Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 14
Hannes Örn heima á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit: „Það er of langt gengið að halda því fram að Guð hafi ákveðið að ég myndi leikja Tevje! En mér finnst þetta samt hálf-furðulegt og ótrúlega skemmtilegt.“ M argur á sér þann draum að efnast. Sumir hafa sungið ódauðlega um drauminn, einn þeirra mjólkurpóst- urinn Tevje í leikritinu Fiðlaranum á þakinu. „Ef ég væri ríkur...“ Hver kannast ekki við lagið og ljóðið? Tevje þessi spratt fram enn einn ganginn, um síðustu helgi, nú í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit. Sóknarpresturinn fékk það verkefni að glæða hinn trúaða, rússneska gyðing lífi og fannst það spennandi. Allt í lagi samt að taka fram að Hannes Örn Blandon er ekki sérstakur áhugamaður um veraldlegt ríkidæmi. „Ég á ekkert nema þessar bækur og gamlan bíl sem stendur hér fyrir utan!“ segir hann og hlær í vinnustofu sinni heima á Syðra-Laugalandi. Klerkinum var reyndar ekki ætlað að leika Tevje en fyrir algjöra tilviljun kom það í hans hlut, sem Hannesi Erni fannst merki- legt. Fallegt – sorglegt – skemmtilegt Strax og hann heyrði af því í haust að til stæði að setja upp Fiðlarann á þakinu lang- aði Hannes að taka þátt, „vegna þess að verkið er ofboðslega skemmtilegt – fallegt, sorglegt, en skemmtilegt. Sagan er svo góð.“ Ekki datt honum aðalhlutverkið í hug enda var Tevje fundinn þegar þarna var komið sögu. „Svo gerist það að Guðjón Ólafsson, ná- granni minn hérna fyrir handan, veikist um jólin; lýsir því þá yfir að hann geti ekki sung- ið næstu vikurnar. Hann átti að leikja Tevje en ég var kallaður inn af varamannabekkn- um.“ Trúir Hannes því að þetta hafi átt fyrir honum að liggja? „Það er of langt gengið að halda því fram að Guð hafi ákveðið að ég myndi leika Tevje! En mér finnst þetta samt hálf-furðulegt og ótrúlega skemmtilegt,“ segir hann. „Ég hef verið í töluverðum pælingum í nokkur ár; skoðað Gamla testamentið sér- staklega og ekki alltaf verið kátur. Ég hef slegist og barist við efnið og þar af leiðandi við Herrann. Það hefur gengið á ýmsu, og nú er ég allt í einu í hlutverki manns sem talar stöðugt við Hann. Er í góðu sambandi við Hann en verður fyrir áfalli frá Honum; það er lagt á hann hægri, vinstri. Ég finn til með þessum manni.“ Séra Hannes segist sem sagt hafa deilt við Guð sinn. „Mér finnst hann stundum svo harður við sitt fólk. Þó að þetta sé hans út- valda þjóð hefur hún þurft að þola ýmislegt. Það hafa aðrir auðvitað gert líka, en hvað um það; í leikritinu erum við með 3000 ára sögu Ísraelsþjóðarinnar í hnotskurn á tveimur tím- um. Það er höggvið að þeim á báðar hendur, þeir verða fyrir aðkasti alls staðar, nema hvað þeir mega náðarsamlegast búa hér og náðarsamlegast gera þetta og gera hitt. Þeir urðu klókir verslunarmenn og gátu bjargað sér; lífið gekk út á að bjarga sér frá degi til dags.“ Allt í einu er ég í sporum alþýðumanna úti um allan heim, segir Hannes. „Leikritið gæti verið um Yasida eða Tíbeta, Palestínumenn, Hútúmenn eða Kúrda; um hvern þann sem verður fyrir aðkasti og ofsóknum og mér finnst það ofboðslega pólitískt flott að setja verkið upp núna, vegna þess hve umræðan um þessi mál er mikil.“ Í verkinu er talað fyrir hönd allra hinna kúguðu í heiminum, segir Hannes Örn. „Svo er það þessi vesalings Tevje, bless- aður, sem á dæturnar fimm. Verkið gerist ár- ið 1905 í Rússlandi, heimurinn er að breytast, byltingaröflin gera hverja atlöguna af ann- arri, tekst reyndar ekki að koma Tsarinum frá strax en það er ofboðsleg ólga í Rúss- landi. Gyðingar verða fyrir aðkasti og flytja sig um set. Jafnframt hrynur hinn tryggi heimur í Guði; guð gyðinga er í öllu; hann er undir á borðinu og undir borðinu, hann er í húfunni, í hnífnum og gafflinum. Enginn ger- ir neitt nema ráðfæra sig við hann en allt í einu vilja dæturnar, þessar sterku stúlkur, verða modern konur; þær vilja ekki taka þátt í þessu og hinn staðfasti heimur molnar smám saman fyrir framan augun á föður þeirra. Ef vel tekst til hjá okkur – og ég held reyndar að svo sé – hljóta allir, sem koma til okkar í Freyvang, að finna til með öllu því fólki sem stendur í þessum sporum.“ Hannes segir mikla atlögu gerða að ísra- elsku þjóðinni um þessar mundir. „Hvað hafa Ísraelsmenn gert? Þeir hafa þjappað sér saman í vörn; ekki er hægt að verja allt sem þeir gera en þeir eru að verja hagsmuni sína og þjóðareinkenni, trú sína og allt það sem fólk vill berjast fyrir. Mér fannst alveg maka- laust skemmtilegt að fá tækifærið í þessu ljósi. Það er ekkert auðvelt en ég held að Hann hafi viljað að þetta verk yrði sýnt og það yrði tileinkað öllum sem líða og þjást.“ Trúin er alltaf áberandi og hefur verið mikið í deiglunni núna af ýmsum ástæðum. „Já, hún er mikið í deiglunni og verður það alltaf. Ég veit ekki hvernig trúarsviðið verður eftir 10-15 ár á Íslandi, en það er ljóst að menn eru upp til hópa rólegir í tíðinni og æs- ingur ekki mikill. Ég messaði í gær og kirkjusókn var ágæt. Hún er misjöfn en fólk veit af kirkjunni; það vill vita af prestinum og vill hafa það á hreinu að hægt sé að fá þjón- ustu hvenær sem er. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að við prestarnir séum alltaf til staðar.“ Hannes kveðst gríðarlega ánægður með fé- lagsskapinn í Freyvangi. „Mér finnst ég mjög heppinn og er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með í þessum hópi. Hér eru nokkrir reynsluboltar og svo hópur af ungu fólki, mestmegnis frá Akureyri en sumt tengt sveitinni, og það er hvert öðru hæfi- leikaríkara. Hér er öll flóran. Yngstu þátttak- endurnir eru 11 ára og þeir elstu um sjötugt. Hópurinn hefur lagt mikið á sig, allir eru í vinnu eða skóla og koma stundum þreyttir á æfingu en það var aldrei neitt vesen. Bara aldrei! Þetta er stór hópur, við erum næstum því 40 á sviðinu og það er afskaplega gott fyrir sálina að taka þátt í þeirra gerjun og sköpun sem verður til í svona hópi.“ Grettistak á hverju ári Freyvangsleikhúsið er eitt af öflugustu áhugamannaleikfélögum landsins. Það er sett upp verk á hverjum vetri og stundum fleiri en eitt. „Þeir finna upp hjólið hér árlega og lyfta Grettistökum hverju sinni. Þetta er gríðarleg vinna og kostar sitt en stjórnir fé- lagsins hafa verið samhentar og starfið er gríðarlega dýrmætt fyrir samfélagið.“ Hannes nefnir starfsbróður sinn, Odd Bjarna Þorkelsson, prest á Möðruvöllum í Hörgárdal, og Margréti Sverrisdóttur, konu hans, sem leikstýrðu að þessu sinni í Frey- vangsleikhúsinu. „Það spillir ekki að hafa svona góða leikstjóra. Ég verð að nefna það, án þess að ég sé nokkuð að smjaðra fyrir honum Oddi mínum og Margréti. Þau eru hvort öðru yndislegra, óskaplega skemmti- leg og húmorinn alltaf til staðar. Þau eru mjög skipulögð og eljusöm og létu hvorki laust né fast fyrr en heildarmyndin náðist. Þau hjón eru mikill happafengur fyrir Eyfirðinga, hvalreki fyrir fjörðinn að fá þau hingað og þau eiga allt gott skilið. Ég vona að við verðum þeim ekki til skammar …“ Guðfræðileg áskorun að hlúa að eigin hæfileikum SÉRA HANNES ÖRN BLANDON SITUR Á SYÐRA-LAUGALANDI Í EYJAFJARÐARSVEIT OG ÞJÓNAR SEX SÓKNUM. Í GEGNUM ÁRIN HEFUR HANN EINNIG ÞJÓNAÐ LISTAGYÐJUNNI; FÉKK UNGUR MIKINN ÁHUGA Á GALDRI LEIK- HÚSSINS, EKKI SÍST EFTIR AÐ FAÐIR HANS, SEM VAR HELDUR ÞURR Á MANNINN DAGSDAGLEGA, BREYTTIST Í SKEMMTIKRAFT Á SVIÐINU. SÍÐAN SEGIST HANNES Í RAUN HAFA HALDIÐ VIÐ THALÍU, GYÐJU LEIKLISTARINNAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Þegar ég kom í Eyjafjörðinn blasti við mér sérstakt mannlíf. Ég heillaðist af öllu sem hér var í gangi,“ segir séra Hannes Örn Blandon. Hannes er ánægður með verkefnavalið „Ég held að Hann hafi viljað að þetta verk yrði sýnt og það yrði tileinkað öllum sem líða og þjást.“ „Ég verð að finna fyrir því að vera til, að ég sé lifandi og geti lagt eitthvað af mörkum.“ 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.