Morgunblaðið - 14.02.2015, Page 24

Morgunblaðið - 14.02.2015, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Tískudrósin Giannan var vel tilhöfð á sýningu í tengslum við Tískuvikuna í New York í fyrrakvöld. Á sýningunni voru nýjustu tísku gæludýra gerð góð skil. Giannan er af tegundinni Shih Tzu. Ekki er vitað með vissu um uppruna tegundarinnar. Hún var ræktuð í Kína, en talið er að hún hafi komið þangað frá Tíbet. AFP Giannan tollir í tískunni Malmö. AFP. | Myndskeið, þar sem ör- yggisvörður sést berja höfði níu ára pilts frá Marokkó í steingólf, hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Nokkrir menn urðu vitni að árás- inni sem var gerð í lestarstöð í mið- borg Malmö í vikunni sem leið eftir að pilturinn steig inn í lest án þess að hafa keypt miða. Sjónarvottarnir settu myndskeið á Youtube þar sem öryggisvörðurinn sést sitja klofvega á piltinum og berja höfði hans í gólf- ið. Pilturinn grét, sárbændi um misk- unn og átti erfitt með að ná andan- um. Hann heyrðist fara með ísl- amska bæn sem múslímar fara stundum með þegar þeir búast við dauða sínum. Sakaðir um kynþáttafordóma Einn sjónarvottanna sagði í grein í blaðinu Sydsvenskan að örvænting piltsins hefði verið meiri en nokkurt myndskeið gæti sýnt. „Það er ekki hægt að ná hrópi drengsins eftir hjálp, bæninni hans og högghljóðinu þegar höfðinu var barið í steingólf- ið,“ skrifaði hann. Öryggisvörðurinn hefur verið leystur frá störfum með- an rannsókn á málinu fer fram. Eftir árásina fór pilturinn á heim- ili fyrir flóttabörn þar sem hann hafði dvalið eftir að hann kom til Sví- þjóðar. Nokkrum klukkustundum síðar flúði hann ásamt tólf ára dreng, sem talið er að sé hálfbróðir hans, að sögn sænskra fjölmiðla. Danska lögreglan fann síðan pilt- inn á Jótlandi í gær. Málið hefur vakið umræðu í Sví- þjóð um aðbúnað flóttabarna. Ör- yggisverðir og lögreglumenn hafa verið sakaðir um kynþáttafordóma. „Hefði ljóshærðu höfði verið barið í gólfið?“ skrifaði blaðamaðurinn Lars Lindström í grein í Expressen. Tóku við 7.000 börnum Rúmur þriðjungur íbúa Malmö er af erlendu bergi brotinn og á meðal þeirra eru margir múslímar. Svíþjóð tekur á móti fleiri flótta- börnum frá Afríku og Mið-Austur- löndum en nokkurt annað land í Evr- ópu. Um 7.000 flóttabörn komu til Svíþjóðar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr. Árás á níu ára pilt vekur óhug  Hrottaleg árás öryggisvarðar vekur umræðu um hag flóttabarna í Svíþjóð Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hætta er á langvarandi „ofurþurrk- um“ í vestanverðum Bandaríkjunum síðar á öldinni ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöld- um, að sögn vísindamanna vestra. Í ofurþurrkum (e. mega-droughts) er úrkoman álíka mikil og í verstu þurrkum sem urðu í Bandaríkjunum á öldinni sem leið. Ofurþurrkarnir vara þó miklu lengur, eða í 35 ár eða lengur, ekki í þrjú ár eða allt að ára- tug eins og í fyrri þurrkum. Vísindamenn við NASA, Cornell- háskóla og Columbia-háskóla vara við því að slíkir ofurþurrkar geti valdið miklum vatnsskorti og upp- skerubresti vegna þornunar jarð- vegs, auk mikilla skógarelda í sunn- anverðu Arizona-ríki og svæðum í Kaliforníu. Talið er að þurrkarnir geti einnig náð til Nevada, Nýju- Mexíkó, Texas, Oklahoma og fleiri ríkja og haft áhrif á líf 64 milljóna manna. Niðurstöður vísindamannanna byggjast á rannsóknum á árshring- um trjáa, sem gefa vísbendingar um loftslagið aftur í aldir, og sautján tölvulíkönum sem notuð voru til að spá fyrir um loftslagsbreytingar, auk gagna um raka í jarðvegi. Síðustu ofurþurrkar urðu í vestan- verðum Bandaríkjunum á 12. og 13. öld vegna loftslagsbreytinga af nátt- úrulegum völdum. Um 10% líkur eru á því að náttúrulegar breytingar geti valdið slíkum langvarandi þurrkum, að sögn The Washington Post. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar vís- indamannanna eru hins vegar 80% líkur á því að ofurþurrkar verði í vesturríkjunum á árunum 2050 til 2099 ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Óvissu undirorpið The Washington Post hefur þó eft- ir einum vísindamannanna, Toby R. Ault, aðstoðarprófessor við Cornell- háskóla, að slíkar viðvaranir séu undirorpnar mikilli óvissu. Til að mynda geti veðrakerfið El Niño, sem myndast í Kyrrahafi, haft áhrif á það hversu lengi þurrkarnir vara. Ault sagði þó að ofurþurrkar gætu haft svo alvarlegar afleiðingar að Bandaríkjamenn þyrftu að móta langtímastefnu um hvernig taka ætti á hættunni. „Ég lít á ofurþurrka sem hægfara náttúruhamfarir. Við þurf- um að flokka þá með öðrum nátt- úruhamförum sem hægt er að takast á við með áhættustjórnun,“ sagði hann. Þurrkarnir gætu varað í áratugi  Vísindamenn telja hættu á ofurþurrkum í Bandaríkjunum AFP Þurrkatíð Þriggja ára þurrkar hafa valdið vatnsskorti í Kaliforníu. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bólgur eða verkir? www.annarosa.is Tinktúran túrmerik og engifer bæði bólgu- og verkjastillandi og hefur gefist afar vel við slitgigt, liðagigt og álagsmeiðslum. Túrmerik og engifer er hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. Inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks. þykir Kleifarás 13 - 110 Reykjavík Glæsilegt 446,5 m2 einbýlishús á tveimur hæðum, með auka íbúðarrými á neðri hæð, og tvöföldum bílskúr innst í botnlanga á glæsilegum útsýnisstað við Kleifarás í Reykjavík. V. 89,9 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.