Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stór orð hafaverið uppium mögu- legar afleiðingar þess ef átök héldu áfram í Úkraínu. Hollande Frakk- landsforseti talaði til að mynda um að nú væri síðasta tækifærið til að stilla til friðar áður en „styrjöld“ hæfist, án þess að fara út í það nákvæm- lega milli hverra það stríð yrði. Hann og Merkel Þýska- landskanslari hafa því lagt land undir fót síðustu vikuna og farið vítt og breitt til þess að vinna tillögum sínum að vopnahléi stuðning. Og á fimmtudagsmorgni, eftir langan næturfund í Minsk tókst loks að fá samþykktar tillögur, sem á yfirborðinu eru verulega áþekkar þeim sem samið var um í sept- ember í sömu borg, en sem ekki hefur verið fylgt eftir. Og það er margt for- vitnilegt í þessu ferli öllu, þó kannski ekki síst sú stað- reynd, að af þeim fjórum for- ystumönnum sem sátu og samþykktu friðartillögurnar voru þrír sem allir neita því að þeir eigi nokkra aðkomu að átökunum, Rússar, Frakkar og Þjóðverjar. Það verður því áleitin spurning, eigi að taka mark á fullyrðingum Pútíns um að Rússar hafi ekki að- stoðað aðskilnaðarsinna á nokkurn hátt, hvort aðskiln- aðarsinnarnir muni telja sig bundna af samkomulagi sem gert er án aðkomu þeirra. En það er fleira sem spyrja má um samkomulagið og aðdrag- anda þess. Spyrja má til dæmis hvort hinn óvænti áhugi Frakka og Þjóðverja til þess að hafa milligöngu í málinu hafi tengst því að stjórnvöld í Bandaríkjunum voru farin að íhuga það að senda Úkra- ínustjórn vopn sér til varnar, þvert á vilja Evrópusam- bandsins og Rússa. Merkel kanslari lagði sérstaka áherslu á þennan þátt málsins í ferð sinni til Washington í upphafi vikunnar, en sagði jafnframt að Evrópusam- bandið og Bandaríkin myndu eftir sem áður standa saman gagnvart ágengni Rússa í Úkraínu. Og sú samheldni hefur reynst ágætlega, þó að refsi- aðgerðir ríkjanna hafi verið skammdrægar til þess að byrja með. Brestir voru þó farnir að myndast, bæði á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, og einnig inn- an Evrópusambandsins sjálfs. Þessa bresti hafa Rúss- ar reynt að hag- nýta sér, meðal annars með því að dreifa linnulaust áróðri svo minnti á hápunkt kalda stríðsins. Það gæti því hafa spilað inn í hinn óvænta sáttavilja að ný stjórnvöld í Grikklandi hafa gefið Rússum duglega undir fótinn og látið að því liggja að þeir telji of mikið lagt í refsi- aðgerðir Evrópusambands- ins. Þær eiga að renna út í júlí næstkomandi, og munu þurfa samþykki allra ríkjanna 27 í sambandinu. Eins og staðan er nú má telja litla von til þess að refsiað- gerðirnar yrðu endurnýjaðar af hálfu ESB, þrátt fyrir vilja Þjóðverja og Breta til þess að halda þeim gangandi. Skiptir þar ekki síst máli að aðgerðirnar hafa haft mun neikvæðari áhrif á efnahag Evrópusambandsríkjanna en Bandaríkjanna, og því margir þar innanborðs sem sjá ekki viskuna á bak við það að halda aðgerðunum til streitu, sér í lagi í ljósi þess að þær virðast ekki hafa haft neinn fælingarmátt gagnvart Pút- ín. Að vissu leyti minnti sam- koman í Minsk á aðra svip- aða, sem fram fór í München fyrir 77 árum. Það má þó segja leiðtogunum fjórum til hróss að enginn þeirra hefur lofað því að með sam- komulaginu hafi tekist að tryggja frið um vora tíma. Þvert á móti hafa þeir allir lagt áherslu á að brautin framundan verði þung yf- irferðar. Merkel leyfði sér þá örlitlu bjartsýni að segja að nú hefði kviknað vonarneisti um að unnt yrði að stilla til friðar. Reynslan hefur þó sýnt að auðvelt er að slökkva slíka neista með litlum fyrir- vara. Þá voru bardagar og mann- fall gærdagsins, rétt fyrir gildistöku vopnahlésins, sem er á morgun, ekki til þess fall- in að auka trúna á að vopna- hléið haldi. Og orð Poros- henko forseta Úkraínu í þjálfunarbúðum hersins eftir undirritunina voru ekki til að auka bjartsýnina: „Ég vil ekki að neinn hafi rang- hugmyndir eða að ég líti út fyrir að vera einfeldningur. Enn er langt í að friður náist og enginn hefur sterka sann- færingu fyrir því að frið- arskilmálarnir sem sam- þykkir voru í Minsk verði uppfylltir að fullu.“ Vopnahléið í Úkraínu vekur ýmsar spurn- ingar og vonir um frið eru veikar} Friður um vora tíma? H vert mannsbarn á Íslandi hefur að öllum líkindum tekið eftir því að þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, Vilhjálmur Árna- son, hefur lagt fram laga- frumvarp sem gengur út á að gera Stoðmjólk útlæga og nauðbeygja alla foreldra til að gefa litlu krúttsnúllunum sínum Grandalanda í stað- inn. Þetta sama frumvarp gerir líka ráð fyrir að viskískot verði hluti af öllum skólamáltíðum í grunnskólum landsins, og að áfengiskaupa- aldur verði færður niður í fermingaraldur. Svo mætti allavega halda ef marka má aug- lýsingu frá Foreldrasamtökum gegn áfeng- isauglýsingu, þar sem ungri, saklausri stúlku er stillt upp við hillu í matvöruverslun, hillu sem er sneisafull af stórhættulegu áfengi. Umræða um frumvarp Vilhjálms, sem ólíkt því sem hér að ofan segir gengur einfaldlega í grófum dráttum út á að ríkiseinkasala á áfengi verði afnumin, var rætin og ómál- efnaleg frá fyrsta degi. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, var ekki lengi að setja skeifu í boxhanskann þegar hann benti á að sala áfengis í matvöruverslunum hefði í för með sér fleiri fóst- urskaða. Eins og allar óléttar konur mynda bara skipta út mjólkinni á seríósið fyrir vodka því það væri hægt að kaupa hvort tveggja í versluninni hinum megin við Aust- urstrætið, í stað þess að þurfa að fara á tvo staði. Upp- hrópanir og fjarstæðukenndar heimsendaspár eru alltaf síðasta vörn þeirra sem verja glataðan málstað. Í tilefni af frumvarpinu var nýlega hleypt af stokkunum vefsíðunni vinbudin.com, sem ég hvet alla til að skoða. Þar má meðal annars sjá frjálslyndið uppmálað í allsherjarnefnd Al- þingis, þar sem skápakommar allra landa virð- ast hafa sameinast til að svæfa þetta mál í nefnd að hætti Sir Humphrey Appleby, æð- staplottara í Yes Minister. Á síðunni er einnig hægt að skora á nefndarmenn að hleypa mál- inu til annarrar umræðu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og yngsti þingmaður lýðveldisins, gerði athugasemdir við þessar áskoranir almennings, þar sem hún benti með- al annars á að fólk sem nýlega hefði náð áfeng- iskaupaaldri skoraði á nefndina að hleypa frumvarpinu í gegn, og veltir vöngum yfir því hvort þetta sé helsta forgangsmál ungs fólks. Örugglega ekki. Ungt fólk væri miklu frekar til í lægri skatta eða aft- urköllun á 80 milljarða peningagjöf til sumra vegna svo- kallaðs forsendubrests og margt fleira. Það breytir því þó ekki að þetta mál er mörgu ungu fólki hugleikið, sem álítur einokun ríkisins á verslunarvöru vera eins og draugasögu frá haftaárunum. Margir góðir og framsýnir Framsóknarmenn börðust ötullega fyrir því að bjór yrði leyfður hér á landi fyrir ald- arfjórðungi, og eigum við þeim mikið að þakka. Það væri óskandi að yngri samflokksmenn þeirra tækju sér þau til fyrirmyndar í því máli sem er rökrétt framhald af barátt- unni við bjórbannið 1989. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Mun enginn hugsa um börnin!?! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Munurinn á milli þess aðleggja háspennu-strengi í jörðu og loftihefur verið að minnka vegna lækkunar á verði jarð- strengja, einkum öflugri strengja. Munurinn er þó enn þrefaldur, mið- að við sömu flutningsgetu, ef miðað er við hluta af Sprengisandsleið, en tvöfaldur ef miðað er við leiðina yfir Eyjafjörð en þar er jarðstrengurinn líka styttri en loftlínan þyrfti að vera. Ekki er víst að hægt sé að yf- irfæra þessar tölur á önnur verkefni því aðstæður ráða miklu um kostn- aðinn. Kemur þetta fram í niður- stöðum rannsóknar á jarð- strengjalögnum sem Landsnet hef- ur unnið með innlendum og erlendum sérfræðingum. Guð- mundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að tilgangur rann- sóknarinnar hafi verið að afla betri gagna til að meta hvaða leiðir væru hagkvæmar við jarðstrengs- framkvæmdir. „Þetta er mikill tækni- og framkvæmdalærdómur. Við höfum nú möguleika til að gera nákvæmari áætlanir.“ Landsnet hefur lagt töluvert af minni sprengjum í jörðu. Þar hefur kostnaðarmunur verið minni en á öflugri strengjum í meginflutnings- kerfinu. Ljóst er að þær upplýs- ingar sem fram koma í skýrslunni geta leitt til þess að jarðstrengir komi til greina á fleiri stöðum sem kalla á flutningsminni mannvirki. Guðmundur Ingi telur ekki tíma- bært að endurmeta stefnu Lands- nets í jarðstrengjamálum vegna þess að ekki sé vitað um niðurstöðu Alþingis. Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda er þar til um- fjöllunar. Fyrr en niðurstaða liggur fyrir hefur Landsnet ekki forsendur til að endurmeta stefnu sína, að sögn Guðmundar. Miðað við tillög- una, eins og hún var lögð fyrir Al- þingi, gæti jarðstrengur yfir Eyja- fjörð vel orðið mögulegur. Verð á strengjum lækkað Verð á rafstrengjum fyrir hærri spennu og með mikla flutn- ingsgetu hefur lækkað mikið á und- anförnum árum, eða allt að helmingi fyrir stærstu 220 kV strengi. Annar kostnaður við lagningu jarðstrengja hefur hins vegar hækkað. Nú er gert ráð fyrir að innkaupsverð á rafstreng ásamt samtenginum sé innan við helmingur af heildar- stofnkostnaði við 220 kV rafstrengs- lögn, eða á bilinu 30-50%, að því er fram kemur í skýrslunni. Ástæðan fyrir verðlækkun er talin tækniþróun í framleiðslu strengja og aukið framboð, meðal annars frá framleiðendum utan Evrópu. Mikil þróun hefur verið í jarð- strengjamálum í Evrópu. Fjöldi jarðstrengja og sæstrengja í flutn- ingskerfum hefur aukist verulega. Þó að jarðstrengir séu enn miklu dýrari en háspennulínur, á hærri spennum, hafa aðrir þættir einnig áhrif, eins og til dæmis tíminn sem það tekur að fá leyfi til að byggja loftlínu. Í mörgum löndum getur umhverfismat og leyfisferli vegna byggingar loftlínu tekið allt að 7 til 8 ár á meðan ferli vegna jarð- strengja tekur gjarnan 1 til 2 ár. Er því unnt að byggja jarðstrengja- tengingar á 2 til 3 árum á meðan það tekur 8 til 10 ár fyrir loftlínu. Þetta eitt og sér getur leitt til þess að hagkvæmara sé að leggja jarð- streng út frá arðsemissjónarmiðum. Einnig þarf að hafa í huga að kostn- aður við að leggja jarðstrengi er verulegur hluti stofnkostnaðar og getur verið allt að þrefaldur á milli hagstæðra skilyrða og slæmra. Ekki tímabært að endurmeta stefnuna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Efribyggð Bændur í Skagafirði hafa neitað að leyfa lagningu háspennulínu þvert yfir héraðið og viljað láta athuga jarðstreng. Ávallt þarf að leggja áherslu á lágmörkun umhverf- isþátta við leiðarval jarð- strengja. Að jafnaði má gera ráð fyrir að 8 til 14 metra breitt svæði raskist í heildina við lagn- ingu á einu 220 kV strengja- setti, að því er fram kemur í rannsókn Landsnets. Auðvelt er talið að end- urheimta fyrra yfirborð eftir lagningu strengs í sanda, vel gróið mólendi eða ræktað land. Hins vegar verður að skilja eftir skóglaust svæði yfir strengn- um. Í hrauni eða þar sem klöpp liggur í yfirborði er ekki hægt að koma yfirborði lands í fyrra horf. Nútímahraun njóta vernd- ar auk þess sem þau henta illa fyrir strenglagnir. Því er mælt með því að forðast lagningu jarðstrengja í hrauni. Forðast jarð- strengi í hrauni ÁHRIF Á UMHVERFIÐ Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.