Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.02.2015, Qupperneq 33
AF TÓNLIST Ingvar Bates ingvarbates@mbl.is Myrkir músíkdagar voruhaldnir í TónlistarhúsinuHörpu dagana 29. janúar til 1. febrúar í 35. sinn. Almennt voru gæðin vel yfir væntingum og jafnvel þar sem síður tókst til er ástæða til bjartsýni því forvitni í bland við einlægni mátti hvarvetna merkja. Almennt ríkti góð stemn- ing er minnti helst á átthagamót samlyndra. Dagskrá Caput-hópsins var áhugaverð. Verk Úlfars Inga Har- aldssonar „Memoria fyrir píanó og kemmehljómsveit“ dró í fyrsta þætti fram músíkalskar minningar og hugblæ úr ranni höfundar. Þriðji þáttur var ágengur og hryn- léttur, borinn uppi af snöfurleik Tinnu Þorsteinsdóttur á píanó. Verk Snorra Sigfúsar Birgis- sonar „The Drift of Melancholy“ við ljóð Mary Jo Salter voru lituð trega liðinna atvika í Parísarborg sem Ingibjörg Guðjónsdóttir söng af næmi. Atli Heimir átti tvö tónverk frá námsárum í Köln er hljómuðu nú fyrst við upphaf árs 2015 á Ís- landi – „Impressionen“ og „Ex- pressionen“. Að sögn tónskáldsins mættu þessar námsstúdíur mikilli andstöðu íhaldsamra manna er stóðu í vegi fyrir flutningi hér heima. Kornungur gerði Atli upp við formin punktalisma og seríal- isma með nokkru spéi og óvenju- legri hljóðfæraskipan, sá fyrir skörp hornin, slétti úr og jafnaði. Það var sláandi hversu þroskuð verkin hljómuðu að upplagi og hafa elst vel. Tónleikar Nordic Affect voru afar áhugaverðir og gáfu fyrirtaks þverskurð af getu hópsins. Eins heillaði verklagið; traverso (bar- okkflauta) í bland við nútíma- hljóðfæri í samvinnu við díleija- og reverba-söfn hljóðmanns. Hér var sérlega áleitin tilfinn- ingin fyrir tónleik sem fræfils er á langt þróunarferli að baki; við- fangsefnið tekið í sundur, „abstra- herað“ og sett saman aftur fyrir eyrum viðstaddra. Atonement var yfirskrift tón- leikanna sem og heiti á samvinnu- verkefni Páls Ragnars Pálssonar og Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur á mærum tónlistar, ljóðs og mynda. Tilfinning höfunda við þann bræð- ing var frelsun en heitið Atonem- Bjart yfir Myrkum músíkdögum Morgunblaðið/Styrmir Kári Myrk sveifla Á upphafstónleikum hátíðarinnar „reis einleikari á fiðlu, Sigrún Eðvaldsdóttir, vel yfir jafningja í stórkostlegri túlkun á fiðlukonsert Leifs Þórarinssonar“, skrifar rýnir í umfjöllun um Myrka músíkdaga. ent gefur trúarlegri blæ, friðþæg- ing. Svipmyndir birtust á tjaldi jöfnum höndum meðan á flutningi stóð, ýmist sviðsettar eða hvers- dags en orkuðu því miður full- handahófskenndar samhliða ann- ars meitluðum tónvef og ljóði er var vel flutt af Tui Hirv sópran. Annar blær var á tónverkum Brendans Faegres, „Transcending Duality“ úr flokknum Three Aff- ects. Áður hafði „Observing youth“ seytlað fram í leiðslu í myrkvuðum Norðurljósasalnum en hér sló hljómsveitin í mikla rock ’n roll-sveiflu hvar knéfiðlan var sannarlega tekin á kné, spilað djarft og snarpt samhliða seink- uðum stafrænum innslögum tón- skáldsins. Kúbus-hópurinn, sem er að- eins rúmlega árs gamall, bauð upp á frumflutning á 21 nýrri tóna- mínútu eftir íslensk tónskáld. Hin yngri hrifu rýni fram yfir hin (h)eldri með snöggum innslögum er flutt voru á svalagangi Norður- ljósa, í einni einingu, mínútu í senn, berstrípuð og óvægin í anda nútímans. Mínútan var miskunn- arlaust slegin af af tímaverði, nýtt ljós tendrað við hvert hljóðfæri, slökkt á öðru og flutningurinn því jafnvel innblásnari en ella, líkt og lífsháskinn hefði girt hlutaðeig- andi óvenju fast. Sjö mínútna tónafbrigði Atla Heimis Sveins- sonar undir lokin, með höfuðljós á hverjum flytjanda í myrkvuðum salnum, skapaði fráhrindandi stemningu enda leiðist Atla, hinum síunga uppreisnarsegg, ekki að stuða og koma við okkur, þessa tvífættu vitsmunalegu sem þrá helst að taka allt sem gefið. UR_ er vinnuheiti á óperu í vinnslu hjá laustengdum félags- skap er kannaði hljóð- og fram- vindustrúktúra á opinni vinnu- stofu. Hópurinn hóf störf á Grænlandi við Diskóflóa, sótti inn- blástur í ummerki lífsstíls okkar á 21. öld, bráðnun jökla og undan- hald menningar. Vinnuskissum var varpað á tjald. Á einni stóð „Harmony: voices honour the cent- ral being“. Á stundum hefur rýnir heyrt það viðhorf, að ef tónskáld eða tónlistarmaður tjáir sig í dúr og moll þá er eins og viðkomandi komi nakinn fram og allir tilbúnir að rífa niður og gagnrýna, en ef einum tón er haldið líkt og í vinnusmiðjunni þá er það veg- samað til hæstu hæða. Það verður spennandi að fylgjast með fram- vindunni. Heimsósóminn á myrkum tímum Það er gömul saga og ný að listir eru þefgjarnar á hvar krepp- ir að í nútímanum. Heilt yfir mátti greina áleitna gagnrýni á samtím- ann og atferli mannsins. Þá var áberandi hvernig listamennirnir lögðu traust sitt á rýmið og verð- andina fremur en form, því ef form staðnar er leiðin greið yfir í ritúal og loks dekadens, sem eru reyndar mjög spennandi lendur út af fyrir sig. Tónskáldin áttu ein- mitt mörg það sameiginlegt að setja spurningar við flæði, strúkt- úr og form og hver væri styrkur þess í undirdjúpunum gegnt yfir- borðinu. Í raftónlistarverki Camillu Söderberg „Spa in Heaven“ birtist rödd úr forneskjunni, yfirtónar og dýrslegir rytmar leiða áheyrendur um frumskóg hljóðanna. Sverrir Guðjónsson nýtti röddina til hins ýtrasta líkt og sjónhverfingamað- ur; skrap-tónn seiðmannsins framdi töfra frammi fyrir fólskum lýðnum í veikri von um endurfundi við ættflokk sinn. Þessi þáttur bergmálaði nálgun Önnu Þorvalds og félaga í óperustúdíóinu á heimi á hverfanda hveli með einskonar frumspekilegri nálgun: andi, and- ardráttur, heilagur andi, andinn í húsinu, atómið í rýminu. Kammersveit Reykjavíkur sló botninn í mótið líkt og áður, að þessu sinni einungis búin strengja- hljóðfærum. Tvö tónverk skáru sig úr fyrir flutning og gjörvileik; frumflutningur á „Alkuli“, konsert fyrir kantele og strengjasveit eftir Huga Guðmundsson í einum þætti, og umritun á „Strengjakvartett nr. 2“ í fjórum þáttum eftir föður- bróður Huga, Hafliða Hallgríms- son. Einleikari á kantelehörpuna var hin finnska Eva Alkula er mætti með hvítlakkaða raftækni- lega útgáfu, með innbyggðum pikköpp, af þessu hljóðfæri er alla jafna liggur lágt hljómur. Blöndun kantelehörpu við kammersveitina var áhugaverð. Einleikur Alkula var sérlega fág- aður og sannfærandi, í senn undir- og meðleikur er á stundum drukknaði í hljómasúpu strengja- sveitarinnar sem virkaði heillandi á rýni. Eftir hlé hófst flutningur á útvíkkuðum hljómheimi strengja- kvartetts Hafliða. Flestum inn- vígðum er kunnugt um umritunar- áráttu tónskáldsins, töktum ýmist skeytt við milli tónflutninga eða legið yfir stærri betrumbótum. Því kom þessi tilfærsla milli tveggja mismunandi hljóðfærahópa ekki á óvart. Handbragð Hafliða var óbrigðult sem fyrr. Þrátt fyrir þéttari strengjasvelg og sviptingar mátti greina taugahrúgu hins upp- runalega strokkvartetts undir niðri og allt um kring; ljóst meira að segja þeim sem varla kunni skil á upprunaverkinu. Tónleikar Kammersveit- arinnar á Myrkum músíkdögum eru í raun seinna akkerið á þessari merku listahátíð nútímtónlistar. Fyrra akkerið er sem kunnugt er Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem hefur hverja hátíð, en í ár voru opnunartónleikarnir óvenju heil- steyptir og á háu stigi. Þar reis einleikari á fiðlu, Sigrún Eðvalds- dóttir, vel yfir jafningja í stórkost- legri túlkun á fiðlukonsert Leifs Þórarinssonar, sem verður þó að teljast, þegar öllu er á botninn hvolft, klassískur innan um allt avant-gardið. »Hér var sérlegaáleitin tilfinningin fyrir tónleik sem fræfils er á langt þróunarferli að baki; viðfangsefnið tekið í sundur, „abstra- herað“ og sett saman aftur fyrir eyrum viðstaddra. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2015 Danski listljósmyndarinn Pi Bartholdy heldur fyr- irlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag þriðjudag klukkan 17. Fyrirlesturinn kallar hún „iList- ljósmyndun Pi.“ Þar mun Bartholdy ræða fyrri verk sín en einnig þau sem hún er að vinna að þessi misserin. Bartholdy lauk námi við danska listljósmyndaskólann Fatamorgana árið 2011 og úr mastersnámi við Escuela de Fotografia Y Centro de Imagen í Madrid ári síðar. Þetta er fjórði „Þriðjudagsfyrirlestur ársins“ og sem fyrr fer hann fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verk- menntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Meðal annarra fyrirlesara í vetur eru Margeir Dire Sigurðsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar Frímannsson. Danskur listljósmyndari með fyrirlestur Pi Bartholdy Listaháskóli Íslands býður í dag, þriðjudag, klukkan 10-18 til mál- stofu um arkitektúr, iðnað og um- hverfi í húsnæði hönnunar- og arki- tektúrdeildar í Þverholti 11, fyrirlestrasal A. Meðal annars tekur þátt hópur prófessora og nemenda í arkitektúr í Sviss sem hafa undanfarið misseri rannsakað Ísland með áherslu á að skoða þær breyttu aðstæður í um- hverfi og iðnaði sem einkenna sam- tíma okkar. Meðal þeirra sem taka til máls eru Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsókn- armiðstöðvar ferðamála á Ís- landi, Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ís- lands, Pétur Thomsen ljósmyndari, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, kennari við LHÍ og umhverfisheimspekingur, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Lands- virkjunar. Málstofa um arkitektúr og umhverfi Kolbeinn Árnason 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNAR- HELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND 2 VIKUR Á TOPPNUM! Spenna, hasar og ótrúlegar tæknibrellur í frábærri ævintýramynd með stórleikurunum Jeff Bridges og Julianne Moore www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.