Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 57
Ljósmynd/er Richard Hubert Smith. Wide Slumber var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í fyrra. Úr sýningunni The Curious Incident of the Dog in the Night-Time.... Ljósmynd/Brinkhoff/Mögenburg Óperan Benvenuto Cellini var tilkomumikil í English National Opera enda leikstjóri sýning- arinnar sjálfur Terry Gilliam. Sýningin var frum- sýnd í júní síðastliðnum og hlaut mikið lof, m.a. fullt hús stiga hjá dagblaðinu Telegraph. Óperan Töfraflautan eftir W.A. Mozart í töfrandi uppfærslun English National Opera í Lund- únum. Eins og sjá má var vídeó- og ljósahönnun mikilvægur hluti sýningarinnar. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Vill fólk upplifa ævintýri á nýju ári? Þá er um að gera að skondra í kvikmyndahús að sjá lokahluta Hobbitans, ævintýri fyrir alla eldri en tíu ára, þar sem gæskan sigrar illskuna. 2 Óhætt er að hvetja höf- uðborgarbúa til að eyða fyrstu helgi ársins á listsýn- ingum sem örva andann. Um helgina er síðasti séns að sjá Vara-liti í Hafnarborg, litríka og afar forvitnilega sýningu ungra listamanna sem fást við málverkið. 4 Hljómsveitin Gullkistan mun leika á Nýársdansleik Kringlukrárinnar á laug- ardagskvöld. Sveitina skipa gamalkunnir popparar, þeir Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson, og hyggjast þeir tína upp úr kistunni ýmsa gullmola rokksögunnar. 5 Um helgina lýkur á Kjarvals- stöðum stórmerkilegri sýn- ingu á verkum sænska mynd- listarmannsins Andreas Eriksson þar sem hann stillir verk- um sínum upp með málverkum og teikningum eftir Jóhannes Kjarval. Er- iksson er einn kunnasti listamaður Svía í dag og þetta er án efa einhver markverðasta sýning sem sett var upp hér á landi í fyrra, sýning sem enginn listunnandi má missa af. 3 Hið sígilda leikrit Henriks Ib- sen, Dúkkuheimili, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir áramót við góðar við- tökur gesta, þar á meðal leikrýnis Morgunblaðsins. Verkið er sýnt á laugardags- og sunnudagskvöld. MÆLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.