Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Uppfærsla Möguleikhúss-ins á Eldbarninu – Ham-faraleikriti fyrir börn ogfullorðna er gott dæmi
um hvernig minningar, geymdar
jafnt í rituðum heimildum og munn-
mælum, skapa hlutum merkingu. Í
upphafi sýningar sýnir unga stúlkan
Sólveig Þorgrímsdóttir áhorfendum
hraunmola sem tilheyrði því hrauni
sem rann yfir æskuheimili langa-
langa-langa-langa-langömmu henn-
ar og nöfnu árið 1783 í Skaftár-
eldum, en steinninn hefur takmark-
aða þýðingu fyrir nútímastúlkuna.
Stuttu síðar fer hún ásamt móður
sinni í heimsókn á æskuslóðir for-
móður sinnar þar sem Halldór gamli
ábúandi í sveitinni segir henni sögu
nöfnu hennar sem lifnar fyrir augum
áhorfenda með þeim hætti að
klukkutíma síðar sjá bæði leikhús-
gestir og Sólveig nútímans hraun-
molann með merkingarþrungnari
augum. Sólveig nútímans setur sig
bókstaflega í spor formóður sinnar,
því Andrea Ösp Karlsdóttir leikur
báðar Sólveigarnar. Áhorfendur fá
að fylgjast með því hvernig litla
stúlkan bregst við þegar veröld
hennar umturnast vegna ógnvæn-
legra náttúruhamfara. Jörð skelfur,
það rignir dauðum fuglum þar sem
askan í loftinu er baneitruð og
hraunstraumur steypist ofan af há-
lendinu. Ásamt móður sinni neyðist
Sólveig til að flýja heimahagana og
þær lenda á vergangi í sveitinni í leit
að húsaskjóli og matarbita.
Þótt sagan um Sólveigu sé skáld-
uð af hendi Péturs Eggerz eru at-
burðirnir í kringum hana raunveru-
legir og sumar þær persónur sem
bregður fyrir í verkinu voru til í
raun og veru, s.s. eldklerkurinn Jón
Steingrímsson sem skráði ítarlega
frásögn af eldgosinu og afleiðingum
þess. Eins og aðstandendur sýning-
arinnar benda réttilega á virka
hrakningar Sólveigar á köflum nán-
ast fjarstæðukenndir fyrir íslensk
börn í samtímanum, en þá er ágætt
að minna sig á að aðstæðurnar voru
raunverulegar á sínum tíma. Á stöku
stað renna Sólveig samtímans og
Sólveig fortíðar saman með áhrifa-
ríkum hætti, eins og t.d. í eldmessu
Jóns þar sem Sólveig setur spurn-
ingarmerki við það að eldgosið sé
leið guðs til að refsa mannfólkinu
fyrir syndsamlegt líferni, enda skil-
ur hún ekki í hverju synd hennar fel-
ist í lífinu sem er nokkuð nútímaleg
afstaða.
Leikmynd og búningar Guðrúnar
Øyahals eru stílhreinir og bjóða upp
á einfaldar lausnir. Með aðeins átta
trékassa í mismunandi stærðum búa
leikararnir til ólíkar vistarverur, far-
artæki og landslag, en umskiptin
fara iðulega fram með afar látlaus-
um hætti. Grunnbúningar Öldu og
Péturs eru dökkir, en með því einu
að skipta út einu höfuðfati eða setja
á sig prestakraga og breyta lát-
bragðinu tekst að draga upp skýrar
persónur í fjölmennu persónugall-
eríi verksins. Mest mæðir á Andreu í
hlutverki Sólveiganna tveggja enda
er hún á sviðinu alla sýninguna.
Andrea býr yfir mikilli orku og gríð-
arlegum sviðssjarma, en hún gefur
mikið af sér til áhorfenda. Henni
tekst einstaklega vel að miðla undr-
un barnsins og sorg í erfiðum að-
stæðum. Hljóðmynd Kristjáns Guð-
jónssonar og lýsing Arnþórs
Þórsteinssonar ýtir með áhrifamikl-
um hætti undir ógn náttúrunnar og
er reykur nýttur til áhrifaauka til að
minna á þungt loftið samfara eldgos-
inu.
Sýningin fer hægt af stað, en vinn-
ur jafnt og þétt á. Sigrún Valbergs-
dóttir leikstjóri hefur næmt auga
fyrir góðum sviðslausnum eins og
sést m.a. vel í skemmtilegum út-
færslum á ólíkum farartækjum.
Eins og undirtitill verksins gefur til
kynna er hér um að ræða sýningu
fyrir jafnt börn sem fullorðna. Sjálf
miða aðstandendur við að verkið sé
fyrir börn níu ára og eldri, enda er
innihaldið býsna drungalegt og
dramatískt. En á sama tíma veitir
sýningin kjörið tækifæri fyrir for-
eldra til að ræða við börn sín um
áhrif hamfara sem og aðstæður og
kjör fólks fyrr á tímum. Möguleik-
húsið á hrós skilið fyrir áhrifamikla
og vandaða afmælissýningu á 25 ára
starfsafmæli sínu.
Ljósmynd/Geirix
Orkumikil „Andrea [Ösp Karlsdóttir] býr yfir mikilli orku og gríðarlegum sviðssjarma, en hún gefur mikið af sér til
áhorfenda. Henni tekst einstaklega vel að miðla undrun barnsins og sorg í erfiðum aðstæðum,“ segir m.a. í rýni.
Tjarnarbíó
Eldbarnið – Hamfaraleikrit fyrir börn
og fullorðna bbbbn
Eftir Pétur Eggerz. Sérlegur ráðgjafi við
handritsgerð: Kristín Helga Gunnars-
dóttir. Leikstjórn: Sigrún Valbergs-
dóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún
Øyahals. Tónlist og hljóðmynd: Kristján
Guðjónsson. Lýsing: Arnþór Þór-
steinsson. Leikarar: Andrea Ösp Karls-
dóttir, Alda Arnardóttir og Pétur Egg-
erz. Önnur sýning Möguleikhússins í
Tjarnarbíói 8. febrúar 2015.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Minningar skapa merkingu
Duo Landon frumflytur verkið Já, sú var tíðin … fyrir
tvær fiðlur eftir Báru Grímsdóttur á Háskólatónleikum í
kapellu Háskóla Íslands í dag kl. 12.30. Á efnisskránni er
einnig sónata eftir Sergei Prokofiev og Tíu myndir fyrir
tvær fiðlur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Duo Landon skipa fiðluleikararnir Hlíf Sigurjóns-
dóttir og Martin Frewer. „Duo Landon er kennt við hinn
þekkta fransk-bandaríska fiðlu- og bogasmið Christophe
Landon, en þau leika bæði á fiðlu frá honum. Árið 2012
kom út geisladiskur dúósins, Íslensk fiðludúó, með verk-
um eftir sex íslensk tónskáld. Þar af voru þrjú verkanna
samin að beiðni Duo Landon. Hlaut sá diskur m.a. fimm
stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins,“
segir í m.a. tilkynningu. Samkvæmt henni lýsir Bára eig-
in verki með þessum orðum: „Við sjáum fyrir okkur tvær
mannverur, glaðar og kátar, sveiflast um saman í dansi,
kannski í pínulitlu samkomuhúsi eins og voru í sveitum
landsins hér áður fyrr, úti á túni í kvöldsólinni, eða á
síldarplani. En efinn og treginn eru líka til staðar. Þeim
finnst lífið vera dans á rósum, það er alltaf hætta á að
stinga sig á þyrnunum.“ Verkið var skrifað fyrir Duo
Landon undir lok árins 2014.
Hádegistónar Duo Landon
Nýtt verk eftir Báru
Grímsdóttur frumflutt í dag
Samspil Martin Frewer og Hlíf Sigurjónsdóttir skipa
Duo Landon og hafa leikið saman síðustu ár.
Breytingar hafa verið innleiddar
á tónlistarverkefninu Made in Ice-
land sem ætlað er að auka veg ís-
lenskrar tónlistar í Bandaríkj-
unum. Sjö safnplötur hafa verið
gefnar út með lögum hljómsveita
sem eru í eldlínunni á Íslandi og
þeim dreift á 840 útvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum auk þess sem
kynningarveislur á plötunum hafa
verið haldnar árlega í Los Angel-
es og til þeirra boðið lykilaðilum
sem sjá um innkaup á tónlist í
sjónvarp, kvikmyndir og auglýs-
ingar.
Breytingarnar í ár eru þær að
ekki verður gefinn út geisladiskur
heldur verður tónlistin sett á netið
í formi spilunarlista, skv. tilkynn-
ingu frá Útflutningsmiðstöð ís-
lenskrar tónlistar, ÚTÓN. „Meiri
kraftur verður settur í kynningu á
samfélagsmiðlum og hefur ÚTÓN
stofnað til samstarfs við sérfræð-
inga á því sviði í Bandaríkjunum.
Af þeim sem verða með lög á list-
anum verða síðan valin tvö atriði
til þess að fara til Bandaríkjanna
og spila á kynningartónleikum í
apríl næstkomandi. Á þessa kynn-
ingartónleika verður boðið vel
völdum aðilum sem flykkjast til
Kaliforníuríkis til þess að sækja
Coachella-hátíðina,“ segir í til-
kynningu. Þátttökuskilyrði fyrir
tónlistarmenn og hljómsveitir sem
vilja taka þátt í verkefninu má
finna á vef ÚTÓN, uton.is.
Umsóknarfrestur er til mið-
nættis 20. febrúar.
Breytingar gerðar á Made in Iceland
Um liðna helgi var opnuð í sam-
tímaliststofnuninni Institut für
moderne Kunst Nürnberg í
Þýskalandi, í Galeriehaus Defet,
sýning á málverkum eftir Helga
Þorgils Friðjónsson. Sýningin
nefnist Stækkunargler á nál-
arauga – Mit einer Lupe durch ein
Nadelöhr blicken og er Dan Ree-
der sýningarstjóri.
„Heimur drauma og trúar,“ seg-
ir í fyrirsögn umsagnar Bernds
Zachows um sýningu Helga í
blaðinu Nürnberger Nachrichten.
Hann vísar til orða Halldórs Lax-
ness um að Íslendingar hafi
óþreytandi áhuga á hinu skrítna,
ólíkindalega og óútskýranlega og
bætir við að verk listamannsins
sýni hvernig nýta megi þennan
áhuga með skapandi hætti. Rýn-
irinn segir að myndir Helga beri
vitni skopskyni og kaldhæðni og
stundum standi áhorfandinn furðu
lostinn fyrir framan sköpunarverk
málarans þegar hann hefur gefið
ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Að sögn Zachows eru myndir
Helga Þorgils „í besta skilningi
ævintýraleg blanda af raunveru-
leika og ímyndun, af samtímanum
og hinu liðna“.
Helgi Þorgils tekur á næstunni
þátt í tveimur sýningum á Ítalíu.
Morgunblaðið/Golli
Listamaðurinn Á sýningu Helga
Þorgils Friðjónssonar í samtímasafn-
inu í Nürnberg gefur að líta málverk
sem hann hefur unnið á síðustu árum.
„Ævintýraleg blanda“ á
sýningu Helga Þorgils
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00
Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00
Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00
Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00
Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00
Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas.
Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas.
Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k
Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k
Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k
Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 11/4 kl. 19:00 aukas.
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00
Síðustu sýningar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00
Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00
Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00
Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
Lau 21/2 kl. 17:00 Lau 28/2 kl. 20:00
5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00
Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00
Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Ekki hætta að anda (Litla sviðið)
Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 22/2 kl. 20:00
Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 26/2 kl. 20:00
Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið)
Fim 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 22/2 kl. 20:00 4.k.
Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k.
Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.