Morgunblaðið - 10.02.2015, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015
atburðarásina. Árni fylgir Óla fast
eftir í daglegu amstri, með
auðfæranlegri og léttri tökuvél og
nær því jafnt að fanga mjög per-
sónuleg samskipti og einlæg samtöl.
Augljóst er að hann hefur myndað
miklu meira efni en birtist í end-
anlegri gerð frásagnarinnar og
klippt það saman í heild. Árni er
naskur sögusmiður sem ber gott
skynbragð á „persónusköpun“.
Hann veit greinilega að Óli er maður
blæbrigða eins og kemur eftir-
minnilega fram í þjálfunaraðferðum
hans. Hann virðist einnig eiga auð-
velt með að sjá hið spaugilega í
hversdagsleikanum. Myndflétta af
Óla að taka sín fjölmörgu daglegu
vítamín kitlar til að mynda vel hlát-
urtaugar áhorfenda sem og hressi-
leg hreinskilni barna í nærumhverfi
goðsagnarinnar og hispurslausar at-
hugasemdir Bíbíar ömmu hans og
Borisar, gamla þjálfarans hans hjá
Val. Eini ljóður myndarinnar er
tæknilegur því á tíðum er ekki nægi-
leg myndskerpa í byrjun skota og
stundum heyrist ekki gjörla í þeim
sem tala í fjölmenni eða víðu rými en
slíkt er svo sem eðli þessarar teg-
undar heimildarmyndar og þekkt
takmörkun hennar.
Frásögnin er línuleg, með afmark-
að upphaf, miðju og endi, þótt fram-
vindan lægi augljóslega ekki fyrir
þegar þeir Árni og Óli hófu sam-
starfið. Myndin hefst á snarpri
kynningu á ferli handboltakappans
þar sem eldra myndefni er klippt
saman. Með stigmagnandi sigrum
verður þjóðhetjan til og hún er að
lokum hyllt í ærlegri þakkargjörð
Heimildarmyndin Óli priker nærgöngul en einlægpersónustúdía á hand-boltahetjunni Ólafi Stef-
ánssyni. Hún hefst við þau merku
tímamót á ferli hans þegar hann
hættir að spila sem atvinnumaður,
snýr heim eftir 17 ár erlendis og ger-
ist aðalþjálfari meistaraflokks Vals.
Myndin fylgir Óla eftir næsta hálft
annað árið en á þeim tíma áttar hann
sig á að þjálfarastarfið hentar hon-
um ekki nægilega vel. Hann ákveður
því að beina kröftum sínum í nýjan
farveg en þau straumhvörf ganga
ekki átakalaust fyrir sig.
Leikstjórinn Árni Sveinsson hefur
áður gert heimildarmyndirnar Í
skóm drekans (2002), Með hangandi
hendi (2010) og Backyard (2010).
Árni setur sig í hlutverk mannfræð-
ings sem fylgist jafnt með og tekur
þátt í lífi viðfanga sinna. Þannig
verður hann eiginleg persóna í
myndinni og áhorfendur verða með-
vitaðir um hvernig nærvera hans
hefur áhrif á og jafnvel stuðar
sem Óli sjálfur kallar jarðarför
handboltamannsins. Í hartnær ann-
an áratug dvaldi hann og starfaði er-
lendis ásamt sinni samheldnu
kjarnafjölskyldu. Þar tilheyrði hann
alltaf afmörkuðum liðsheildum og
ytra áreiti var í lágmarki. Hann gat
því einbeitt sér til fulls og toppað á
sínu sviði. Við heimkomuna til Ís-
lands fær hann hvorki ráð né rúm til
að hugsa hálfa hugsun. Hann er goð-
sögn og sem slík almenningseign –
meiri ímynd en einstaklingur. Hann
ætlar sér einnig um of, rennir blint í
sjóinn og sækir á of mörg mið sam-
tímis sem leiðir til þess að hann
lendir í tilvistarkreppu og örmagn-
ast. Við lok myndarinnar virðist Óli
vera að finna sjálfan sig á ný og eyg-
ir endurfæðingu. Hann velur að
vinna með börnum og vera aftur í af-
mörkuðu liði.
Sem tilfinningavera áttar Óli sig á
að stundum þarf maður að draga
seglin saman og sjá tækifæri í óbil-
gjörnum mótvindi. Það er göfugt að
geta viðurkennt slíkt fyrir sjálfum
sér og öðrum. Í raun má líkja Óla við
sprengistjörnu sem brennur ofur-
skært en fuðrar um leið upp og tor-
tímir sér. Ótrúleg útgeislun hans
hefur lýst upp íslenskt samfélag og
umheiminn í stærra samhengi en nú
má kannski segja að tími sé kominn
fyrir hann að líta sér nær. Reyndar
virðist hann að einhverju leyti vera
meðvitaður um það strax í upphafi
myndarinnar því þá segir hann: „Þú
getur farið út og reynt að taka inn
allan heiminn, en í rauninni geturðu
fundið allan heiminn inni í einni
mauraþúfu. Stundum þarftu að fara
í einhverja vitleysu til að fatta það.
Nú er ég búinn að vera úti í 17 ár …
og hlakka bara virkilega til að kom-
ast heim!“ Nú er bara að vona að Óli
njóti þess að vera kominn heim og
finni sig í íslensku mauraþúfunni!
Stjarna „Í raun má líkja Óla við sprengistjörnu sem brennur ofurskært en fuðrar um leið upp og tortímir sér,“ segir
m.a. í gagnrýni um Óla prik sem fjallar um handboltakappann og hugsuðinn Ólaf Stefánsson.
Þroskasaga sprengistjörnu
Háskólabíó, Smárabíó
og Borgarbíó
Óli prik bbbbn
Leikstjórn, kvikmyndataka og klipping:
Árni Sveinsson. Handrit: Árni Sveinsson
og Grímar Jónsson. Framleiðandi: Grím-
ar Jónsson. Heimildarmynd, 93 mín. Ís-
land, 2015.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Breski sálarsöngvarinn Sam Smith
hlaut fern Grammy-tónlistarverð-
laun um helgina og þ.á m. verðlaun
sem besti nýliðinn, fyrir lag ársins
og fyrir að vera eini tónlistarmað-
urinn sem seldi yfir milljón eintök af
plötu sinni bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum í fyrra.
Pharrell Williams, Beyoncé og
Rosanne Cash, dóttir Johnny Cash,
hlutu hvert þrenn verðlaun og Beck
tvenn og þá m.a. fyrir bestu plötu
ársins, Morning Phase. Verðlauna-
afhendingin fór fram í Los Angeles
og meðal þeirra sem tróðu upp voru
Madonna, Katy Perry, Rihanna, Ka-
nye West og Paul McCartney.
Madonna stal senunni á rauða
dreglinum þegar hún svipti upp
stuttum kjól sínum og sýndi á sér
rassinn, klædd í netsokkabuxur.
Ljósmyndarar brugðust hratt við,
eins og sjá má af meðfylgjandi
mynd.
Smith var þó stjarna kvöldins en
hann kvaddi sér hljóðs í fyrra með
plötunni In the Lonely Hour. Hann
starfaði áður sem barþjónn í Lund-
únum og í ræðu þakkaði hann ást-
manni sínum fyrir að hafa veitt sér
innblástur við gerð lagsins „Stay
With Me“ sem hann hlaut fyrir
Grammy-verðlaun, fyrir besta lag
ársins.
Bandaríski tónlistarmaðurinn
Pharrell Williams hlaut verðlaun
fyrir bestu plötu í flokkinum „urban
contemporary“, fyrir besta tónlist-
armyndbandið, við lagið „Happy“ og
besta frammistöðu popptónlist-
armanns. Beyoncé hlaut verðlaun
fyrir flutning þeirra Jay-Z, eig-
inmanns hennar, á laginu „Drunk in
Love“ og var lagið jafnframt valið
besta R&B-lagið. Þá hlaut hún verð-
laun fyrir bestu hljómplötuna í víð-
ómi (e. best surround sound album),
plötuna Beyoncé. Rosanne Cash
hlaut m.a. verðlaun fyrir bestu Am-
ericana-plötuna, The River & The
Thread og besta lagið af þeim sem
flokkast til slíkrar tónlistar, „A
Feather’s Not A Bird“. Af öðrum
verðlaunum má svo nefna að Aphex
Twin hlaut verðlaun fyrir bestu
dans- og raftónlistarplötuna, Syro.
AFP
Kampakátur Nýliðinn Sam Smith alsæll með fjóra verðlaunagripi á
Grammy-tónlistarverðlaunahátíðinni í Los Angeles í fyrradag.
AFP
Rass Poppdrottingin Madonna
sýndi rassinn á rauða dreglinum.
Sam Smith fengsæll
Hlaut fern Grammy-verðlaun
Beck átti bestu hljómplötu ársins
Rafmagnað samband við áskrifendur
Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.