Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 52
Úttekt 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 tz 1400 kg hestur með 62% nýtingu • 2200 kg svín og 72% nýtingu • 32 5400 egg yfir líftíma hænu, hvert egg 63 grömm og gert ráð fyrir 618 kg lamb og 48% nýtingarhlutfall • 76 kg fiskur með 94 kg fiskur með 50% nýtingu • 101,75 kg fugl með um 62% hlutfall 1.500,0 248,0 144,0 144,0 136,4 32,0 12,6 12,6 Kíló af ætilegri vöru á hverja slátrun nei já já já já nei já já Erfiður dauðdagi Hrefna Hestur1 Svín2 Svín, vistvænt2 Naut3 Hreindýr4 Egg, venjuleg5 Egg, vistvæn5 nei nei já nei óvíst nei já nei Erfiðar aðstæður N útímamaðurinn er í erfiðri stöðu. Flest viljum við vera góð við dýrin og hrýs hugur við frétt- um af slæmri meðferð dýra í landbúnaði. Hver á ekki vin á Facebook sem við hugsum þegj- andi þörfina fyrir að birta þar myndbönd frá dýraverndarsamtökum sem minna okkur á allt það ógeðfellda sem gerist áður en steikin kemur á diskinn. En um leið reynist það þorra fólks of stór breyting að ætla að hætta kjötáti. Samkenndin með dýrunum verður að auka- atriði þegar safaríkur borgari kemur af grillinu eða ilmurinn af lambalæri fyllir eldhúsið. Á undanförnum árum hafa þessir tveir andstæðu pólar kjöt- löngunar og samúðar með dýrunum byrjað að renna saman og virðist sem hratt fjölgi í hópi kjötætna sem leggja sig fram við að borða helst eingöngu kjöt af dýrum sem hafa verið alin og slátrað á mannúðlegan hátt en sneiða eftir fremsta megni hjá kjötvöru þar sem ætla má að aðbúnaði og meðferð dýranna hafi verið ábótavant. En þá vakna strax nokkrar erfiðar spurningar: Hvaða kjöt er minnst og mest mannúðlegt? Hvort er minni þjáning á bak við kjúklingaborgara eða nautakjötsborgara? Er kannski mann- úðlegast að fá próteinið úr eggjum? Og þjást dýrin öll á sama hátt? Er sársaukaupplifunin sú sama hjá öllum hryggdýrum? Hvað með aðrar fylkingar dýraríkisins – er kannski mann- úðlegra að borða skeldýr á borð við humar, frekar en lax? Ein leið til að svara þessum spurningum er að skoða val- kosti kjötætunnar eins og hagfræðingar. Er ekki hægt að reikna gróflega út hversu mörgum kjúklingum þarf að slátra til að fá sama kjötmagn og úr einu nauti? Er ekki hægt að gera einfaldaðan samanburð á eldis- og slátrunaraðferðum? Fyrst verðum við þó að afla gagna til að vinna úr: Guðný Nielsen er iðnaðarverkfræðingur og stjórnarmaður í samtökunum Velbú, samtöku sem beita sér fyrir bættri velferð í búskap. Guðný segir að þegar komi að dýrum sem alin eru til mann- eldis geti verið mikill munur á hvernig um þau er hugsað og hversu mikla þjáningu dýrið þarf að þola. Fari þó smám sam- an fjölgandi í þeim hópi bænda og ræktunarstöðva sem reyna að bjóða upp á mannúðlegri valkost í kjöti. „Við heyrum það á tali kjötframleiðenda að neytendur þurfa að taka frumkvæðið. Einn kjúklingaframleiðandi var í viðtali um þessi mál fyrr í vetur og sagði orðrétt að „þeir framleiða bara það sem selst“. Ef neytendur byrja að sniðganga kjötvör- ur frá framleiðendum sem fylgja aðeins lágmarkskröfum lag- anna þá munu fleiri framleiðendur sjá sér fært að bæta úr málunum.“ Hún segir lögin heimila ýmis vinnubrögð í landbúnaði sem kalla má grimmileg og samtökum á borð við Velbú hafi gengið illa að fá að skoða og meta aðstæður bæði við eldi og slátrun. „Hagsmunaaðilar í greininni hafa í gegnum tíðina streist mjög á móti lagabreytingum sem miða að því að gera kjötframleiðsl- una mannúðlegri. Mætti það t.d. harðri mótstöðu, en tókst þó að fá í gegn, að banna geldingu án deyfingar.“ Guðný segir hagsmunaaðila nú reyna að fá það samþykkt í reglugerð að auka megi þrengsli á kjúklingabúunum. „Þrengsli eru eitt mesta velferðarvandamálið í íslenskri kjúklingarækt og er dritbruni ein versta afleiðing þess. Við þessi þrengsli gengur illa að halda undirlagi fuglanna nógu hreinu og þurru og þá brenna gangþófar fuglanna undan blautu og klístruðu driti þeirra. Eggjaframleiðendur virðast einnig vera að reyna að fá það heimilað í reglugerð að þeir megi goggstífa varphæn- ur, þ.e. höggva hluta framan af goggi þeirra. Þetta er gríð- arlega sársaukafull aðgerð og samræmist á engan hátt tilgangi nýrra laga um velferð dýra.“ Íslenskir neytendur verða oft að bera sig sérstaklega eftir því að kaupa kjöt af dýrum sem alin hafa verið á mannúðlegan hátt og þar segir Guðný að verslanir hér á landi mættu skoða erlend fordæmi. Bæði austan- og vestanhafs færist í aukana að í kjötborðum stórmarkaða er kjöt af mannúðlega ræktuðum dýrum sérstaklega merkt og úrvalið gott. Hafi fjölmargar er- endar verslanakeðjur hreinlega hætt að selja egg sem koma frá hænum í búrum. Löng og erfið ferð í sláturhúsið En nóg um kjúklingana. Hvað með hin dýrin? Lömbin fá að ganga laus í náttúrunni fram að hausti þegar þeim er slátrað og því lítið hægt að kvarta yfir aðbúnaði þeirra. „Sömu sögu er ekki alltaf hægt að segja um ærnar sem eru hafðar inni allan veturinn og fjárhúsin misgóð. Þá geta flutningarnir í sláturhúsið verið mjög langir og erfiðir og þekk- ist að lömb hafi kramist og slasast illa á leið til slátrunar. Þessar löngu ferðir í sláturhúsin eru stórt vandamál og brýnt að gera úrbætur á þeim,“ segir Guðný. „Sama gildir með naut- gripi og allur gangur á því hversu mikið dýrunum er hleypt út meðan þau ná sláturstærð. Þegar kemur að mjólkurvörum er framleiðendum ekki gert að upprunamerkja vörur sínar. Framleiðendur, sem hafa gerst uppvísir að því að fara illa með dýrin sín og t.d. ekki hleypt þeim út yfir sumartímann, hafa í mörgum tilfellum fengið að skila mjólk sinni inn til vinnslu. Þetta er lögbrot og við því hafa legið lágar sektir með lítinn fælingarmátt. Án upprunamerkinga eru hendur neytenda bundnar, því þeir hafa engar forsendur til þess að beina við- skiptum sínum til bænda sem vel fara með dýrin sín.“ Einna verst er ástandið í svínakjötsframleiðslu, að sögn Guðnýjar. Smár hópur bænda ræktar svín á mannúðlegan hátt og eiga þeir dyggan hóp viðskiptavina. Þetta kjöt er hins veg- ar ekki fáanlegt í almennum stórmörkuðum og illmögulegt er að nálgast unnar vörur úr slíku svínakjöti. Megnið af íslensku svínakjöti verður til í verksmiðjubúskap. „Við erum afskaplega aftarlega á merinni þar og nota ís- lenskir svínaræktendur enn svokallaðar gotstíur, þröngar grindur þar sem gylturnar geta aðeins staðið eða legið og geta ekki einu sinni snúið sér við. Er þetta ræktunaraðferð sem hefur víða verið gerð ólögleg en fær enn að viðgangast hér,“ útskýrir Guðný. „Þá hafa dýrin verið ræktuð með það að markmiði að gyltan eignist sem flesta gríslinga. Hefur þetta orðið til þess að hátt hlutfall grísa fæðist andvana eða þeir eru svo veikburða að þeir lifa ekki fyrstu vikuna. Um þetta eigum við þó ekki nákvæmar tölur því framleiðendum hér á landi ber ekki skylda til að veita eftirlitsaðilum þessar upplýsingar.“ Mögulega er hrossakjöt sú hefðbundna íslenska landbún- aðarafurð sem verður til með minnstri grimmd. „Auðvitað eru hesthúsin misgóð og hrossin fá mismikið pláss, en ég hef ekki heyrt annað en að hrossaræktendur hleypi hestum sínum út, hvort sem kjöt þeirra endar á disknum okkar eða ekki.“ En fleira er matur en kjúklingur og grís, lamb og naut. Á þessum árstíma er villibráð á borðum margra landsmanna. Kjötát með betri samvisku HVAÐA VALKOSTUR ER MANNÚÐLEGASTUR ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ VELJA KJÖT Á DISKINN? ÚR VÖNDU ER AÐ RÁÐA ÞVÍ DÝRIN GEFA MISMIKIÐ KJÖTMAGN MEÐ HVERRI SLÁTRUN, LIFA VIÐ ÓLÍKAR AÐSTÆÐUR OG ER SLÁTRAÐ MEÐ ÓLÍKUM HÆTTI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.