Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 14

Morgunblaðið - 10.02.2015, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklumeira, en bara ódýrt Viðgerðarkollar hækkanlegir 10 kg. 9.999 40 kg. 39.895 25 kg. 24.995 7.995 Ný sending af steðjum á frábæru verði: REYKJAVÍK GRAFARHOLT OG ÚLFARSÁRDALUR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Í stjórnsýslukerfi Reykjavíkur- borgar eru íbúðarhverfin Grafar- holt og Úlfarsárdalur talin einn borgarhluti. Atvinnusvæði við Vesturlandsveg tilheyra einnig borgarhlutanum ásamt stórum útivistarsvæðum til aust- urs, suðurs og vesturs. Eitt af einkennum svæðisins er mikil nánd við náttúruna og eru þar náttúruperlur eins og Úlfars- fellið, Reynisvatn og Hólms- heiðin. Byggðin og opnu svæðin í Grafarholti eru að mestu í föst- um skorðum og yfirbragð byggð- ar er heildstætt. Í Úlfarsárdal er byggðin í þróun og verður það næstu árin. Byggð í Grafarholti er víðast hvar smágerð og ein- kennist af blöndun sérbýlis og fjölbýlis, sérstaklega í vesturhluta hverfisins, en mun hærra hlutfall fjölbýlishúsa er í austurhlutanum. Í Úlfarsárdalnum er fjölbreytt blanda af íbúðum í fjölbýli og sér- býli með skjólgóðum útirýmum. Þéttleiki byggðarinnar er svip- aður því sem þekkist í eldri hverf- um borgarinnar. Borgarhverfi í nánd við náttúruna Skúli Halldórsson sh@mbl.is Skammt frá bökkum Úlfarsár leynist Dalskóli sem þykir um margt sérstakur, þó sérstaklega fyrir þær sakir að hann er allt í senn, leik-, frí- stunda- og grunnskóli. Hildur Jó- hannesdóttir, skólastjóri Dalskóla, segir kostina við þessa nálgun vera ótvíræða. „Reynslan hefur sýnt okkur að það myndast ákveðin heildarnálgun á hvert barn fyrir sig auk þess sem skólinn virkar sem einn þjónustu- staður fyrir öll börn fjölskyldunnar,“ segir Hildur og bætir við að daglegt líf barna verði fyrir litlu raski sökum þessa. „Það koma ekki þessi högg á líf barnsins við skólaskiptin. Enn frem- ur skapast mikil sameiginleg þekk- ing á þörfum barnsins á leikskóla- stiginu sem tapast svo ekki þegar það flyst yfir í grunnskóla- og frí- stundastarfið.“ Af þessu leiðir að allir starfs- menn skólans hafa samræmda starfsdaga sem geta auðveldað mörgum foreldrum lífið til muna. „Þá bjóðum við einnig ungling- unum okkar upp á val þar sem þau kynna sér líf og starf í leikskóla- og frístundahlutanum. Þar aðstoða þau við starfið, læra um þroska barna, bjóða fram klúbbastarf í frístundinni og skrá upplifun sína. Þannig horfa þau á uppeldismál frá hinni hlið- inni.“ Spárnar voru fjarri lagi Hildur segir að í upphafi hafi fólk haft áhyggjur af því að grunn- skólastarfið myndi gleypa starf leik- skólahlutans. „Fólk óttaðist að vegna þess- arar nálægðar myndu eldri börnin bara hlaupa leikskólakrakkana um Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Í Dalskóla iðar allt af lífi og fjöri og börnin fá útrás fyrir sköpunargleði sína frá unga aldri til unglingsára. Skóli lífsorku og náttúru í hjarta Úlfarsárdals  Grunnskóli, leikskóli og frístundir undir einum hatti í Dalskóla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Öll starfsemi Fisfélags Reykjavík- ur, sem nú er að hluta til að Grund við Úlfarsfell, verður á næstu miss- erum flutt á nýtt athafnasvæði að Heiði, skammt ofan við Geitháls þar sem heitir Reynisvatns- heiði. Þar hafa fisflugmenn á síðustu árum komið upp ágætri aðstöðu. Byggt skýli fyrir 25 flygildi og lagt þrjár flug- brautir, þar af eina 400 m langa sem liggur frá austri til vesturs. Þrengt að Grundarvelli Svifdrekafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1978. Í samræmi við fjölbreyttari starfsemi var nafn- inu síðar breytt í Fisfélag Reykja- víkur. Var meginstarfsemi þess lengstum að Grund, þar sem er flugbraut skammt ofan við stórhýsi byggingavöruverslunar Bauhaus. Á síðari árum hefur íbúða- byggð þrengt að aðstöðu fismanna að Grund, sem 2007 hófu vall- argerð að Heiði. Árið 2006 var gerður samningur sem gildir til 2025 við Reykjavíkurborg um afnot af landi á heiðinni, sem á að- alskipulagi er skilgreind sem fólk- vangur og athafnasvæði fyrir flug- ið. Uppbyggingarstarfið hefur gengið vel, þrátt fyrir að mest sé Flogið á litlum fisum á heiðinni við borgina  Fismenn að yfirgefa Úlfarsfell  Framtíð- arvöllur á Hólmsheiði sagður óraunhæfur Óli Öder Magnússon Úlfarsfell Þessi völlur mun víkja fyrir byggð á allra næstu misserum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.