Morgunblaðið - 10.02.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
Vigfús Bjarni Albertsson er sjúkrahúsprestur á Landspít-alanum og hefur starfað við það síðan hann kom úr sérnámiárið 2005. Hann lærði guðfræði hér heima og tók meist-
aranám í sorgar- og áfallahjálp í Bandaríkjunum. „Vinnan dags-
daglega gengur mest út á samtöl og samfylgd við fólk í erfiðum að-
stæðum og sorgaraðstæðum, en einnig eru margar gleðistundir sem
maður gengur í gegnum með því.“ Vigfús kennir einnig sorgar- og
áfallafræði sem er þverfaglegt nám við Endurmenntun Háskóla Ís-
lands. „Það er mest fólk sem er menntað úr heilbrigðisvísindunum
sem nýtir sér það.“
Kona Vigfúsar er Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur og fjöl-
skylduráðgjafi, og rekur hún sína eigin stofu. „Störf okkar tvinnast
því mikið saman.“ Börn þeirra eru Rannveig, 17 ára, Albert Elí, 14
ára, og Patrekur Veigar, 6 ára.
Vigfús hefur gaman af útivist og veiðum. „Það er gott að komast
út í náttúruna og upplifa tengslin við hana. Maður er hvergi nær
raunveruleikanum en úti í náttúrunni og einnig þegar maður er í
tengslum við fólk. Starf sjúkrahúsprestsins eru samskipti, þar sem
fólk verður grímulaust gagnvart lífinu.
Ég ætla að halda veislu í heimahúsi í tilefni afmælisins 14. febr-
úar. Maður skynjar vel í gegnum vinnuna að það eru forréttindi að
eldast. Ef maður myndi ekki átta sig á því þá skildi maður lítið. Þess
vegna vil ég fagna þessum tímamótum.“
Vigfús Bjarni Albertsson er fertugur í dag
Sjúkrahúsprestur Vigfús fyrir utan kapellu Barnaspítala Hringsins.
Forréttindi að eldast
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Skagafirði Óskírður Stefánsson fæddist 31. janúar 2015 kl. 00.32. Hann vó
4.238 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Stefán Gísli Haraldsson og
Unnur Gottsveinsdóttir.
Nýr borgari
G
unnhildur fæddist á
Akranesi 10.2. 1965 og
ólst þar upp til níu ára
aldurs að undan-
skildum þremur árum
þegar fjölskyldan bjó á eyjunni
Mauritus þar sem faðir hennar
starfaði við þróunaraðstoð á veg-
um FAO.
„Ég er mikill Garðbæingur, hef
búið í Garðabæ nær óslitið frá níu
ára aldri, var í Barnaskóla Garða-
bæjar og Garðaskóla, fór síðan í
Verslunarskólann, síðan í lögfræði
og lauk embættisprófi í lögfræði
frá HÍ vorið 1992.“
Að loknu lögfræðiprófi flutti
Gunnhildur til Ísafjarðar, var þar
fulltrúi sýslumanns í þrjú ár, var
síðan fulltrúi á lögmannstofu Ingi-
mundar Einarssonar í tæpt ár en
hóf þá störf við lögfræðideild Hús-
næðisstofnunar ríkisins í árslok
1995. Hún hefur svo starfað hjá
Íbúðalánasjóði frá stofnun sjóðsins
í ársbyrjun 1999, hefur gegnt þar
ýmsum ábyrgðar- og stjórnunar-
stöðum en er nú framkvæmda-
stjóri lögfræðisviðs sjóðsins.
Gunnhildur hefur átt sæti í fjöl-
mörgum nefndum og starfshópum
um húsnæðismál í tengslum við
starf sitt.
Þegar starfinu sleppir leggur
Gunnhildur einkum áherslu á sam-
verustundir fjölskyldunnar en hún
á þrjú börn, fjóra stjúpsyni og
fjögur stjúpömmubörn. Það er því
í mörg horna á líta:
„Þrátt fyrir miklar annir okkar
hjóna í vinnu undanfarin ár höfum
við verið mjög dugleg að ferðast,
bæði innanlands og utan. Ég
stunda líka reglulega jóga og aðra
Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkv.stj. hjá Íbúðalánasjóði – 50 ára
Í Noregi Gunnhildur og Guðmundur, eiginmaður hennar, á rómantískri kvöldsiglingu í norska skerjagarðinum.
Lífsglöð og þakklát fyrir
barnalán og góða heilsu
Skíðafólk Gunnhildur með Agnesi
Ástu og Kára Steini í Bláfjöllum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is