAÐIÐ HEFUR EINS OG KLETTUR VIÐ BAKIÐ Á HENNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mun alltaf láta hjartað ráða för

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.