Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þrátt fyrir að vinir og vandamenn séu ekki á sömu leið og þú líður þér mjög vel. Hafðu hægt um þig þangað til þú nærð áttum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert hlaupið að því að raða lífsbrotunum saman svo vel fari til fram- tíðar. En nú er best að viðurkenna að það er óraunhæft og skemmta sér smá í staðinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Andartök fullkomnunar eru dem- antar hvers dags og fyrir þá ertu tilbúin að fórna mikilli orku. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Styrking persónuleikans, sem nú er vanmetið ferli, er alltaf í tísku. En hvað með verkefnið sem þú varst búin að lofa sjálfri þér? Settu sjálfa þig ofar á forgangslistann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Enn og aftur ertu að semja um þarfir þínar. Maður getur ekki búist við of miklu ef maður nennir bara að vökva einu sinni á ári. Hvort er það núna? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að lifa í botn hefur ekki sömu merk- ingu í þínum huga og ástvina þinna. Ekki vera óþolinmóður því þitt tækifæri kemur fyrr en varir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt hreint ekki að lúffa fyrir öðrum með hluti sem þú hefur sterka trú á. Að skrifa gæti ekki bara hjálpað til við að vinna úr þessum tilfinningum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til þess að sinna skriffinnsku af einhverju tagi, svo sem tryggingamálum, reikningum, skuldum og þess háttar. Tjáðu þig um málið og þér mun líða betur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hæfileiki þinn til þess að ná ein- beitingu er aðdáunarverður. Fólk er mjög móttækilegt fyrir því sem þú hefur fram að færa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er upplagt að ferðast eða gera ferðaáætlanir. Og af því að þú trúir, í eitt lítið augnablik, að þú sért ósigrandi, ertu það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekkert blómstrar án ljóss. Ef þú lætur þetta tækifæri framhjá þér fara muntu iðrast þess alla tíð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að raunveruleika. Og þér kann að takast að lægja deilur um sameiginlegar eigur. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkirog ekki að ástæðulausu: Á ferðum sínum flestu búast við. Fatlaðir, þá skreppa milli húsa, hafa með sér hertan fisk og svið, hálfan nautsskrokk, graut og kaffibrúsa. Hallmundur Kristinsson lýsir á Boðnarmiði áhyggjum sínum með þessari yfirlýsingu: „Til að fyrir- byggja misskilning og hverskyns óþægindi sem slíkur skilningur get- ur valdið skal það tekið fram að í limrum mínum eru nöfn tekin af handahófi og vísa yfirleitt aldrei í ákveðna einstaklinga. Þannig var t.d. í eftirfarandi limru hvorki Steinunn Ólína né Stefán Karl höfð í huga. Hjá Steinu og Stefáni törnin var stöðug, en brotakend vörnin. Tuttugu og tvö (tvíburar sjö) urðu því blessuð börnin.“ Kristján Karlsson hafði sömu áhyggjur, sem m.a. olli því að í handritum hans er ýmist sagt Stein- grímur eða strikað yfir og krotað Steinólfur í þessari limru, sem að síðustu birtist þannig í Limrum: „Í stríðum örlagastraumi,“ mælti Steinólfur, „þó að kraumi þá stend ég sem fastast hvert sem strengurinn kastast. Aftur stendur mér fastast í draumi.“ Sigrún Haraldsdóttir gerir „gras“ að yrkisefni á Leirnum: Friðlaus er og fátt um hlé, fram af hugsun dregin; getur skeð að grasið sé grænna hinum megin? Og segir síðan: „Það er furðulegt að yrkja svona vísu á þessum árs- tíma þegar hvergi sést grænt gras!“ Friðrik Steingrímsson kann skýringu á því: Letur marga lífsins þras þó lengist dagsins skíma, það er bara gervigras grænt á þessum tíma. Málið horfir þannig við Ólafi Stefánssyni: „Geri ráð fyrir að þú etir ekki gras, Sigrún, en margur garðeigandi hefur bölvað garðafál- um sem komist hafa í blóm og trjá- gróður þegar síst skyldi og skilið eftir sig viðurstyggð eyðileggingar. Ef þú, Sigrún, átt við fé, árans rollugreyin, bóka mátt að betra sé, blómið hinum megin.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af ferðanesti, nafnleysi og grænu grasi Í klípu „VIÐ VILJUM EINNIG NÝTA ÞETTA TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ LÝSA YFIR GJALDÞROTI OKKAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HUNDRAÐ OG EIN LEIÐ TIL ÞESS AÐ SVINDLA Á KORTAFYRIRTÆKJUNUM“ ... MUNTU BORGA MEÐ REIÐUFÉ EÐA KORTI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda sér of ungum til þess að verða gamall. ÉG ÆTLA AÐ LESA Í HUGA JÓNS. HANN VILL AÐ ÉG BORÐI SÍÐUSTU SMÁKÖKUNA. KONUNGURINN VEIT AÐ ÞAÐ GETUR REYNT Á AÐ SJÁ OKKUR SKATTHEIMTUMENNINA... OG HANN VILL AÐ VIÐ DRÖGUM ÚR STREITUNNI... ÞANNIG AÐ Í NÆSTA MÁNUÐI VERÐUM VIÐ KLÆDDIR Í KANÍNUBÚNINGA! Víkverji heyrði á dögunum bráð-skemmtilega sögu hafða eftir Ragnari Gunnarssyni, stórsöngvara úr Skriðjöklum, Ragga sót. Mun hann hafa látið hana flakka í viðtali í útvarpinu. Þegar Raggi var yngri rak móðir hans vefnaðarvöruverslun á Akur- eyri og einhverju sinni fékk hann að fljóta með henni til Amsterdam, en tilgangur ferðarinnar var að fylla á lager búðarinnar. Með í för var vinur Ragga, einlægur maður og hrein- skilinn. Ferðin gekk eins og í sögu en við komuna heim var vinurinn stöðvaður í tollinum. „Jæja, vinur minn, hvaðan ert þú að koma?“ spurði tollvörðurinn. „Frá Amsterdam,“ svaraði vinur- inn. „Nú, jæja. Og ertu bara einn á ferð?“ spurði tollvörðurinn. „Nei, ég er með vini mínum og móður hans,“ svaraði vinurinn. Nema hverjum? „Og hvað voruð þið að gera í Amsterdam?“ spurði tollvörðurinn. „Kaupa efni!“ Tollvörðurinn bretti upp ermar. x x x Skriðjöklar eru ógleymanlegir.Leitun er að hressari hljómsveit með dansara á heimsmælikvarða. Hver man ekki eftir lögum eins og Ég sé um hestinn, Búmm tsjagga búmm og Mikki refur? Svo var það Tengja, þar sem komu við sögu kappar á borð við Hannes í Tungu, Sindra á Fitjum og Dengsa í Felli. Svo er það þessi óborganlega setning: Féll ekki Jó- hannes Sæmundsson aftur og enn? Af samhenginu að ráða tengjast föll þessi skólagöngu Jóhannesar Sæmundssonar. En því getur auð- vitað enginn svarað af meiri vissu en höfundur textans, Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður hjá 365. Og svo auðvitað Jóhannes sjálfur. Hvernig ætli sá ágæti maður kunni annars að meta það að skólaganga hans hafi verið gerð ódauðleg með þessum hætti? Er ekki tími til kominn að tengja? Er ekki tími til kominn að tengja? Tengja, tengja, tengja? víkverji@mbl.is Víkverji Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á sett- um tíma. (Fyrra Tímóteusarbréf 2:5-6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.