Morgunblaðið - 14.02.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.02.2015, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 ✝ Erla DalrósGísladóttir fæddist á Bakka í Tálknafirði 4. apríl 1938. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 5. febr- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru Lovísa Magnúsdóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 1914 í Innstu-Tungu í Tálknafirði, d. 1993, og Gísli Kristján Jónsson, sjómaður og útgerðarmaður, f. 1912 í Krossadal í Tálknafirði, d. 1983. Systkini Erlu eru Magndís, f. 1932, d. 1993, Jón Óli, f. 1934, Svala, f. 1939, og Jón Björn, f. 1946. Uppeld- issystir og föðursystir er Maggý Björg f. 1935. Erla ólst upp á Bakka til átta ára aldurs og síðan á Pat- reksfirði. Erla starfaði á sjúkrahúsi Patreksfjarðar uns hún stofnaði fjölskyldu ásamt eiginmanni sínum Birgi Breið- fjörð Péturssyni, skipstjóra og húsasmið, f. í Reykjavík 31.12. 1934, d. 17.12. 1998. Foreldrar hans voru Hanna Jónsdóttir verkakona, f. 1904 á Galtará í Reykhólasveit, d. 1983, og Pét- ur Jón Sigurðsson skipstjóri, f. 1893 á Meiribakka í Skálavík, d. 1939. Erla og Birgir gengu í hjónaband árið 1959. Þau eign- uðust sjö börn, 13 barnabörn, fjögur barnabarnabörn og tvö Tristan Breiðfjörð. Hjördís Hera, f. 20. september 1990. 7) Hlynur Freyr, stýrimaður og húsasmiður, f. 7. mars 1969, eiginkona Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur. Dætur: Sigríður Stefanía, f. 12. apríl 1991, sonur Tindur Sören. Hildur Lovísa, f. 17. mars 1998. Þegar Erla hóf störf utan heimilisins vann hún við ræst- ingar í Grunnskóla Patreks- fjarðar, síðan við fiskvinnslu og netagerð og einnig á hót- elinu í Flókalundi og á leik- skólanum á Patreksfirði. Árið 1985 þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Erla fram- haldsskólanám og síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands. Með- fram námi vann hún í eldhúsi Kópavogshælisins. Eftir út- skrift starfaði Erla sem sjúkra- liði, fyrst á Landakotsspítala, síðan á slysadeildinni í Foss- vogi og síðast á krabbameins- deild Landspítalans og á líkn- ardeildinni í Kópavogi. Erla starfaði í þágu Alþýðu- sambands Vestfjarða, bæði sem fulltrúi á þingum Alþýðu- sambandsins og sem trún- aðarmaður í sinni heimabyggð, hún sat í barnaverndarráði, var félagi í slysavarna- og kvenfélaginu á Patreksfirði. Hjónin sungu bæði í mörg ár í Kirkjukór Patreksfjarðar. Í Reykjavík var Erla virkur fé- lagi í átthagafélagi Vestur- byggðar og var í stjórn og for- maður kvennadeildar Barðstrendingafélagsins. Hún átti sæti í stjórn félags eldri borgara í Reykjavík. Útför Erlu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 14. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. fósturbarnabörn. 1) Lovísa, jarð- fræðingur og leið- sögumaður, f. 23. september 1955. Börn Ellen, f. 1991, og Daníel, f. 1993. 2) Hanna Ingibjörg, svæf- ingahjúkr- unarfræðingur, f. 31. júlí 1956, eig- inmaður Guð- mundur Jónasson bygg- ingaverkfræðingur. Synir Jónas, f. 1992, og Patrekur Gísli, f. 1997. 3) Pétur, skip- stjóri, f. 18. desember 1959, eiginkona María Aðalbjarn- ardóttir verslunarmaður. Synir Birgir Björn, f. 1986, og Bjarki, f. 1988. 4) Gísli Krist- ján, rafvirki, f. 27. maí 1961, sambýliskona Elín Eva Lúð- víksdóttir laganemi. Börn Gísla: Erla, f. 19. janúar 1984, sambýlismaður Ólafur Freyr Frímannsson, sonur Óskar Gísli. Arnór, f. 4. ágúst 1985. Börn Birta Líf og Erpur. Krist- ján Helgi, f. 8. ágúst 1996. Börn Elínar Evu: Bjarni, f. 1987, og Selma, f. 1994. 5) Ágústa Hera, f. 30. mars 1962, d. 16. febrúar 1963. 6) Ágústa Hera, bankastarfsmaður og innanhússhönnuður, f. 19. sept- ember 1963, eiginmaður Hauk- ur Már Sigurðsson sjómaður, d. 2012. Börn: Stefán Breið- fjörð, f. 8. janúar 1986, sonur Elsku besta mamma mín, nú er komið að kveðjustund. Það er óendanlega sárt til þess að hugsa að við eigum ekki aftur eftir að sinna saman þessu dag- lega stússi eða halda út í heim til að kanna nýjar slóðir. Allt tekur enda og eftir situr tóma- rúmið sem ég sé ekki að verði í fljótu bragði fyllt. Fallin er í valinn stórbrotin kona sem lagði endalausa rækt við öll sín hlut- verk sem hún gegndi í gegnum tíðina, sem dóttir, eiginkona, móðir, amma, langamma, systir, frænka, sjúkraliði, samstarfs- maður, félagsmálatröll, vinur og sálusorgari. Öllum þessum hlut- verkum gengur hún mamma mín nú frá með miklum glæsi- brag. Handverkið hennar og hönnun svífur yfir vötnum á heimilum flestra afkomenda og það á eftir að ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Allt frá því að kynni okkar mömmu hófust fyrir rúmum 58 árum höfum við vitað sterkt hvor af annarri og þreyð þorrann og góuna saman. Fyrsti dagurinn gaf tóninn um hvers væri að vænta af 18 ára tveggja barna móður sem fæddi mikinn fyr- irbura með fylgjulosi og asa- blæðingum á heimili foreldra sinna. Hún mamma kláraði það allt saman með dyggri aðstoð 22 ára föður sem safnaði saman heilli skipshöfn til blóðgjafar. Já hún kláraði þetta með glæsibrag hún mamma. Það gerði hún líka þegar öll hin börnin komu hvert af öðru. Tuttugu og fimm ára fimm barna móðir stóð hún frammi fyrir erfiðustu upplifun lífsins, að missa sitt fimmta barn, litlu dótturina, eftir tíu mánaða barning við að koma henni til heilsu og enn bættust tvö börn við. Heimilið okkar var mjög gestkvæmt og alltaf var pláss fyrir einn í viðbót. Einmitt þá naut hún mamma sín best. Henni leið ekki vel í einverunni. Hún naut þess að ferðast, upp- lifa, kanna og auðga líf sitt með almennri þekkingu um menn og málefni. Hún ferðaðist mjög mikið og eignaðist góða ferða- félaga að pabba gengnum sem var mikil blessun fyrir hana. Alltaf til í allt, að hrinda af stað mörg hundruð manna bæjarhá- tíð með engum fyrirvara, taka þátt í maraþoni, skella sér á Esjuna eða boxæfingu, svo eitt- hvað sé nefnt, þótti nú ekkert tiltökumál. Fimmtíu og átta ár, hlýjan hennar, ráðsnilld og einstök sjálfsfórn, prakkaraskapurinn, glettnin en jafnframt djúp vænt- umþykja og þörf til að sýna um- hyggju er það sem upp úr stendur. Ég hef oft fyllst stolti þegar nafn mömmu hefur borið á góma í viðræðum við fyrrver- andi samstarfsfélaga hennar eða skjólstæðinga. Hlýjan, ósérhlífn- in og væntumþykjan hafa verið rauði þráðurinn í þeirri um- ræðu. Mamma valdi sér ævistarf af hugsjóninni einni. Veraldleg gæði voru ekki það sem hún sóttist eftir. Mamma gekk að hverju verki með því hugarfari að alltaf væri til lausn. Að gef- ast upp var engin lausn. Því miður var þér ekki gefið að leysa þessa síðustu hindrun sem þú mættir elsku mamma mín. Það er huggun harmi gegn að hugsa til endurfunda með pabba og litlu systur ásamt öllum hin- um. Hvíl í friði elsku mamma mín og einn minn besti félagi. Það hafa verið mikil forréttindi að eiga þig að sem móður og ömmu drengjanna minna. Hafðu hjart- ans þökk fyrir allt og allt. Þín er sárt saknað. Þín dóttir, Hanna Ingibjörg. Mamma. Þungt er mér um hjarta að fara að skrifa minningargrein um mömmu. Það er svo mikið að segja og erfitt að velja hvað eigi að segja. Er ég hugsa til mömmu þá er ekki annað hægt en að hafa pabba með. Heimilið sem ég ólst upp á þar sem alltaf var hugsað um að hafa það notalegt og mikil fjöl- skyldutengsl. Á mínum uppvaxt- arárum átti ég alltaf rosalega flotta kjóla og annan fatnað sem mamma saumaði. Hvort sem hún saumaði upp úr kjólum af eldri systrum mínum eða nýju efni. Ég var prinsessan sem átti 365 kjóla eins og hún sagði oft sjálf. Foreldrar mínir kenndu mér mikið af því handverki sem ég kann í dag; hvort sem er í saumaskap eða gera upp íbúðir, skiptir ekki máli. En þau tóku það ávallt fram, að ekki ætti að byrja á neinu verkefni, hvort sem það væri í leik eða starfi, nema leggja sig hundrað pró- sent fram, annars væri bara miklu betra að sleppa því. Þau hvöttu mann alltaf áfram í því sem maður tók sér fyrir hendur. Þegar mamma kom í heim- sókn til mín byrjaði hún að labba um og skoða. Mamma var alltaf stolt og ánægð með það sem ég var að gera. Kom stund- um með innskot til úrbóta ef henni fannst eitthvað vanta, en dugleg var hún að hrósa og sýna því áhuga sem ég var búin að gera eða með eitthvað í vinnslu. Lýsingarnar voru „þetta er nú ægilega huggulegt“ eða „ægi- lega smart“. Í dag er ég mjög mótuð af báðum foreldrum mínum að hugsa í lausnum. Hvort sem það er í leik eða í starfi og er ég þeim báðum þakklát fyrir allt það sem þau kenndu mér og höfðu þessu sterku áhrif á mig. Mamma hafði mikinn áhuga á fólkinu sínu og sýndi alltaf mikla umhyggju. Í hverju sím- tali eða þegar það var hist var byrjað að spyrja út í alla í fjöl- skyldunni minni og þá sem voru í kringum mig. Fátt gladdi hana meira en þegar hún fékk fréttir af því sem barnabörnin voru að gera og hvað þeim gekk vel. Hún var dugleg að hrósa þeim og tók þátt í gleði þeirra. Fylgd- ist vel með þeim og vildi alltaf fá nýjustu fréttir. Mér verður mikið hugsað til þegar við fórum saman vestur á Patró í brúkaup eitt sumarið og skreyttum það saman. Þessa ferð sagði mamma mér margar sögur á leiðinni um staði og fólk. Ég er svo þakklát fyrir þessa ferð því ég hef getað komið þessum sögum áfram til barnanna minna þegar við höf- um farið ferðir vestur saman og hafa þau haft mjög gaman af að ferðast þessa leið og fá að heyra þessar sögur. Ferðir í Bakkafjöru vestur í Tálknafirði voru yndislegar og áttum við alltaf yndislegan tíma þar, hvort sem við fórum að ná okkur í skreytingarefni eða bara til að hafa það notalegt. Hún var búin að spyrja mig hvort við gætum ekki farið núna í sumar því hana langaði svo að sjá fjör- una sína einu sinni enn. Næst þegar ég fer vestur og í Bakka- fjöru verður elsku mamma svo sannarlega með mér. Það er eitthvað svo skrýtið að hugsa til þess að geta ekki hringt oftar eða farið til mömmu til að fagna sigrum í lífinu og segja frá skemmtilegum uppá- komum. Móðir mín kenndi mér margt af því sem ég kann í dag. En hún kenndi mér ekki hvernig ég á að lifa án hennar. Þín dóttir Ágústa Hera. Elsku Erla. Ég sendi þér kæra kveðju Nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast Svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heim ég hitti þig ekki um hríð Þin minning er ljós sem lífi Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, María. Amma Erla var ein sú ævintýragjarnasta manneskja sem ég þekkti. Alltaf þegar ég talaði við hana þá var hún að fara að prufa eitthvað nýtt, hvort sem það var að fara að ferðast eitthvað eða æfa eitt- hvað, en hún var mjög viljug að láta sér detta alls konar hluti í hug. Að hún færi frá okkur var ég ekki tilbúin fyrir. Hún átti eftir að upplifa svo marga skemmti- lega áfanga með mér. Hvort sem það var mitt fyrsta barn eða gifting, þar sem að hún vildi ekkert annað en að ég myndi setja upp hringana. Afi Birgir og amma Erla eru loksins sameinuð og veit ég að afi hefur tekið svo vel á móti rósinni sinni og huggar það mig að hún sé í góðum höndum. Ég mun sakna hennar óg- urlega en veit að hún verður með mér í hverju skrefi sem ég tek. Ef það var eitthvað sem amma Erla kenndi mér þá var það að gefast aldrei upp og allt- af gera mitt besta. Hún hafði svo mikla trú á okkur barna- börnunum og hvað sem við tók- um okkur fyrir hendur var hún á fremsta bekk að hvetja okkur áfram. Hún verður þar áfram hvort sem við sjáum hana eða ekki. Mun sakna hennar þegar við förum vestur á Patreksfjörð þar sem henni þótti best að vera en hún verður ávallt með okkur í anda. Ég er stolt af því að hafa átt hana fyrir ömmu mína og að geta sagt að Erla amma hafi verið amman mín. Hvíldu í friði elsku besta amma mín, ég elska þig og sakna þín. Þín Hjördís Hera. Kæra ungfrú amma, líka þekkt sem drottningin í kast- alanum. Ég get ekki lýst því hvað það er ömurlegt að missa einn af mínum helstu skemmtikröftum úr sýningunni. Oft þegar skrifað er um fólk í svona greinum er skrifað undir rós og forðast að minnast á allt Erla Dalrós Gísladóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN HARALDSSON blikksmíðameistari, Hörðukór 1, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Ingibjörg Högnadóttir Katrín Björk Guðjónsdóttir Sæmundur Árni Tómasson Berglind Dögg Guðjónsdóttir Guðmundur Gunnarsson og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN KRISTBERG SIGURJÓNSSON vélstjóri frá Norður-Bár, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 13. . Linda Hermannsdóttir, Þór Geirsson, Guðný Jóna Þórsdóttir, Sigurður Samúelsson, Hermann Geir Þórsson, Freydís Bjarnadóttir, Þóra Lind Þórsdóttir, Ingólfur Jónsson og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN ÓLAFSSON, fyrrverandi útibússtjóri í Höepfner, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30. . Ólafur Haukur Baldvinsson, Sigrún Jónsdóttir, Elsa Baldvinsdóttir, Jón Arnar Pálmason, Hilmar Baldvinsson, Emilía Jarþr. Einarsdóttir, afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 11. febrúar á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Þóroddur Þórarinsson, Guðm. Helgi Þórarinsson, María Hlíðberg Óskarsdóttir, Kristján Theodórsson, Pála María Árnadóttir, Soffía Theodórsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hálfdán Theodórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÁSTDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13. . Þórhalla Björk Magnúsdóttir, Eggert Eggertsson, Hafdís Magnea Magnúsdóttir, Bragi Ingimarsson, Erna Bára Magnúsdóttir, Ásgeir Bragason, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.