Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 BÓK VIKUNNAR Jóhanna S. Hannesdóttir gefur góð ráð í bókinni 100 heilsuráð til langlífis. Sólveig Eiríks- dóttir skrifar formála. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Í jólabókaflóði beinist athyglin að nýjumbókum og gömul klassík fær ekki ýkjamikla athygli, þótt hún reynist iðulega langlífari en megnið af hinum nýja skáld- skap. Ástæða er til að geta um tvær sér- staklega fallegar bækur sem komu út fyr- ir þessi jól. Útlit þeirra hlýtur að gleðja þá smekk- vísu og innihaldið er snilldarlegt enda flokkast verkin sem tíma- laus klassík. Fyrst er að nefna Hallgríms- kver - ljóð og laust mál Hall- gríms Péturs- sonar, þar sem Margrét Eggertsdóttir skrifar formála og skýringar. Vandað er til útgáfunnar á allan hátt og nefna verður Höllu Sigríði Margrétardóttur sem tók að sér að hanna kápu og sá um skreytingar af sannri smekkvísi. Bókin kom út í tilefni þess að fjórar aldir voru liðnar frá fæð- ingu Hallgríms. Hallgrímur var ekki bara mesta trúarskáld okkar, hann orti líka um veraldleg efni og sá skáldskapur birtist hér með hin- um trúarlega, þar á meðal innblásinn kveðskapur um dá- semdir tóbaksins. Hallgrímur er skáld sem margir unna allt frá barns- aldri vegna kynna af Heilræðavísum hans og með ár- unum verða Passíusálmarnir æ kærari og sterkari þáttur í lífinu um páska – jafnvel þeir trú- lausu hafa margir áberandi dálæti á Passíusálmunum. Ölerindi Hallgríms ( Nú er ég glaður á góðri stund …) fellur síðan í kramið hjá öllum sem njóta þess að skemmta sér með vinum – og hver gerir það ekki? Þetta er bók sem yndis- legt er að fletta og þar er mikið af dýr- indis skáldskap. Afar fallegur gripur sem á að vera til á hverju menningarheimili. Hin bókin er Eddukvæði sem Gísli Sigurðsson bjó til útgáfu með nútíma- stafsetningu og ritar inngang ásamt skýringum og eftirmála við hvert kvæði. Eddukvæðin eru til á mörgum heimilum, en það er með þau eins og Íslendingasög- urnar að gaman er að eiga fleiri en eina útgáfu. Þessi nýja útgáfa er í fallegri öskju sem gleður augun. Bækurnar tvær eiga sannarlega erindi á öllum tímum árs. Þeir sem unna ís- lenskum bókmenntum safna einmitt bók- um eins og þessum. Og sá sem gefur Hallgrímskver og Eddukvæði hlýtur að slá í gegn hjá þeim sem þiggur. Þetta eru bækur sem geta ekki annað en glatt les- endur, svo ríkt og merkilegt er innihald þeirra. Orðanna hljóðan TÍMA- LAUS KLASSÍK Hallgrímskver Eddukvæði Bryndís Björgvinsdóttir er tilnefnd tilÍslensku bókmenntaverðlaunanna íflokki barna- og unglingabóka og Fjöruverðlaunanna fyrir bók sína Hafnfirð- ingabrandarann. Bóksalar völdu síðan ný- lega bókina sem bestu bókina í flokki ung- mennabóka. „Ég er þakklát fyrir móttökurnar. Ég leit alltaf svo á að bókin væri bæði fyrir unglinga og þá fullorðnu sem eru ungir í anda – sem gildir reyndar um svo marga nú á dögum. Þegar ég heyrði af til- nefningunum varð ég reyndar fyrst ánægð með það hversu margir virtust vera búnir að lesa hana og hafa gaman af. Allt þetta fólk í öllum þessum nefndum og nú einnig fjöldi bóksala,“ segir Bryndís. Spurð um söguþráðinn segir hún: „Aðal- söguhetjan er Klara sem er í tíunda bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hún er fyndin, nokkuð sjálfhverf og dómhörð en um leið kvíðin og einmana í skólanum. Hún oftúlkar hlutina og ímyndar sér hvernig þeir gætu farið áður en nokkuð gerist. Að einhverju leyti er þetta dæmigerð unglingasaga þar sem fjallað er um einmanaleika og einelti í skólum. Baksagan er innblásin af frænda mínum og frænku, sem voru Hafnfirðingar. Þar er sjónum beint að því hvað það er að vera öðruvísi, fara ótroðnar slóðir og vera jafnvel talinn skrýtin. Frændi minn sem drukknaði fyrir 55 árum hét Ingimar. Hann var upp- finningamaður, pennavinur Dags Hammar- skjöld sem var aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, var grænmetisæta, stundaði jóga og rannsakaði og skrifaði um lífræna ræktun og sjálfbæra orku. Fólki fannst hann fást við ýmislegt virkilega furðulegt en núna finnst okkur að maður eins og hann hafi verið á undan sinni samtíð. Í dag yrði hann líklegast fenginn til að kenna í hönnunardeild við listaháskóla. Klara kynnist sögum af honum í gegnum ömmu sína og þá fer bókin að snú- ast um það hvað það er að vera skrýtinn. Eru kannski allir skrýtnir? Er það kannski samfélagið sjálft sem er skrýtið? Þessar sög- ur af Ingimar tengjast síðan eineltinu í skól- anum hennar Klöru og hvernig hún upplifir sig stundum á skjön við annað fólk. Í raun eru allar söguhetjurnar skrýtnar á sinn hátt. Bókin heitir Hafnfirðingabrandarinn af því að Hafnfirðingabrandarar eru um fólk sem á að vera vitlaust. En við getum líka litið svo á að brandararnir séu um fólk sem hugsar út fyrir rammann, er haldið framkvæmdagleði og óhrætt við að prófa eitthvað nýtt. Fyrir mér er frændi minn, sem sagan byggist laus- lega á, maður sem hugsaði út fyrir rammann og þess vegna fannst fólki hann kannski skrýtinn. Eins og ég segi stundum í gríni; hann er kannski fyrsti Hafnfirðingabrand- arinn.“ Þú ert að skrifa um alvarleg mál, hvernig kemstu undan því að vera predikunarkennd? „Í umsögnum um bókina hefur einmitt komið fram að hún sé laus við predikunartón. Ég er mjög hrifin af rithöfundinum Kurt Vonnegut sem nýtti húmor og grín til að fjalla um alvarleg málefni. Til að mynda er bókin hans Sláturhús 5 mjög fyndin um leið og hún fjallar um skelfilegar eldsprengju- árásir á Dresden sem hann upplifði sjálfur. Ég vil nú ekki vera að líkja þessum bókum saman – eða unglingsárunum við eldsp- rengjuárás þótt þau séu vissulega dramatísk, en í Hafnfirðingabrandaranum reyni ég engu að síður að nýta frásagnaraðferð Vonneguts og ég las hann samhliða skrifunum. Sjálfur sagði hann að bæði hláturinn og tárin yrðu til þegar við værum örvingluð eða ráðþrota, en hann kysi að hlæja því það krefðist ekki eins mikillar tiltektar eftir á. Þessi bók mín fjallar vissulega um ýmislegt sorglegt en ég efast um að hún muni fá lesandann til að gráta – en hann hlær vonandi mikið. Og þá einmitt á stöðum sem snerta við tilfinningum, skapa spennu og fjalla jafnvel um erfið mál.“ REYNDI AÐ NÝTA SÉR FRÁSAGNARAÐFERÐ KURTS VONNEGUTS Eru kannski allir skrýtnir? „Þessi bók mín fjallar vissulega um ýmislegt sorglegt en ég efast um að hún muni fá lesandann til að gráta – en hann hlær vonandi mikið,“ segir Bryndís. Morgunblaðið/Eggert BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR ER HÖFUNDUR UNGLINGABÓK- ARINNAR HAFNFIRÐINGABRAND- ARANS. BÓKIN ER TILNEFND TIL VERÐLAUNA OG GAGNRÝNENDUR BERA MIKIÐ LOF Á HANA. Sú bók sem ég mundi kannski segja að væri í mestu uppáhaldi hjá mér er Wild Swans: Three daughters of China eftir Jung Chang. Þetta er bók sem lýsir á ótrúlegan hátt því umróti sem varð á kínversku samfélagi frá því að amma höf- undarins fæddist og þangað til eftir menningar- byltinguna. Þetta er bók sem ég get lesið aftur og aftur og alltaf verið jafnheillaður af lýsingum Changs. Mig langar líka að nefna Hringadróttinssögu eftir Tolkien, og þá sérstaklega íslensku þýðinguna hans Þorsteins Thorarensen. Þessi þýðing er svo snilldarvel unnin að það er hreinn unaður að lesa hana. Höfundur sem er í miklum metum hjá mér er Haruki Murakami og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með nýjustu bókina hans, Colorless Tsukuru Tazaki and His Years of Pilgrimage sem kom út í enskri þýðingu fyrir skömmu og kom út á íslensku fyrir jólin. Þar finnst mér Murakami vera kominn á gamlar og kunnuglegar slóðir í skringilegheitum og stirðum sam- skiptum sem eru eitthvað svo japönsk í eðli sínu. Ég hef reyndar ekki lagt í að lesa hann á frummálinu en það gerist kannski á næstu árum að maður hætti sér í japönskuna eftir að hafa lært hana við HÍ og búið úti í Japan í eitt ár. Í UPPÁHALDI RAGNAR VEIGAR GUÐMUNDSSON VÖRUSTJÓRI Ragnar Veigar Guðmundsson, vörustjóri hjá Eymundsson, á sínar eftir- lætisbækur og hefur mikið dálæti á Villtum svönum eftir Jung Chang. Morgunblaðið/Þórður Hinn litlausi Tsuk- uru Tazaki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.