Morgunblaðið - 14.02.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.02.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Þórður Vinir Þau Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og Sigríður Beinteinsdóttir njóta þess að gera það sem þau eru best í: Að syngja og skemmta. Í dagskrá þeirra eru sögur sagðar á milli laga og taka þau sig ekki of hátíðlega. sló það í gegn rétt undir 1970. Þá erum við Sigga sjö og átta ára, með útvarpið á. Það var náttúrlega bara ein stöð og maður var alltaf að hlusta. Okkur fannst lagið báðum ofboðslega töff! En hann Jógvan, hann var nú ekki einu sinni fæddur þarna,“ segir Guðrún. „Það er eitt- hvað við þetta lag,“ segir Guðrún. „Og við lágum bara á stofugólfinu þegar þetta kom í Óskalögum sjúk- linga og fannst þetta alveg æðislegt lag. Sú minning kemur enn upp þegar ég heyri þetta lag,“ segir Sigga. Þó að Jógvan eigi ekki minn- ingar um lagið úr bernsku hefur það mikla þýðingu fyrir hann að flytja þessi lög. „Fyrir mig er það algjör heiður að fá að flytja þessi lög. Þetta eru allt sígild lög og alls ekki sama hvernig þau eru flutt. Það er alveg bannað að láta bara vaða því það þarf að sýna verkinu vissa virð- ingu,“ segir Jógvan Hansen um tónleikaprógrammið. Þeir sem vilja tryggja sér miða á tónleikana í Hofi þar sem flutt verða „lögin sem allir elska“ má nálgast miða á vefnum www.menn- ingarhus.is og www.midi.is. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ríkisútvarpið Uppábúin glæsikona talar í útvarpið nokkru áður en Sigga og Guðrún fóru að hlusta á Óskalög sjúklinga. Með andakt hlýddu þær á. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 12.30 Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SI, SFF, SVÞ, SAF, og SFS kynna og ræða áherslur samtakanna. 14.00 Ávinningur menntunar. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA. 14.15 Breytt starfsnám Dana. Henning Gade, forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku. 14:45 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. 15.15 Deiglan í menntakerfinu og breytingar á starfsnámi. Hvað segja fyrirtækin – hvernig líst þeim á – hvað vantar? Sigurður Steinn Einarsson, starfsmaður Síldarvinnslunnar. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela. Þórður Theodórsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Marel. 15.45 Viðhorf fyrirtækja til starfsmenntunar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. 16.00 Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin. Ráðstefnustjóri er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12.30-16.30 Menntadagur atvinnulífsins 2015 Á morgun, sunnudag, verður haldinn fyrsti alþjóðlegi Brennan-heilunar- dagurinn. Þá munu Brennan-heilarar um allan heim standa að uppá- komum sem stuðla að aukinni með- vitund á því hvað heilun geti verið og hvernig sú aukna meðvitund geti leitt til meira heilbrigðis, jafnvægis og vellíðunar. Á Íslandi munu fjórir Brennan- heilarar sem eru útskrifaðir úr 4 ára námi í Barbara Brennan School of Healing, þau Jóhanna Jónas leik- kona, Kristján Viðar Haraldsson, söngvari úr Greifunum, Svava Matt- híasdóttir hjúkrunarfræðingur og Ásta Baldursdóttir hjúkrunarfræð- ingur vera með opið hús í Rósinni, Bolholti 4, frá kl. 13-16. Þau munu halda kynningu um Brennan-heilun og nám Brennan- heilara, en það nám í Barböru Brenn- an School of Healing er að mörgu leyti sérstakt. Skólinn sem hefur ver- ið starfandi í ein 30 ár býður upp á fjögurra ára mjög strangt nám sem er byggt upp eins og háskólanám. Í Flórída í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar skólans eru, er hægt að fá bachelor-gráðu í þessum fræð- um sem þykir einstakt hvað heilunar- fræði varðar. Námið er mjög ítarlegt og yfir- gripsmikið, byggt á námskeiðum og fjarnámi, krefst mikillar sjálfsvinnu og enginn útskrifast nema hafa stað- ist þær miklu kröfur sem skólinn set- ur fram. Einnig er hægt að fara eftir þessi fjögur ár í tveggja ára fram- haldsnám í sam- talstækni. Hugsjón skól- ans og Barböru Brennan sem stofnaði hann er að heilun verði sí- fellt viðurkenndari sem stuðnings- meðferð jafnhliða hefðbundnum læknis- og sálfræðimeðferðum með sinni heildrænu nálgun. Aldrei er lagt út frá því að sjúkdómsgreina neinn, frekar að styðja og styrkja ein- staklinga til betri meðvitundar um sjálfa sig og eigin orku, sem getur leitt þá til betra lífs og heilbrigðis, fyrir utan að stuðla að jafnvægi og góðu orkuflæði. Þetta er skóli mikilla umbreytinga og í hann fara margir til að öðlast meiri þroska og að njóta þeirrar miklu sjálfsvinnu sem þar er boðið upp á. Gengið er út frá því að sá sem fari í gegnum þetta nám öðlist ákveðin heilindi í sjálfum sér sem geri hann betur undirbúinn til að hjálpa öðrum. Þau sem standa að þessum degi hér á Íslandi segjast hlakka til að miðla af reynslu sinni og spjalla við þá sem hafa áhuga á því sem þau hafa fram að færa. Facebook: Brennan heilun á Íslandi Opið hús í Rósinni í Bolholti á morgun, sunnudag Jóhanna Jónas Ein þeirra íslensku Brennan-heilara sem munu kynna í dag. Til að styðja og styrkja einstak- linga til betri meðvitundar Barbara Brennan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.