Morgunblaðið - 11.02.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
og formaður umhverfis- og skipu-
lagsráðs Reykjavíkur, segir það
verða tekið fyrir á fundi ráðsins í dag
hvaða framkvæmdir verða áfram á
áætlun borgarinnar fyrir árið 2015
þegar kemur að stíga- og hjólastíga-
gerð.
Unnið sé eftir metnaðarfullri hjól-
reiðaáætlun sem gerir ráð fyrir að
tíu kílómetrar af hjólastígum séu
lagðir ár hvert.
Meðal þess sem hefur verið á
framkvæmdaáætlun borgarinnar er
að þrengja Grensásveg sunnan
Miklubrautar úr fjórum akreinum í
tvær og gera hjólastíga beggja
vegna götunnar til að hægja á bíla-
umferð, auka öryggi í umferðinni og
lyfta undir hjólreiðar.
Strætisvagnar geti vikið
Upphaflega var gert ráð fyrir að
umferð biði fyrir aftan strætisvagna
á meðan farþegar væru afgreiddir en
Stefán Agnar Finnsson, yfirverk-
fræðingur á umhverfis- og skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar, segir
að eftir að ábending barst frá
slökkviliði sé nú gert ráð fyrir að
strætisvagnar geti vikið þannig, að
umferð geti farið fram hjá vagninum
á meðan hann er kyrrstæður.
„Það kom ábending frá slökkvilið-
inu vegna neyðaraksturs að Borgar-
spítala og þá var það dregið til baka.
Þeir gera ráð fyrir að strætó geti
vikið upp á núverandi kant þannig að
það sé frí umferð framhjá strætó á
meðan hann er stopp,“ segir Stefán
og bætir við að Grensásvegurinn sé
oft ekinn af sjúkraflutningabílum
samkvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefur fengið frá slökkviliðinu.
„Neyðarmóttakan er á Borgar-
spítalanum og þeir [slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins] segjast oft nota
Grensásveginn. Eins þegar þeir eru
á leið í austurborgina frá Skógarhlíð
þá velja þeir oft þessa leið: Bústaða-
veg, Grensásveg, Miklubraut,“ segir
Stefán.
Fari svo að umhverfis- og skipu-
lagsráð samþykki fjárveitingu til
þrengingar Grensásvegar fer verkið
í útboð. Stefán segir að ef allt gangi
að óskum megi gera ráð fyrir að
fyrstu hjólin fari um nýja hjólastíg-
inn í haust. asg@mbl.is
Hjólastígar á
dagskrá í dag
Morgunblaðið/Ómar
Grensásvegur Áformað er að
leggja hjólastíga við götuna.
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Við yfirferð á fjármálum sveitarfé-
laga verður ekki annað séð en fjár-
málin einkennist af stöðugleika og að
þróunin sé jákvæð þegar á heildina er
litið, segir meðal annars í inngangi
skýrslu Eftirlitsnefndar með fjármál-
um sveitarfélaga fyrir starfstímabilið
janúar 2013 til september 2014.
Í skýrslunni segir: „Veltufé frá
rekstri er stöðugt en áframhaldandi
stöðugleiki er forsenda þess að skuld-
settum sveitarfélögum takist að
greiða niður skuldir sínar. Þrátt fyrir
góða stöðu á heildina eru mörg sveit-
arfélög það skuldsett að fyrirséð er að
nokkur ár þarf til að sjá hvernig þau
ná að ráða við stöðuna. Mörg sveit-
arfélög vinna enn eftir aðlögunar-
áætlun en 11 sveitarfélög eru yfir
150% skuldaviðmiði við lok ársins
2013. Sveitarfélög eru samkvæmt lög-
um bundin af aðlögunaráætluninni
þar til viðmiðum laganna hefur verið
náð.“
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Í skýrslunni er gerð grein fyrir
starfsemi nefndarinnar og þar er
einnig að finna yfirlit yfir þróun fjár-
mála sveitarfélaga frá 2007 til 2013.
Farið er yfir þróun fjármála sveitar-
félaga, gerð grein fyrir störfum
nefndarinnar, sérstökum aðgerðum
og samningum við sveitarfélög og að-
lögunaráætlunum. Hlutverk nefndar-
innar er að fylgjast með fjármálum,
þ.m.t. reikningsskilum og fjárhags-
áætlunum, og bera saman við viðmið-
anir samkvæmt sveitarstjórnarlögum
og reglum settum samkvæmt þeim.
Verkefni eftirlitsnefndar beinast
fyrst og fremst að fyrirbyggjandi að-
gerðum. Þeim sinnir nefndin með því
að vekja athygli á tilteknum þáttum í
rekstri og efnahag sveitarfélaga.
Stöðugleiki í fjár-
málum sveitarfélaga
Í lok árs 2013 voru 11 sveitarfélög yfir 150% skuldaviðmiði
Oddur Helgason hjá ORG-
ættfræðiþjónustunni hefur lokið við
að skrá gögn, sem hann fékk frá
Atla Steinarssyni blaðamanni um
afkomendur vesturfara, og voru
frumgögnin afhent Landsbókasafn-
inu til varðveislu í gær. Atli safnaði
upplýsingum um fólk af íslenskum
ættum vestanhafs á árunum 1996
og 1997 og lét Odd síðan fá gögnin.
„Þetta eru 13 möppur,“ segir Odd-
ur.
Fyrir skömmu fékk Oddur mikið
ættfræðisafn frá Þorsteini Jóns-
syni, útgefanda og ættfræðingi.
Hann segir að það fari síðan að
mestu á viðeigandi héraðs-
skjalasöfn víða um land, þar sem
verði farið yfir gögnin og þau borin
saman við ættfræðigrunn Odds.
„Við dreifum vinnunni um allt
land,“ segir Oddur. Morgunblaðið/Ómar
Ættfræðigögn koma og fara
Vegurinn inn með Skorradalsvatni
er stórhættulegur á hálfs annars
kílómetra kafla, á milli Vatnshorns
og Hvamms, að mati Valdimars
Reynissonar, skógarvarðar á Vest-
urlandi, sem býr í Hvammi. Mikil
hjólför eru nú í lélegum ofaníburði
og ástand vegarins versnar svo
þegar þau frjósa.
Valdimar segir að Vegagerðin
hafi sett efni í nýtt yfirlag á kafl-
ann í sumar. „Það er lélegt efni því
vegurinn versnaði við viðgerðina en
það tel ég að sé ekki eins og menn
vilja hafa það,“ segir Valdimar.
Hann segir að í þíðum í vetur
verði vegurinn eitt leðjusvað.
„Vatnið er að síga úr honum núna,
það koma för í drulluna og svo er
komin hálka í þetta. Hann er stór-
hættulegur yfirferðar,“ segir Valdi-
mar.
Hann vekur athygli á því að
þetta er eini vegurinn inn dalinn.
Þar séu tvær fjölskyldur með fasta
búsetu og önnur hjónin þurfi að
fara daglega til vinnu úr dalnum.
Þá sé starfsstöð Skógræktar ríkis-
ins í Hvammi. Unnið sé að grisjun
skóganna og efnið selt Elkem á
Grundartanga. Einhvern veginn
þurfi að koma því úr dalnum. Þá
séu mörg hundruð sumarbústaðir
þarna fyrir innan og fólk þurfi að
komast í þá allt árið og iðnaðar-
menn sem þar vinna. „Ef það kem-
ur eitthvað fyrir hér inni í dalnum
er ekki hlaupið að því að komast
þangað með sjúkrabíl eða slökkvi-
bíl,“ segir Valdirmar. Hann fékk í
gær þau svör frá Vegagerðinni að
sennilega yrði sendur hefill í næstu
þíðu til að ryðja drullunni af veg-
inum. Þangað til verði ástandið
óbreytt. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Óvegur Djúp för hafa myndast í slitlag vegarins og er hann illur yfirferðar. Ekki skánar ástandið þegar förin frjósa.
Hættulegur vegur í Skorra-
dal vegna lélegs efnis